Teikning á stærð við post-it miða eftir Leonardo da Vinci seldist á 1,5 milljarða

Einungis eitt boð barst í Bjarnarhöfuð Leonardos þegar það var selt á uppboði Christie's á fimmtudag. Teikningin sem er frá um 1480 og agnarsmá, sjö sentímetrar á hvora hlið, seldist á metfé.

Listamaðurinn er sagður hafa sótt innblástur í þessa teikningu sína þegar hann málaði eitt af sínum frægustu verkum, Hefðarkonu með hreysikött.
Listamaðurinn er sagður hafa sótt innblástur í þessa teikningu sína þegar hann málaði eitt af sínum frægustu verkum, Hefðarkonu með hreysikött.
Auglýsing

Lítil teikn­ing eftir Leon­ardo da Vinci, ein af örfáum sem enn er í einka­eigu, var boðin upp hjá Christi­e’s í London á fimmtu­dag. Til marks um smæð teikn­ing­ar­innar sem nefn­ist Bjarn­ar­höf­uð, þá er hún aðeins minni en vin­sælasta stærð Post-it miða en teikn­ingin er sjö sentí­metrar á hvora hlið. Kaup­and­inn mun þurfa að reiða fram tæp­lega 8,9 millj­ónir punda fyrir mynd­ina, rúm­lega einn og hálfan millj­arð króna, sem er metfé fyrir teikn­ingu eftir Leon­ardo. Fyrra met var sett árið 2001 þegar teikn­ingin Hestur og knapi var seld hjá upp­boðs­hús­inu fyrir rúm­lega 8 millj­ónir punda.

Það verður seint sagt að sleg­ist hafi verið um mynd­ina sem talin er vera frá því um árið 1480 en í hana barst eitt boð úr upp­boðs­saln­um. Fyrir upp­boðið hafði upp­boðs­húsið gefið út verð­mat sem var á bil­inu átta til tólf millj­ónir punda, eða 1,3 til tveir millj­arðar króna.

Verðið hefur rokið upp eftir sölu Sal­vator Mundi

„Þessi verð eru fárán­leg,“ er haft eftir Jean-Luc Bar­onií umfjöllun New York Times um teikn­ing­una en Bar­oni er list­muna­sali sem sér­hæfir sig í teikn­ingum gömlu meist­ar­anna. Sjálfur hefði Bar­oni metið virði mynd­ar­innar í kringum 250 millj­ónir króna. „Þetta snýst um að kaupa nafn­ið. Þetta hefur ekk­ert að gera með ástríðu fyrir góðum teikn­ing­um.“

Sam­kvæmt grein á vef upp­boðs­húss­ins er teikn­ingin í hópi átta teikn­inga eftir Leon­ardo sem enn eru í einka­eigu og þær eru því sjald­gæf sjón á upp­boð­um. Síð­asta teikn­ing Leon­ar­dos til að vera boðin upp var áður­nefnd mynd, Hestur og knapi. Fágæti slíkra mynda kann því að ein­hverju leyti að skýra hátt verð­mat.

„Vissu­lega er þetta teikn­ing eftir Leon­ardo. En teikn­ingin er svo agn­arsmá,“ segir list­muna­sal­inn Bar­oni í sam­tali við New York Times. „Þetta er bara frí­merki.“

Auglýsing

Allt frá því að mál­verkið Sal­vator Mundi varð dýrasta mál­verk sög­unnar þegar það var selt hjá Christi­e’s árið 2017 fyrir 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala hafa nán­ast öll verk sem hafa ein­hverja teng­ingu við lista­mann­inn farið fram úr vænt­ingum upp­boðs­hald­ara. Árið 2019 var 17. aldar eft­ir­mynd Monu Lisu seld hjá Christies á tíföldu mats­verði. Myndin var seld á 2,9 millj­ónir evra en virði mynd­ar­innar hafði verið metið á bil­inu 200 til 300 þús­und. Á fimmtu­dag, sama dag og Bjarn­ar­höf­uðið var selt hjá Christies, þá seldi Sot­he­by’s 20. aldar eft­ir­mynd Monu Lisu fyrir hátt í 400 þús­und pund, um 68 millj­ónir króna, en fyrir upp­boðið hafði verkið verið metið á átta til tólf þús­und pund eða 1,5 til tvær millj­ónir króna.

Teng­ist einu þekktasta mál­verki Leon­ar­dos

Hefðarkona með hreysikött eftir Leonardo.

Í texta upp­boðs­húss­ins um verkið er teikn­ingin sögð tengj­ast einu af fræg­asta verki Leon­ar­dos, mál­verks­ins Hefð­ar­kona með hreysi­kött sem er í eigu Czar­tor­yski safns­ins í Kraká í Pól­landi. Þar er því haldið fram að höfuð hreysikatt­ar­ins í mál­verk­inu sé að ein­hverju leyti byggt á höfði bjarn­dýrs­ins í teikn­ing­unni. Þrátt fyrir að Leon­ardo sé ann­ál­aður fyrir ein­stak­lega raun­sæja túlkun í verkum sínum þá hafi Cecilia Gall­er­ani, hefð­ar­kona mál­verks­ins, aldrei setið fyrir með hreysi­kött í fang­inu. Lista­mað­ur­inn hefur auk þess leyft sér að færa í stíl­inn því hreysi­kettir eru í raun mun minni en sá sem finna má í mál­verk­inu.

„Þrátt fyrir að hátt í ára­tugur skilji að gerð verk­anna Bjarn­ar­höfuð og Hefð­ar­kona með hreysi­kött, þá hlýtur Leon­ardo að hafa haldið svo mikið upp á teikn­ing­una að hann hafi á end­anum stuðst við hana við gerð mál­verks­ins,“ segir í lýs­ingu upp­boðs­húss­ins á teikn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent