Áhuginn á að festa vexti íbúðalána eykst

Seðlabankastjóri mælti nýlega með því að fólk myndi festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa undanfarið orðið varir við aukinn áhuga almennings á því að festa vextina.

Bankarnir
Auglýsing

Almenn­ingur sýnir því auk­inn áhuga að festa vexti óverð­tryggðra hús­næð­is­lána eftir að vextir Seðla­bank­ans juk­ust í vor og umræðu þar sem seðla­banka­stjóri mælti með því að festa vexti. Þetta kemur fram í svörum þriggja stærstu bank­anna, Arion banka, Lands­bank­ans og Íslands­banka.

Engar reglur eru hjá Seðla­bank­anum varð­andi form­legar ráð­legg­ingar til almenn­ings.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á bank­ana þrjá og spurði hvort starfs­fólk þeirra hefði orðið vart við aukn­ingu á umsóknum um að festa vexti í fram­haldi af ráð­legg­ingum seðla­banka­stjóra.

Auglýsing

Í svari Arion banka kemur fram að í hvert sinn sem umræðan um fasta vexti fer á flug verði þau vör við slíka aukn­ingu og sé það engin und­an­tekn­ing í þetta sinn. „Við gefum ekki upp nákvæm­lega hversu mikil sú aukn­ing hefur ver­ið,“ segir í svar­inu.

Sam­kvæmt Lands­bank­anum hefur orðið aukn­ing á beiðnum um að festa vexti íbúða­lána. „En áhug­inn jókst þegar Seðla­bank­inn til­kynnti um stýri­vaxta­hækkun þann 19. maí.“

Íslands­banki hefur ekki upp­lýs­ingar á reiðum höndum um nákvæma töl­fræði en segir að nokkur aukn­ing hafi orðið á fyr­ir­spurnum um fasta vexti almennt að und­an­förnu. Tölur um umsóknir um að festa vexti fást ekki fyrr en við birt­ingu upp­gjörs ann­ars árs­fjórð­ungs þann 28. júlí næst­kom­andi.

Verð­bólgan reynd­ist meiri og þrá­lát­ari en áður var spáð

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands hækk­uðu um 0,25 pró­sentu­stig í maí síð­ast­liðnum og urðu 1 pró­sent. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 2018 sem pen­inga­stefnu­nefnd ákvað að hækka vexti. Síðan þá hafa þeir ýmist lækkað eða staðið í stað, úr 4,5 pró­sentum niður í 0,75 pró­sent.

Í til­kynn­ingu bank­ans frá 19. maí kom fram að efna­hags­horfur hefðu batnað frá fyrri spám og vægi þar þyngst vís­bend­ingar um meiri bata inn­lendrar eft­ir­spurn­ar. „At­vinnu­leysi hefur hjaðnað þótt það sé enn mik­ið. Slak­inn í þjóð­ar­bú­skapnum virð­ist því vera minni og útlit er fyrir að hann hverfi fyrr en áður var talið.“

Hins vegar hefði verð­bólga reynst meiri og þrá­lát­ari en áður var spáð, meðal ann­ars vegna fram­boðs­trufl­ana í heims­hag­kerf­inu í kjö­far far­sótt­ar­inn­ar, en alþjóð­legt olíu- og hrá­vöru­verð hefði einnig hækkað mikið und­an­far­ið.

Nefndin nefndi einnig áhrif geng­is­lækk­unar krón­unnar í fyrra á verð­vísi­töl­una, sem og miklar hækk­anir launa og hús­næð­is­verðs. Því væri nauð­syn­legt að hækka vexti bank­ans til þess að tryggja kjöl­festu verð­bólgu­vænt­inga í verð­bólgu­mark­mið­inu.

„Ef ég ætti að gefa fólki ráð þá væri það að festa vexti“

Athygli vakti í byrjun júlí þegar Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri mælti með því í hlað­varps­þætti Snorra Björns­sonar að fólk festi vexti á hús­næð­is­lánum sín­um.

Hann sagði í við­tal­inu að það hefði komið honum á óvart að ekki fleiri væru að festa vexti. „Mögu­lega ætti ég að vera skýr­ari um það að ég mæli með að fólk fest­i,“ sagði hann. „Ef ég ætti að gefa fólki ráð þá væri það að festa vexti. Ég sjálfur geri mér ekki nákvæm­lega grein fyrir hvað er að fara að ger­ast í kerf­inu. Það er svo margt sem getur gerst. Ég bara veit það að við nátt­úr­lega hljótum að þurfa að hækka vext­ina. Vext­irnir voru óvenju­lega lágir út af þessum far­aldri.“

Ásgeir Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

Ásgeir benti á að ákveðið öryggi feng­ist með bind­ingu vaxta. „Þá veistu hvað þú þarft að borga nokkurn veg­inn í þrjú eða fimm ár, eftir því hvernig það er. Ef fólk vill fá öryggi þá er betra að festa vexti, en svo hefur fólk líka val um breyti­lega vexti en þeir munu að ein­hverju leyti elta vexti Seðla­bank­ans.“

Kjarn­inn sendi jafn­framt fyr­ir­spurn á Seðla­bank­ann og spurði hvort ein­hverjar reglur væru hjá bank­anum varð­andi form­legar ráð­legg­ingar frá honum eða seðla­banka­stjóra til fólks um hvernig hús­næð­is­lán sé best að taka. Svarið við spurn­ing­unni var ein­falt: „Nei.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent