Icelandair Group hefur tapað næstum 80 milljörðum á fjórum árum

Stærsta flugfélag landsins tapaði yfir 13 milljörðum króna á síðasta ári. Það skuldar yfir 30 milljarða króna í flugferðum sem búið er að borga fyrir en sem hafa ekki verið farnar.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Auglýsing

Icelandair Group tap­aði 13,7 millj­örðum króna á árinu 2021 miðað við gengi krónu í lok þess árs en félagið gerir upp í Banda­ríkja­döl­um. Þar af tap­aði félagið 5,1 millj­arði króna á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins. Elds­neyt­is­verð á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins var að með­al­tali tólf pró­sent hærra en á þriðja árs­fjórð­ungi og 91 pró­sent hærra en á fjórða árs­fjórð­ungi árið á undan og hafði þar af leið­andi umtals­verð áhrif á afkomu Icelandair Group. EBIT, afkoma félags­ins fyrir fjár­magns­gjöld og skatta á fjórða árs­fjórð­ungi batn­aði veru­lega milli ára og var sú besta frá árinu 2016.

Þetta kemur fram í til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna upp­­­gjörs síð­­asta árs sem birt var í gær­kvöldi.

Rekstr­ar­tap á síð­asta ári var 17,7 millj­arðar króna, en end­an­legt tap dróst saman vegna þess að aðrar tekjur voru jákvæð­ar. Þar á meðal voru sala eigna, í Iceland Tra­vel og Icelandair Hot­els, og tekju­færsla vegna reikn­aðra vaxta á vaxta­lausri frestun á greiðslu skatta.

Icelandair flutti 1,5 millj­ónir far­þega í milli­landa- og inn­an­lands­flugi á árinu 2021 og jók fram­boð í 65 pró­sent af því sem það var 2019. 

Mikið tap á síð­ustu árum

Tap Icelandair Group á árinu 2020 var 51 millj­­arður króna, árið 2019 tap­aði það 7,8 millj­­arðar króna og á árinu 2018 var tapið um 6,8 millj­­arðar króna. Því hefur sam­­stæðan tapað yfir 79 millj­­örðum króna á síð­­­ustu fjórum árum.

Auglýsing
Lausafjárstaða Icelandair Group í lok árs 2021 var 56,7 millj­arðar króna miðað við árs­loka­gengi Banda­ríkja­dals. Þar af voru hand­bært fé og mark­aðs­verð­bréf upp á 34,3 millj­arðar króna. Til við­bótar hefur Icelandair Group aðgengi að lána­línum upp á 22,4 millj­arða króna. Þar af er lána­lína upp á 15,6 millj­arða króna hjá Íslands­banka og Lands­bank­anum sem íslenska ríkið ábyrgist að 90 pró­sent leyti. Ekk­ert hefur verið dregið á umræddar lána­lín­ur. 

Tvær hluta­fjár­aukn­ingar í far­aldr­inum

Icelandair Group fór tví­vegis í hluta­fjár­aukn­ingu eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Félagið safn­aði alls 23 millj­­örðum króna í útboði sem fór fram í sept­­em­ber 2020, en það hefur átt í miklum rekstr­­ar­­vanda um ára­bil sem jókst veru­­lega þegar kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn reið yfir. 

Icelandair Group gerði svo bind­andi sam­komu­lag við banda­ríska fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­inn Bain Capi­tal um að hann keypti nýtt hlutafé í flug­­­fé­lag­inu í fyrra­sum­ar. Sam­­kvæmt sam­komu­lag­inu greiddi Bain Capi­tal 8,1 millj­­arð króna og eign­að­ist fyrir vikið 16,6 pró­­sent hlut í Icelandair Group. Bain Capi­tal átti 15,7 pró­sent hlut í Icelandair Group um síð­ustu ára­mót og var lang stærsti eig­andi félags­ins.

Þrátt fyrir mik­inn tap­rekstur hefur hluta­bréfa­verð í Icelandair Group rúm­lega tvö­fald­ast frá því að hluta­bréfa­út­boðið í sept­em­ber 2020 fór fram. Hlut­hafar í árs­lok voru 15.287 og fjölg­aði um 1.779 í fyrra. 

Reikna sér tekjur af frest­uðum skatt­greiðslum

Í upp­gjöri Icelandair Group kemur fram að það hafi gefið út inn­­­eign­ir, gjafa­bréf eða flug­punkta til við­­skipta­vina sinna fyrir alls rúm­lega 259 millj­ónir dala, alls 33,7 millj­arða króna miðað við árs­loka­gengi Banda­ríkja­dals. 

Það þýðir að félagið hafi fengið greiðslu fyrir flug að þeirri upp­­hæð sem það hefur ekki getað flogið hingað til, en mun þurfa að gera til að standa við gerðar skuld­bind­ingar án þess að fá neinar nýjar tekjur á mót­i. 

Sú upp­hæð hækk­aði úr 24,4 millj­örðum króna í lok árs 2020, eða um 9,3 millj­arð króna á síð­asta ári. 

Upp­­­hæðin sem Icelandair hefur gefið út í inn­­­­­eignir sam­svarar tæp­lega 60 pró­sent af öllu lausafé félags­ins í lok síð­asta árs. 

Icelandair Group hefur líka nýtt sér úrræði stjórn­valda um að fresta skatt­greiðslum og trygg­ing­ar­gjaldi sem félagið hefur dregið af starfs­fólki. Heild­ar­upp­hæðin sem félagið hefur frestað greiðslu á er 9,3 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða 1,2 millj­arðar króna. Þessi lán vera enga vexti en Icelandair Group reiknar þann vaxta­kostnað sem félagið sparar sér til tekna upp á alls 365 millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent