Hvetja Bandaríkjastjórn til að fella niður ákæru á hendur Assange

Hópur íslenskra þingmanna úr fimm flokkum hefur tekið sig saman og afhent bandaríska sendiráðinu á Íslandi yfirlýsingu þar sem þingmennirnir hvetja stjórnvöld þar í landi til að fella niður ákæru á hendur stofnanda Wikileaks Julian Assange.

Tíu íslenskri þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi  yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Julian Assange.
Tíu íslenskri þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Julian Assange.
Auglýsing

Þverpólitískur hópur tíu íslenskra þingmanna hefur sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Samkvæmt þingmannahópnum gæti hann, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín en honum hefur nú verið haldið í öryggisfangelsi í Bretlandi í yfir tvö ár.

Að hópnum standa Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Andri Thorsson, þingmenn Samfylkingarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Pírata, Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson, þingmenn Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Auglýsing

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks skoraði á íslenska þingmenn fyrir viku síðan að láta í sér heyra varðandi mál Assange en þingmenn víðsvegar að úr heiminum hafa látið sig málið varða og mótmælt fangelsun hans. Síðan þá hefur hæstiréttur í London veitt Bandaríkjastjórn leyfi til að áfrýja að hluta til þeim dómi sem féll þann 4. janúar síðastliðinn að Assange skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna vegna heilsufarsástæðna.

Julian Assange hefur dúsaði í öryggisfangelsi í Bretlandi í yfir tvö ár.

Yfirlýsing íslensku þingmannanna:

Við, undirritaðir, þingmenn á Íslandi af öllu pólitíska litrófinu, hvetjum Bandaríkjastjórn til að falla frá ákæru á hendur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og draga til baka framsalsbeiðni gegn honum í Bretlandi.

Ákærurnar um „njósnir“ á hendur Assange eru tilraun til að glæpavæða rannsóknarblaðamennsku og skapar það hættulegt fordæmi gegn fjölmiðlafrelsi um heim allan.

Sérstakur framsögumaður Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, Nils Melzer, hefur sagt að Assange hafi verið „afmennskaður með einangrun, háði og skömm“ og sviptur grundvallarmannréttindum sínum. Það sé refsingin fyrir að afhjúpa stríðsglæpi og pyntingar sem framdar voru af bandarísku herliði í Írakstríðinu.

Nýlegar uppljóstranir, þar sem lykilvitni í málinu viðurkennir að hafa skáldað ásakanir á hendur Assange, ættu að marka endalok árása á margverðlaunaðan blaðamann. Við hvetjum leiðtoga, ríkisstjórnir og þingmenn um heim allan til að hefja upp raust sína og styðja við fjölmiðlafrelsi, réttarríkið og rétt almennings til þekkingar.

Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingin

Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingin

Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri græn

Halldóra Mogensen, Píratar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar

Björn Leví Gunnarsson, Píratar

Andrés Ingi Jónsson, Píratar

Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn

Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn

Inga Sæland, Flokkur fólksins

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent