Margar ástæður fyrir því að hlutabréfaverð „poppi“

Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland útskýrir hugsanlegar orsakir hraðra verðhækkanir í kjölfar hlutafjárútboða í Kauphöllinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Hann bætir þó við að slíkar verðhækkanir eru alls ekki sjálfgefnar.

Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Auglýsing

Að með­al­tali hefur verð hluta­bréfa hækkað um 8 pró­sent í Kaup­höll­inni fyrsta dag­inn eftir frumút­boð þeirra frá árinu 2008. Ýmsar ástæður gætu legið að baki þess­arar verð­hækk­un­ar, til dæmis óvissa í verð­mati, kynn­ing­ar­af­slátt­ur, eða verð­mæta­aukn­ing. Þetta skrifar Baldur Thor­laci­us, fram­kvæmda­stjóri sölu- og við­skipta­tengsla hjá Nas­daq Iceland í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Frumút­boðspopp

Sam­kvæmt Baldri eru hraðar verð­hækk­anir á fyrstu dög­unum eftir skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­aði þekkt fyr­ir­bæri sem kallað er „frumút­boðspopp“ (e. IPO pop). Í Banda­ríkj­unum hækk­uðu bréfin að með­al­tali um 18 pró­sent í kjöl­far frumút­boðs á árunum 1980 til 2020, en á tímum net­bólunnar í kringum alda­mótin námu hækk­an­irnar að með­al­tali um 60 pró­sent­um. Í fyrra var frumút­boðspoppið svo að jafn­aði 38 pró­sent vest­an­hafs.

Verð­hækk­an­irnar hafa verið nokkuð hóf­legri hér á landi frá fjár­mála­hrun­inu 2008, en á því tíma­bili hafa 18 frumút­boð verið haldin fyrir skrán­ingu í Kaup­höll­inni. Ef frá eru tekin síð­ustu tvö útboð hjá fyr­ir­tækj­unum Play og Solid Clouds hefur frumút­boðspoppið á þessu tíma­bili numið um átta pró­sentum að með­al­tali. Hæst var það um 33 pró­sent í TM árið 2013, en þar á eftir koma Íslands­banki, Arion banki og Hagar með 18-20 pró­senta verð­hækkun á eftir frumút­boði.

Auglýsing

Hækk­unin ekki sjálf­gefin

Hins vegar bendir Baldur einnig á að það sé ekki sjálf­gefið að hluta­bréf hækki í verði eftir að þau séu skráð á markað og því feli slík fjár­fest­ing ekki í sér gull­tryggða ávöxt­un. Um 31% af fyr­ir­tækj­unum sem fóru á markað í Banda­ríkj­unum á árunum 1980–2020 lækk­uðu í verði á fyrsta degi við­skipta eftir frumút­boð. Hér á landi lækk­uðu fast­eigna­fé­lögin Reit­ir, Eik , Reg­inn og Heima­vellir öll rétt eftir skrán­ingu þeirra, en lækk­unin nam 11 pró­sentum hjá Heima­völl­um.

Baldur segir að ein­hver hækkun á hluta­bréfa­verði í kjöl­far frumút­boðs sé eðli­leg, svo lengi sem hún sé í sam­ræmi við þá verð­mæta­sköpun sem fylgi sjálfri skrán­ing­unni. Mikil óvissa fylgi því að verð­leggja fyr­ir­tæki í frumút­boði og oft sé til­hneig­ing að hafa verð­matið í lægri kant­in­um, þar sem mik­il­vægt sé að laða fjár­fest­ana að. Hins vegar segir hann að eldri hlut­hafar geti setið eftir með sárt ennið ef hækk­unin er of mikil og sé því mik­il­vægt að finna ákveðið jafn­vægi í verð­mynd­un­inni.

Hægt er að lesa grein Bald­urs í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent