Teikning á stærð við post-it miða eftir Leonardo da Vinci seldist á 1,5 milljarða

Einungis eitt boð barst í Bjarnarhöfuð Leonardos þegar það var selt á uppboði Christie's á fimmtudag. Teikningin sem er frá um 1480 og agnarsmá, sjö sentímetrar á hvora hlið, seldist á metfé.

Listamaðurinn er sagður hafa sótt innblástur í þessa teikningu sína þegar hann málaði eitt af sínum frægustu verkum, Hefðarkonu með hreysikött.
Listamaðurinn er sagður hafa sótt innblástur í þessa teikningu sína þegar hann málaði eitt af sínum frægustu verkum, Hefðarkonu með hreysikött.
Auglýsing

Lítil teikn­ing eftir Leon­ardo da Vinci, ein af örfáum sem enn er í einka­eigu, var boðin upp hjá Christi­e’s í London á fimmtu­dag. Til marks um smæð teikn­ing­ar­innar sem nefn­ist Bjarn­ar­höf­uð, þá er hún aðeins minni en vin­sælasta stærð Post-it miða en teikn­ingin er sjö sentí­metrar á hvora hlið. Kaup­and­inn mun þurfa að reiða fram tæp­lega 8,9 millj­ónir punda fyrir mynd­ina, rúm­lega einn og hálfan millj­arð króna, sem er metfé fyrir teikn­ingu eftir Leon­ardo. Fyrra met var sett árið 2001 þegar teikn­ingin Hestur og knapi var seld hjá upp­boðs­hús­inu fyrir rúm­lega 8 millj­ónir punda.

Það verður seint sagt að sleg­ist hafi verið um mynd­ina sem talin er vera frá því um árið 1480 en í hana barst eitt boð úr upp­boðs­saln­um. Fyrir upp­boðið hafði upp­boðs­húsið gefið út verð­mat sem var á bil­inu átta til tólf millj­ónir punda, eða 1,3 til tveir millj­arðar króna.

Verðið hefur rokið upp eftir sölu Sal­vator Mundi

„Þessi verð eru fárán­leg,“ er haft eftir Jean-Luc Bar­onií umfjöllun New York Times um teikn­ing­una en Bar­oni er list­muna­sali sem sér­hæfir sig í teikn­ingum gömlu meist­ar­anna. Sjálfur hefði Bar­oni metið virði mynd­ar­innar í kringum 250 millj­ónir króna. „Þetta snýst um að kaupa nafn­ið. Þetta hefur ekk­ert að gera með ástríðu fyrir góðum teikn­ing­um.“

Sam­kvæmt grein á vef upp­boðs­húss­ins er teikn­ingin í hópi átta teikn­inga eftir Leon­ardo sem enn eru í einka­eigu og þær eru því sjald­gæf sjón á upp­boð­um. Síð­asta teikn­ing Leon­ar­dos til að vera boðin upp var áður­nefnd mynd, Hestur og knapi. Fágæti slíkra mynda kann því að ein­hverju leyti að skýra hátt verð­mat.

„Vissu­lega er þetta teikn­ing eftir Leon­ardo. En teikn­ingin er svo agn­arsmá,“ segir list­muna­sal­inn Bar­oni í sam­tali við New York Times. „Þetta er bara frí­merki.“

Auglýsing

Allt frá því að mál­verkið Sal­vator Mundi varð dýrasta mál­verk sög­unnar þegar það var selt hjá Christi­e’s árið 2017 fyrir 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala hafa nán­ast öll verk sem hafa ein­hverja teng­ingu við lista­mann­inn farið fram úr vænt­ingum upp­boðs­hald­ara. Árið 2019 var 17. aldar eft­ir­mynd Monu Lisu seld hjá Christies á tíföldu mats­verði. Myndin var seld á 2,9 millj­ónir evra en virði mynd­ar­innar hafði verið metið á bil­inu 200 til 300 þús­und. Á fimmtu­dag, sama dag og Bjarn­ar­höf­uðið var selt hjá Christies, þá seldi Sot­he­by’s 20. aldar eft­ir­mynd Monu Lisu fyrir hátt í 400 þús­und pund, um 68 millj­ónir króna, en fyrir upp­boðið hafði verkið verið metið á átta til tólf þús­und pund eða 1,5 til tvær millj­ónir króna.

Teng­ist einu þekktasta mál­verki Leon­ar­dos

Hefðarkona með hreysikött eftir Leonardo.

Í texta upp­boðs­húss­ins um verkið er teikn­ingin sögð tengj­ast einu af fræg­asta verki Leon­ar­dos, mál­verks­ins Hefð­ar­kona með hreysi­kött sem er í eigu Czar­tor­yski safns­ins í Kraká í Pól­landi. Þar er því haldið fram að höfuð hreysikatt­ar­ins í mál­verk­inu sé að ein­hverju leyti byggt á höfði bjarn­dýrs­ins í teikn­ing­unni. Þrátt fyrir að Leon­ardo sé ann­ál­aður fyrir ein­stak­lega raun­sæja túlkun í verkum sínum þá hafi Cecilia Gall­er­ani, hefð­ar­kona mál­verks­ins, aldrei setið fyrir með hreysi­kött í fang­inu. Lista­mað­ur­inn hefur auk þess leyft sér að færa í stíl­inn því hreysi­kettir eru í raun mun minni en sá sem finna má í mál­verk­inu.

„Þrátt fyrir að hátt í ára­tugur skilji að gerð verk­anna Bjarn­ar­höfuð og Hefð­ar­kona með hreysi­kött, þá hlýtur Leon­ardo að hafa haldið svo mikið upp á teikn­ing­una að hann hafi á end­anum stuðst við hana við gerð mál­verks­ins,“ segir í lýs­ingu upp­boðs­húss­ins á teikn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent