Margar ástæður fyrir því að hlutabréfaverð „poppi“

Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland útskýrir hugsanlegar orsakir hraðra verðhækkanir í kjölfar hlutafjárútboða í Kauphöllinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Hann bætir þó við að slíkar verðhækkanir eru alls ekki sjálfgefnar.

Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Auglýsing

Að með­al­tali hefur verð hluta­bréfa hækkað um 8 pró­sent í Kaup­höll­inni fyrsta dag­inn eftir frumút­boð þeirra frá árinu 2008. Ýmsar ástæður gætu legið að baki þess­arar verð­hækk­un­ar, til dæmis óvissa í verð­mati, kynn­ing­ar­af­slátt­ur, eða verð­mæta­aukn­ing. Þetta skrifar Baldur Thor­laci­us, fram­kvæmda­stjóri sölu- og við­skipta­tengsla hjá Nas­daq Iceland í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Frumút­boðspopp

Sam­kvæmt Baldri eru hraðar verð­hækk­anir á fyrstu dög­unum eftir skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­aði þekkt fyr­ir­bæri sem kallað er „frumút­boðspopp“ (e. IPO pop). Í Banda­ríkj­unum hækk­uðu bréfin að með­al­tali um 18 pró­sent í kjöl­far frumút­boðs á árunum 1980 til 2020, en á tímum net­bólunnar í kringum alda­mótin námu hækk­an­irnar að með­al­tali um 60 pró­sent­um. Í fyrra var frumút­boðspoppið svo að jafn­aði 38 pró­sent vest­an­hafs.

Verð­hækk­an­irnar hafa verið nokkuð hóf­legri hér á landi frá fjár­mála­hrun­inu 2008, en á því tíma­bili hafa 18 frumút­boð verið haldin fyrir skrán­ingu í Kaup­höll­inni. Ef frá eru tekin síð­ustu tvö útboð hjá fyr­ir­tækj­unum Play og Solid Clouds hefur frumút­boðspoppið á þessu tíma­bili numið um átta pró­sentum að með­al­tali. Hæst var það um 33 pró­sent í TM árið 2013, en þar á eftir koma Íslands­banki, Arion banki og Hagar með 18-20 pró­senta verð­hækkun á eftir frumút­boði.

Auglýsing

Hækk­unin ekki sjálf­gefin

Hins vegar bendir Baldur einnig á að það sé ekki sjálf­gefið að hluta­bréf hækki í verði eftir að þau séu skráð á markað og því feli slík fjár­fest­ing ekki í sér gull­tryggða ávöxt­un. Um 31% af fyr­ir­tækj­unum sem fóru á markað í Banda­ríkj­unum á árunum 1980–2020 lækk­uðu í verði á fyrsta degi við­skipta eftir frumút­boð. Hér á landi lækk­uðu fast­eigna­fé­lögin Reit­ir, Eik , Reg­inn og Heima­vellir öll rétt eftir skrán­ingu þeirra, en lækk­unin nam 11 pró­sentum hjá Heima­völl­um.

Baldur segir að ein­hver hækkun á hluta­bréfa­verði í kjöl­far frumút­boðs sé eðli­leg, svo lengi sem hún sé í sam­ræmi við þá verð­mæta­sköpun sem fylgi sjálfri skrán­ing­unni. Mikil óvissa fylgi því að verð­leggja fyr­ir­tæki í frumút­boði og oft sé til­hneig­ing að hafa verð­matið í lægri kant­in­um, þar sem mik­il­vægt sé að laða fjár­fest­ana að. Hins vegar segir hann að eldri hlut­hafar geti setið eftir með sárt ennið ef hækk­unin er of mikil og sé því mik­il­vægt að finna ákveðið jafn­vægi í verð­mynd­un­inni.

Hægt er að lesa grein Bald­urs í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent