Stafrænu COVID-vottorðin eru að „virka mjög vel“

Þrjátíu ríki eiga aðild að evrópska, stafræna COVID-vottorðinu sem auðvelda á frjálsa för fólks yfir landamæri. Það er þó ekki ferðapassi, minnir sviðstjóri hjá landlækni á og að ferðamenn þurfi enn að hlíta takmörkunum á áfangastað.

QR-kóðinn í stafræna COVID-vottorðinu er þarfaþing á ferðalögum.
QR-kóðinn í stafræna COVID-vottorðinu er þarfaþing á ferðalögum.
Auglýsing

Vel yfir 50 þús­und evr­ópsk staf­ræn COVID-vott­orð hafa verið gefin út hér á landi, bæði til íslenskra rík­is­borg­ara og erlendra ferða­manna sem hér hafa við­dvöl. Reglu­gerð um staf­ræn COVID-19 vott­orð tók gildi hér á landi 1. júlí en þau gilda í þrjá­tíu lönd­um; öllum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins auk Íslands, Nor­egs, Liect­hen­stein og Sviss. Mark­mið er að auka frjálsa för fólks milli ríkja og auka öryggi ein­stak­linga meðan á COVID-19 far­aldr­inum stend­ur.

Auglýsing

Reglu­gerðin setur ramma um útgáfu, sann­prófun og við­ur­kenn­ingu á sam­bæri­legum vott­orðum um bólu­setn­ingu, próf og bata til að auð­velda frjálsa för á meðan COVID-19 heims­far­ald­ur­inn stendur yfir. Staf­ræn COVID-19 vott­orð inni­halda upp­lýs­ingar um bólu­setn­ingar gegn COVID-19, nið­ur­stöður úr PCR-skimun­um, hafi þær verið nei­kvæð­ar, og bata, hafi við­kom­andi sýkst.

eHealth Network hjá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur staðið fyrir sam­vinnu Evr­ópu­ríkja um sam­ræmd staf­ræn COVID-vott­orð með und­ir­rit­uðum QR-kóða. Vott­orðin eru kölluð EU DCC-vott­orð (EU Digitial COVID Certificate) eða evr­ópskt staf­rænt COVID-vott­orð á íslensku.

Vinnu­heiti var „Digi­tal Green Certificate“ – „sta­f­ræn grænt vott­orð“ eða „græni passinn“– en Evr­ópu­sam­bandið valdi að end­ingu að kalla það ekki „græna“ vott­orðið heldur ein­fald­lega „COVID vott­orð­ið“.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að staf­rænu COVID-vott­orðin eru ekki ferða­passi, segir Ingi Steinn Inga­son, sviðs­stjóri hjá land­lækni sem leiðir upp­bygg­ingu evr­ópsku staf­rænu COVID-vott­orð­anna fyrir emb­ætt­ið, í sam­starfi við sótt­varn­ar­lækni og ráðu­neyt­in. „Vott­orðin sem slík gefa ekki rétt­indi, þau stað­festa bara bólu­setn­ingu, nei­kvæða nið­ur­stöðu prófs eða fyrri sýk­ingu. Far­þegar þurfa í flestum til­vikum að hlíta tak­mörk­unum í komu­landi, en þær tak­mark­anir eru tölu­vert breyti­legar í Evr­ópu­lönd­um.“

Hann segir notkun á vott­urð­unum vera „framar von­um“ og að mjög lítið sé um vand­kvæði við útgáfu þeirra og sann­próf­un. „Sem sagt; þau virka mjög vel.“

Ingi Steinn segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hingað til hafi um 10 pró­sent allra flug­far­þega frá Evr­ópu sem hingað hafa komið fram­vísað hinu evr­ópska staf­ræna COVID-vott­orði. QR-kóð­inn er les­inn við landa­mærin og sann­próf­aður með því að stað­festa rétta und­ir­skrift. „Við erum búin að gefa út meira en 30.000 bólu­setn­ing­ar­vott­orð með QR-kóð­anum og meira en 20.000 próf-vott­orð.“

Hann segir allar þjóð­irnar 30 taka vott­orðin gild og að eitt af lyk­il­at­rið­unum í því sam­bandi séu reglu­gerðir frá Evr­ópu­þing­inu sem hafi verið inn­leiddar í þeim öllum til að tryggja per­sónu­vernd og laga­legar for­sendur vott­orð­anna.

Hægt er að nálg­ast staf­rænt COVID-19 vott­orð á heilsu­ver­a.­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent