Hlutdeild óverðtryggðra íbúðalána nálgast helming

Útistandandi húsnæðislán heimila voru 2.092 milljarðar í fyrra og jukust um 12,8 prósent milli ára sem er mesta aukning árið 2014. Sterkur seljendamarkaður fasteigna á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hafa fleiri íbúðir selst yfir ásettu verði og nú.

Hlutfall íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust yfir ásettu verði í maí var 32,7 prósent. Fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 42,7 prósent.
Hlutfall íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust yfir ásettu verði í maí var 32,7 prósent. Fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 42,7 prósent.
Auglýsing

Hrein ný útlán bank­anna til hús­næð­is­kaupa, það er útlán að frá­dregnum upp­greiðsl­um, á síð­ustu tólf mán­uðum námu 393 millj­örðum króna. Það er um þre­földun miðað við síð­ustu tólf mán­uði þar á undan en þá námu hrein ný útlán bank­anna 125 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um hús­næð­is­mark­að­inn.

Að því er fram kemur í skýrsl­unni hefur hlut­deild óverð­tryggðra lána vaxið gríð­ar­lega hratt und­an­farið ár. Í lok maí síð­ast­lið­ins voru óverð­tryggð lán um 47,4 pró­sent af útistandan­andi lánum en hlut­fallið var 46 pró­sent mán­uði fyrr. Í maí á síð­asta ári var hlut­deild óverð­tryggða lána tæp­lega 30 pró­sent.

Hrein ný útlán líf­eyr­is­sjóða nei­kvæð

Í skýrsl­unni segir að hrein ný útlán bank­anna hafi auk­ist hratt á und­an­förnum miss­er­um. Í maí námu hrein ný útlán bank­anna 33,6 millj­örðum króna sem er svipað og hefur verið allra síð­ustu mán­uði. Til sam­an­burðar voru hrein ný útlán bank­anna í fyrsta skipti frá upp­hafi mæl­inga yfir 14 millj­örðum króna í maí í fyrra.

Auglýsing

Þessu er öfugt farið hjá líf­eyr­is­sjóð­unum en hrein ný útlán þeirra hafa verið nei­kvæð frá því í júní í fyrra. Í maí síð­ast­liðnum voru þau nei­kvæð um 6,2 millj­arða króna en upp­safnað fyrir síð­ustu tólf mán­uði hafa þau verið nei­kvæð um 59 millj­arða króna.

Útistand­andi íbúða­lán heim­il­anna voru 2.092 millj­arðar króna í lok maí og juk­ust um 12,8 pró­sent á milli ára. Það er mesta tólf mán­aða aukn­ing hús­næð­is­lána síðan að minnsta kosti 2014.

Fjórð­ungur útlána á þessu ári á föstum vöxtum

Fólk sækir í meira mæli í óverð­tryggð lán með föstum vöxtum sam­kvæmt skýrslu HMS. Það sem af er ári hefur fjórð­ungur af hreinum nýjum óverð­tryggðum útlánum bank­anna verið með föstum vöxtum en hlut­deild þeirra var að jafn­aði um 13 pró­sent í fyrra. „Þetta er ef til vill til marks um að íbúða­kaup­endur vænti hækk­andi vaxta á kom­andi miss­erum,“ segir í skýrslu HMS.

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um þá hefur starfs­fólk stóru bank­anna þriggja, Arion banka, Lands­bank­ans og Íslands­banka, fundið fyrir auknum áhuga almenn­ings fyrir óverð­tryggðum lánum með föstum vöxt­um. Það er ekki síst vegna stýri­vaxta­hækk­unar Seðla­bank­ans í vor auk þess sem Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri mælti nýverið með því í hlað­varps­þætti Snorra Björns­sonar að fólk festi vexti á hús­næð­is­lánum sín­um.

Aldrei fleiri íbúðir selst yfir ásettu verði

Meðal þess sem einnig er fjallað um í mán­að­ar­skýrsl­unni er við­var­andi eft­ir­spurn­ar­þrýst­ingur á fast­eigna­mark­aði. „Mikil eft­ir­spurn mælist nú eftir hús­næði og hefur það sett mark sitt á helstu hag­vísa á fast­eigna­mark­aði. Hækk­anir á fast­eigna­verði eru áfram meiri en sem nemur aukn­ingu kaup­máttar und­an­gengna mán­uð­i.“

Til marks um eft­ir­spurn­ina hefur sölu­tími íbúða styst og er nú að jafn­aði 38 dagar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, miðað við með­al­tal síð­ustu þriggja mán­aða, en 78 dagar á lands­byggð­inni. Því sé sterkur selj­enda­mark­aður þessi miss­erin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Talað er um að ef með­al­sölu­tími fast­eigna er styttri en 3 mán­uðir sé það merki um selj­enda­markað en þegar hann er 6 mán­uðir eða meira er talað um kaup­enda­mark­að. Þessar tölur benda því til þess að nú sé sterkur selj­enda­mark­aður á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Til marks um þennan sterka selj­enda­markað þá hefur hlut­fall íbúða sem selst yfir ásettu verði aldrei verið jafn hátt. Á land­inu öllu seld­ust 32 pró­sent íbúða yfir ásettu verði en hæst var hlut­fallið fyrir sér­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 42,7 pró­sent slíkra eigna seld­ust yfir ásettu verði. Hlut­fallið var aftur á móti 32,7 pró­sent fyrir fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Á lands­byggð­inni voru sömu tölur 8% og 17%, fyrir fjöl­býli ann­ars vegar og sér­býli hins veg­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent