Áhuginn á að festa vexti íbúðalána eykst

Seðlabankastjóri mælti nýlega með því að fólk myndi festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa undanfarið orðið varir við aukinn áhuga almennings á því að festa vextina.

Bankarnir
Auglýsing

Almenn­ingur sýnir því auk­inn áhuga að festa vexti óverð­tryggðra hús­næð­is­lána eftir að vextir Seðla­bank­ans juk­ust í vor og umræðu þar sem seðla­banka­stjóri mælti með því að festa vexti. Þetta kemur fram í svörum þriggja stærstu bank­anna, Arion banka, Lands­bank­ans og Íslands­banka.

Engar reglur eru hjá Seðla­bank­anum varð­andi form­legar ráð­legg­ingar til almenn­ings.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á bank­ana þrjá og spurði hvort starfs­fólk þeirra hefði orðið vart við aukn­ingu á umsóknum um að festa vexti í fram­haldi af ráð­legg­ingum seðla­banka­stjóra.

Auglýsing

Í svari Arion banka kemur fram að í hvert sinn sem umræðan um fasta vexti fer á flug verði þau vör við slíka aukn­ingu og sé það engin und­an­tekn­ing í þetta sinn. „Við gefum ekki upp nákvæm­lega hversu mikil sú aukn­ing hefur ver­ið,“ segir í svar­inu.

Sam­kvæmt Lands­bank­anum hefur orðið aukn­ing á beiðnum um að festa vexti íbúða­lána. „En áhug­inn jókst þegar Seðla­bank­inn til­kynnti um stýri­vaxta­hækkun þann 19. maí.“

Íslands­banki hefur ekki upp­lýs­ingar á reiðum höndum um nákvæma töl­fræði en segir að nokkur aukn­ing hafi orðið á fyr­ir­spurnum um fasta vexti almennt að und­an­förnu. Tölur um umsóknir um að festa vexti fást ekki fyrr en við birt­ingu upp­gjörs ann­ars árs­fjórð­ungs þann 28. júlí næst­kom­andi.

Verð­bólgan reynd­ist meiri og þrá­lát­ari en áður var spáð

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands hækk­uðu um 0,25 pró­sentu­stig í maí síð­ast­liðnum og urðu 1 pró­sent. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 2018 sem pen­inga­stefnu­nefnd ákvað að hækka vexti. Síðan þá hafa þeir ýmist lækkað eða staðið í stað, úr 4,5 pró­sentum niður í 0,75 pró­sent.

Í til­kynn­ingu bank­ans frá 19. maí kom fram að efna­hags­horfur hefðu batnað frá fyrri spám og vægi þar þyngst vís­bend­ingar um meiri bata inn­lendrar eft­ir­spurn­ar. „At­vinnu­leysi hefur hjaðnað þótt það sé enn mik­ið. Slak­inn í þjóð­ar­bú­skapnum virð­ist því vera minni og útlit er fyrir að hann hverfi fyrr en áður var talið.“

Hins vegar hefði verð­bólga reynst meiri og þrá­lát­ari en áður var spáð, meðal ann­ars vegna fram­boðs­trufl­ana í heims­hag­kerf­inu í kjö­far far­sótt­ar­inn­ar, en alþjóð­legt olíu- og hrá­vöru­verð hefði einnig hækkað mikið und­an­far­ið.

Nefndin nefndi einnig áhrif geng­is­lækk­unar krón­unnar í fyrra á verð­vísi­töl­una, sem og miklar hækk­anir launa og hús­næð­is­verðs. Því væri nauð­syn­legt að hækka vexti bank­ans til þess að tryggja kjöl­festu verð­bólgu­vænt­inga í verð­bólgu­mark­mið­inu.

„Ef ég ætti að gefa fólki ráð þá væri það að festa vexti“

Athygli vakti í byrjun júlí þegar Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri mælti með því í hlað­varps­þætti Snorra Björns­sonar að fólk festi vexti á hús­næð­is­lánum sín­um.

Hann sagði í við­tal­inu að það hefði komið honum á óvart að ekki fleiri væru að festa vexti. „Mögu­lega ætti ég að vera skýr­ari um það að ég mæli með að fólk fest­i,“ sagði hann. „Ef ég ætti að gefa fólki ráð þá væri það að festa vexti. Ég sjálfur geri mér ekki nákvæm­lega grein fyrir hvað er að fara að ger­ast í kerf­inu. Það er svo margt sem getur gerst. Ég bara veit það að við nátt­úr­lega hljótum að þurfa að hækka vext­ina. Vext­irnir voru óvenju­lega lágir út af þessum far­aldri.“

Ásgeir Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

Ásgeir benti á að ákveðið öryggi feng­ist með bind­ingu vaxta. „Þá veistu hvað þú þarft að borga nokkurn veg­inn í þrjú eða fimm ár, eftir því hvernig það er. Ef fólk vill fá öryggi þá er betra að festa vexti, en svo hefur fólk líka val um breyti­lega vexti en þeir munu að ein­hverju leyti elta vexti Seðla­bank­ans.“

Kjarn­inn sendi jafn­framt fyr­ir­spurn á Seðla­bank­ann og spurði hvort ein­hverjar reglur væru hjá bank­anum varð­andi form­legar ráð­legg­ingar frá honum eða seðla­banka­stjóra til fólks um hvernig hús­næð­is­lán sé best að taka. Svarið við spurn­ing­unni var ein­falt: „Nei.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent