Gistinóttum útlendinga fjölgar en Íslendinga fækkar á milli ára

Seldar gistinætur til útlendinga í júní sjöfölduðust á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fjöldi gistinátta þeirra er þó innan við þriðjungur gistinátta í sama mánuði 2019. Íslendingar keyptu færri gistinætur í júní í ár en í fyrra.

Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar voru gistinætur útlendinga í júní 109 þúsund. Þær voru 15 þúsund í sama mánuði í fyrra.
Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar voru gistinætur útlendinga í júní 109 þúsund. Þær voru 15 þúsund í sama mánuði í fyrra.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands áætlar að seldar gistinætur í júní hafi verið rétt tæp­lega 158 þús­und. Borið saman við sama mánuð í nemur aukn­ing seldra gitt­anátta tæp­lega 75 pró­sentum en í júní 2020 voru 90.500 gistinætur seld­ar. Þrátt fyrir mikla aukn­ingu eiga gisti­staðir enn langt í land með að ná tölum sam­bæri­legum þeim sem tíðk­uð­ust fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, í júní 2019 voru seldar gistinætur 420.300.

Tölur Hag­stof­unnar fyrir nýlið­inn júní­mánuð eru bráða­birgða­tölur sem byggja á fyrstu skilum og er 95 pró­sent örygg­is­mörk fyrir matið 145.900 til 169.900 gistinæt­ur. Bráða­birgða­tölur fyrir maí voru lægri heldur en raunin varð en gert var ráð fyrir að gistinætur í maí hefðu verið um 90 þús­und (95 pró­sent örygg­is­mörk 82.100 til 98 þús­und). End­an­legur fjöldi hót­elgistin­átta reynd­ist hins vegar vera 102.800 í maí síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Sjöföldun á gistin­óttum útlend­inga milli ára

Miðað við þessar bráða­birgða­tölur er áætlað að gistinætur Íslend­inga á hót­elum hafi verið rétt rúm­lega 49 þús­und (95 pró­sent örygg­is­mörk 41.500 til 56.900) í júní síð­ast­liðn­um. Gistin­óttum Íslend­inga hefur þar af leið­andi fækkað um hátt í 35 pró­sent á milli ára en í júní í fyrra far fjöldi seldra gistin­átta til Íslend­inga tæp­lega 75 þús­und.

Gistinætur til útlend­inga hafa aftur á móti um það bil sjö­fald­ast. Í júní í fyrra voru þær rétt rúm­lega 15 þús­und en í bráða­birgða­tölum fyrir nýlið­inn júní­mánuð eru gistinætur útlend­inga tæp­lega 109 þús­und (95 pró­sent örygg­is­mörk 98.300 til 119.100). Líkt og áður segir eru þessar tölur ekki svipur hjá sjón sam­an­borið við tölur fyrir gistinætur fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. Í júní 2019 var fjöldi gistin­átta útlend­inga rúm­lega 382 þús­und.

Sam­kvæmt sömu áætlun var rúma­nýt­ing í júní um 28,6 pró­sent (95 örygg­is­mörk 26,4 pró­sent til 30,8 pró­sent. Nýt­ingin var 17,1 pró­sent í júní í fyrra en í sama mán­uði árið 2019.

Ferða­mönnum fer hægt og rólega fjölg­andi

Aukn­ingin í seldum gistin­óttum til erlendra ferða­manna er til marks um þá aukn­ingu sem orðið hefur á komum erlendra ferða­manna til lands­ins á síð­ustu vik­um. Umsvifin hafa því eðli máls­ins sam­kvæmt auk­ist á Kefla­vík­ur­flug­velli en í vik­unni greindi Isa­via frá því á vef sínum að í fyrsta skipti í rúma 15 mán­uði hefði fjöldi far­þega sem fór um flug­völl­inn farið yfir tíu þús­und á einum degi. Það hafði ekki gerst síðan 13. mars 2020 en degi síðar settu banda­rísk yfir­völd ferða­bann til Banda­ríkj­anna vegna COVID-19 og fækk­aði far­þegum um flug­völl­inn hratt í kjöl­far­ið.

Isa­via sagði einnig frá því í síð­ari hluta júní að brott­farir Icelandair í einni og sömu vik­unni hefðu verið yfir 100 tals­ins. Það var í fyrsta sinn síðan í mars í fyrra sem brott­farir félags­ins voru svo margar í einni og sömu vik­unni.

Félagið birti flutn­inga­tölur sínar fyrir júní í gær en þar kom fram að fjöldi far­þega í milli­landa­flugi þre­fald­að­ist á milli maí og júní og voru alls 72 þús­und í mán­uð­inum sam­an­borið við 22 þús­und í maí. Þá var aukn­ingin á milli ára enn meiri en í júní í fyrra flutti félagið rúm­lega 18 þús­und far­þega í milli­landa­flugi. Líkt og með sölu hót­elgist­ingar eru tölur flug­fé­lags­ins fyrir nýlið­inn júní í engu sam­ræmi við það sem var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. Í júní árið 2019 flutti flug­fé­lagið rúm­lega 550 þús­und far­þega í milli­landa­flugi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent