Með mestu verðhækkunum á fyrsta degi viðskipta frá hruni

Verðhækkun á hlutabréfum í PLAY á fyrsta viðskiptadegi félagsins á First North-markaðnum í Kauphöllinni er með því hæsta sem sést hefur frá árinu 2008.

Formleg skráning PLAY á First North markaðinn átti sér stað í dag.
Formleg skráning PLAY á First North markaðinn átti sér stað í dag.
Auglýsing

Hluta­bréfa­verð flug­fé­lags­ins PLAY er nú 23 til 37 pró­sentum hærra en útboðs­gengi þess var eftir einn dag í reglu­legum við­skiptum á First North mark­aðnum í Kaup­höll­inni. Með þess­ari verð­hækkun raðar félagið sér í röð þeirra félaga sem hafa hækkað hrað­ast í verði eftir skrán­ingu á hluta­bréfa­markað á síð­ustu þrettán árum.

Sam­kvæmt grein sem Baldur Thor­laci­us, fram­kvæmda­stjóri sölu- og við­skipta­tengsla hjá Nas­daq Iceland, skrif­aði í síð­asta hefti Vís­bend­ingar hefur hluta­bréfa­verð nýskráðra félaga í Kaup­höll­inni að með­al­tali hækkað um 8 pró­sent fyrsta dag­inn eftir frumút­boð þeirra. Fyrir dag­inn í dag var hækk­unin mest hjá TM, en eftir frumút­boð félags­ins árið 2013 hækk­aði hluta­bréfa­verð þess um 33 pró­sent.

Næst­mesta hækk­unin átti sér stað hjá Íslands­banka, en líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um hækk­aði verð félags­ins um fimmt­ung eftir fyrsta dag­inn í reglu­legum við­skipt­um. Verð­hækk­unin var einnig tölu­verð í kjöl­far frumút­boðs Arion banka og Haga, en þar nam hún 18 pró­sentum á fyrsta degi við­skipta.

Auglýsing

Útboðs­gengið hjá PLAY nam 20 krónum á hlut fyrir til­boð yfir 20 millj­ónum króna og 18 krónum á hlut fyrir til­boð undir 20 millj­ón­um. Dagsloka­gengi PLAY er nú í 24,6 krónum á hlut, sem þýðir að ávöxtun þeirra sem fjár­festu á undir 20 millj­ónum í félag­inu nemur heilum 37 pró­sent­um.

Alls námu við­skipti með bréf í PLAY 794,3 millj­ónum króna og var veltan lang­mest af öllum félögum sem skráð eru í Kaup­höll­inni. Næst­mesta veltan var með bréfum í Íslands­banka, en hún nam 389,8 millj­ónum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent