Segir hagsmuni þeirra sem mest eiga ráða miklu hér á landi

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að ekki dugi einungis að setja á laggir eftirlitsstofnanir – það þurfi einnig að styðja við þær. Stjórnvöld þurfi að passa upp á að þessi eftirlit hafi stuðning stjórnvalda til þess að gera það sem til sé ætlast.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniserfitlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniserfitlitsins.
Auglýsing

Páll Gunnar Páls­son for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að það að leyfa stórum fyr­ir­tækj­um, eða fyr­ir­tækjum sem vilja starfa sam­an, að gera hvað sem er geri það að verkum að þau fyr­ir­tæki kom­ist í aðstöðu til þess að skapa eig­endum sínum auð á kostnað við­skipta­vina sinna.

Þetta kemur fram í ítar­legu við­tali við Pál Gunnar í nýjasta tölu­blaði Stund­ar­innar sem kom út í dag.

Hann segir jafn­framt að sam­keppn­is­reglur séu sér­stak­lega mik­il­vægar fyrir lítið land eins og Ísland, þvert á það sem opin­ber umræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi verið talað niður af þeim sömu og semja regl­urnar sem eiga að gilda.

Auglýsing

Fyr­ir­tæki hafa auð­vitað sinn rétt

Fram kom í fjöl­miðlum um miðjan júní síð­ast­lið­inn að Eim­skip hefði gert sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um greiðslu 1,5 millj­arða króna stjórn­valds­sektar vegna alvar­legra brota gegn sam­keppn­is­lögum og EES-­samn­ingum sem framin voru í sam­ráði við Sam­skip, aðal­lega á árunum 2008 til 2013. Sektin er sú stærsta sem nokk­urt fyr­ir­tæki á Íslandi hefur greitt vegna sam­keppn­islaga­brota.

Páll segir við Stund­ina að gagn­rýnin vegna sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa sem og ann­ars máls, sam­keppn­islaga­brota Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, sé birt­ing­ar­mynd við­horfs til eft­ir­lits á Íslandi sem þó sé ekki ríkj­andi.

„Auð­vitað er það bara réttur fyr­ir­tækja að láta reyna á rétt sinn. Við erum með áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála, fyr­ir­tæki geta bæði meðan á máls­með­ferð stendur og líka þegar ákvörðun hefur verið tek­in, borið nið­ur­stöð­una og máls­með­ferð­ina undir áfrýj­un­ar­nefnd eða líka farið með hana fyrir dóm­stóla og fengið fulln­aðar úrlausn. Þetta er bara eðli­legur partur af kerf­inu og gerir það að verkum að sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf að standa skil á öllum sínum gjörð­um. Það er ekk­ert undan því að kvarta að fyr­ir­tæki bregð­ist við með þessum hætt­i,“ segir hann og bætir því við að það sé hins vegar umhugs­un­ar­vert þegar fyr­ir­tæki fari í bar­áttu á vett­vangi hags­muna­sam­taka og nýti sín hags­muna­sam­tök í sínu máli. „Þá ertu kom­inn út fyrir þennan ramma sem lög skipa en er auð­vitað bara eitt­hvað sem er í sjálfs­vald fyr­ir­tækja sett.“

Umræða um heil­brigði eft­ir­lits á vett­vangi stjórn­mála mjög mik­il­væg

„Ef þú ert með sterkar reglur og þú ert með stjórn­völd sem horfa til allra hags­muna, ekki bara hags­muna þessa hóps, heldur ekki síður til almanna­hags­muna og þú ert með eft­ir­lit með regl­unum sem dugir, þá er svarið við því nei. Ef að þú ert hins vegar ekki með þetta þá er svarið já, eðli máls­ins sam­kvæmt, því þá ertu ekki lengur með sam­fé­lags­sátt­mála um jöfn­uð. Þú þarft að vera með leik­regl­urnar á hreinu og stjórn­völd þurfa að horfa til allra hags­muna. Ef það er gert þá þarftu ekki að hafa eins miklar áhyggjur af þessu jafn­væg­i.“

Þetta segir hann þegar hann er spurður hvort orð­inn sé til hópur fólks sem hafi of mikið og of mikla hags­muni sem stang­ist á við heild­ar­hags­muni sam­fé­lags­ins.

Hann seg­ist hafa áhyggjur af þessu jafn­vægi í íslensku sam­fé­lagi. „Já, ég hef það. Þetta er alltaf spurn­ing um vilja okkar sem sam­fé­lags til að setja skýrar reglur og tala fyrir þeim og fylgja þeim eft­ir. Það dugir ekki bara að setja eft­ir­lits­stofn­anir til verka, það þarf líka að styðja við þær. Stjórn­völd þurfa að passa upp á að þessi eft­ir­lit hafi stuðn­ing stjórn­valda til þess að gera það sem til er ætl­ast. Það má ekki bara hleypa af stokk­unum ein­hverri eft­ir­lits­stofnun og síðan fara að tala gegn henni dag­inn eft­ir. Það auð­vitað gengur ekki. Að sama skapi er umræða um heil­brigði eft­ir­lits sem á sér stað vett­vangi stjórn­mála mjög mik­il­væg.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef Stund­ar­innar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent