Gistinóttum útlendinga fjölgar en Íslendinga fækkar á milli ára

Seldar gistinætur til útlendinga í júní sjöfölduðust á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fjöldi gistinátta þeirra er þó innan við þriðjungur gistinátta í sama mánuði 2019. Íslendingar keyptu færri gistinætur í júní í ár en í fyrra.

Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar voru gistinætur útlendinga í júní 109 þúsund. Þær voru 15 þúsund í sama mánuði í fyrra.
Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar voru gistinætur útlendinga í júní 109 þúsund. Þær voru 15 þúsund í sama mánuði í fyrra.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands áætlar að seldar gistinætur í júní hafi verið rétt tæp­lega 158 þús­und. Borið saman við sama mánuð í nemur aukn­ing seldra gitt­anátta tæp­lega 75 pró­sentum en í júní 2020 voru 90.500 gistinætur seld­ar. Þrátt fyrir mikla aukn­ingu eiga gisti­staðir enn langt í land með að ná tölum sam­bæri­legum þeim sem tíðk­uð­ust fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, í júní 2019 voru seldar gistinætur 420.300.

Tölur Hag­stof­unnar fyrir nýlið­inn júní­mánuð eru bráða­birgða­tölur sem byggja á fyrstu skilum og er 95 pró­sent örygg­is­mörk fyrir matið 145.900 til 169.900 gistinæt­ur. Bráða­birgða­tölur fyrir maí voru lægri heldur en raunin varð en gert var ráð fyrir að gistinætur í maí hefðu verið um 90 þús­und (95 pró­sent örygg­is­mörk 82.100 til 98 þús­und). End­an­legur fjöldi hót­elgistin­átta reynd­ist hins vegar vera 102.800 í maí síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Sjöföldun á gistin­óttum útlend­inga milli ára

Miðað við þessar bráða­birgða­tölur er áætlað að gistinætur Íslend­inga á hót­elum hafi verið rétt rúm­lega 49 þús­und (95 pró­sent örygg­is­mörk 41.500 til 56.900) í júní síð­ast­liðn­um. Gistin­óttum Íslend­inga hefur þar af leið­andi fækkað um hátt í 35 pró­sent á milli ára en í júní í fyrra far fjöldi seldra gistin­átta til Íslend­inga tæp­lega 75 þús­und.

Gistinætur til útlend­inga hafa aftur á móti um það bil sjö­fald­ast. Í júní í fyrra voru þær rétt rúm­lega 15 þús­und en í bráða­birgða­tölum fyrir nýlið­inn júní­mánuð eru gistinætur útlend­inga tæp­lega 109 þús­und (95 pró­sent örygg­is­mörk 98.300 til 119.100). Líkt og áður segir eru þessar tölur ekki svipur hjá sjón sam­an­borið við tölur fyrir gistinætur fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. Í júní 2019 var fjöldi gistin­átta útlend­inga rúm­lega 382 þús­und.

Sam­kvæmt sömu áætlun var rúma­nýt­ing í júní um 28,6 pró­sent (95 örygg­is­mörk 26,4 pró­sent til 30,8 pró­sent. Nýt­ingin var 17,1 pró­sent í júní í fyrra en í sama mán­uði árið 2019.

Ferða­mönnum fer hægt og rólega fjölg­andi

Aukn­ingin í seldum gistin­óttum til erlendra ferða­manna er til marks um þá aukn­ingu sem orðið hefur á komum erlendra ferða­manna til lands­ins á síð­ustu vik­um. Umsvifin hafa því eðli máls­ins sam­kvæmt auk­ist á Kefla­vík­ur­flug­velli en í vik­unni greindi Isa­via frá því á vef sínum að í fyrsta skipti í rúma 15 mán­uði hefði fjöldi far­þega sem fór um flug­völl­inn farið yfir tíu þús­und á einum degi. Það hafði ekki gerst síðan 13. mars 2020 en degi síðar settu banda­rísk yfir­völd ferða­bann til Banda­ríkj­anna vegna COVID-19 og fækk­aði far­þegum um flug­völl­inn hratt í kjöl­far­ið.

Isa­via sagði einnig frá því í síð­ari hluta júní að brott­farir Icelandair í einni og sömu vik­unni hefðu verið yfir 100 tals­ins. Það var í fyrsta sinn síðan í mars í fyrra sem brott­farir félags­ins voru svo margar í einni og sömu vik­unni.

Félagið birti flutn­inga­tölur sínar fyrir júní í gær en þar kom fram að fjöldi far­þega í milli­landa­flugi þre­fald­að­ist á milli maí og júní og voru alls 72 þús­und í mán­uð­inum sam­an­borið við 22 þús­und í maí. Þá var aukn­ingin á milli ára enn meiri en í júní í fyrra flutti félagið rúm­lega 18 þús­und far­þega í milli­landa­flugi. Líkt og með sölu hót­elgist­ingar eru tölur flug­fé­lags­ins fyrir nýlið­inn júní í engu sam­ræmi við það sem var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. Í júní árið 2019 flutti flug­fé­lagið rúm­lega 550 þús­und far­þega í milli­landa­flugi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent