Stafrænu COVID-vottorðin eru að „virka mjög vel“

Þrjátíu ríki eiga aðild að evrópska, stafræna COVID-vottorðinu sem auðvelda á frjálsa för fólks yfir landamæri. Það er þó ekki ferðapassi, minnir sviðstjóri hjá landlækni á og að ferðamenn þurfi enn að hlíta takmörkunum á áfangastað.

QR-kóðinn í stafræna COVID-vottorðinu er þarfaþing á ferðalögum.
QR-kóðinn í stafræna COVID-vottorðinu er þarfaþing á ferðalögum.
Auglýsing

Vel yfir 50 þús­und evr­ópsk staf­ræn COVID-vott­orð hafa verið gefin út hér á landi, bæði til íslenskra rík­is­borg­ara og erlendra ferða­manna sem hér hafa við­dvöl. Reglu­gerð um staf­ræn COVID-19 vott­orð tók gildi hér á landi 1. júlí en þau gilda í þrjá­tíu lönd­um; öllum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins auk Íslands, Nor­egs, Liect­hen­stein og Sviss. Mark­mið er að auka frjálsa för fólks milli ríkja og auka öryggi ein­stak­linga meðan á COVID-19 far­aldr­inum stend­ur.

Auglýsing

Reglu­gerðin setur ramma um útgáfu, sann­prófun og við­ur­kenn­ingu á sam­bæri­legum vott­orðum um bólu­setn­ingu, próf og bata til að auð­velda frjálsa för á meðan COVID-19 heims­far­ald­ur­inn stendur yfir. Staf­ræn COVID-19 vott­orð inni­halda upp­lýs­ingar um bólu­setn­ingar gegn COVID-19, nið­ur­stöður úr PCR-skimun­um, hafi þær verið nei­kvæð­ar, og bata, hafi við­kom­andi sýkst.

eHealth Network hjá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur staðið fyrir sam­vinnu Evr­ópu­ríkja um sam­ræmd staf­ræn COVID-vott­orð með und­ir­rit­uðum QR-kóða. Vott­orðin eru kölluð EU DCC-vott­orð (EU Digitial COVID Certificate) eða evr­ópskt staf­rænt COVID-vott­orð á íslensku.

Vinnu­heiti var „Digi­tal Green Certificate“ – „sta­f­ræn grænt vott­orð“ eða „græni passinn“– en Evr­ópu­sam­bandið valdi að end­ingu að kalla það ekki „græna“ vott­orðið heldur ein­fald­lega „COVID vott­orð­ið“.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að staf­rænu COVID-vott­orðin eru ekki ferða­passi, segir Ingi Steinn Inga­son, sviðs­stjóri hjá land­lækni sem leiðir upp­bygg­ingu evr­ópsku staf­rænu COVID-vott­orð­anna fyrir emb­ætt­ið, í sam­starfi við sótt­varn­ar­lækni og ráðu­neyt­in. „Vott­orðin sem slík gefa ekki rétt­indi, þau stað­festa bara bólu­setn­ingu, nei­kvæða nið­ur­stöðu prófs eða fyrri sýk­ingu. Far­þegar þurfa í flestum til­vikum að hlíta tak­mörk­unum í komu­landi, en þær tak­mark­anir eru tölu­vert breyti­legar í Evr­ópu­lönd­um.“

Hann segir notkun á vott­urð­unum vera „framar von­um“ og að mjög lítið sé um vand­kvæði við útgáfu þeirra og sann­próf­un. „Sem sagt; þau virka mjög vel.“

Ingi Steinn segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hingað til hafi um 10 pró­sent allra flug­far­þega frá Evr­ópu sem hingað hafa komið fram­vísað hinu evr­ópska staf­ræna COVID-vott­orði. QR-kóð­inn er les­inn við landa­mærin og sann­próf­aður með því að stað­festa rétta und­ir­skrift. „Við erum búin að gefa út meira en 30.000 bólu­setn­ing­ar­vott­orð með QR-kóð­anum og meira en 20.000 próf-vott­orð.“

Hann segir allar þjóð­irnar 30 taka vott­orðin gild og að eitt af lyk­il­at­rið­unum í því sam­bandi séu reglu­gerðir frá Evr­ópu­þing­inu sem hafi verið inn­leiddar í þeim öllum til að tryggja per­sónu­vernd og laga­legar for­sendur vott­orð­anna.

Hægt er að nálg­ast staf­rænt COVID-19 vott­orð á heilsu­ver­a.­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 25. september 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent