Aukinn kraftur í lánveitingu til byggingarfyrirtækja

Eftir tæplega þriggja ára stöðnun í lánveitingu bankanna til byggingarfyrirtækja hefur aukinn kraftur færst í þau á síðustu mánuðum. Ný útlán til byggingargeirans í febrúar námu um fimm milljörðum krónum og hafa þau ekki verið meiri í tæp sex ár.

_abh2215_9954187243_o.jpg Höfðatorg byggingar framkvæmdir
Auglýsing

Ný útlán banka­kerf­is­ins til hús­næð­is­upp­bygg­ing­ar, að frá­dregnum upp­greiðsl­um, nam 5,12 millj­örðum króna í febr­ú­ar, en það er mesta aukn­ing í útlána­flokknum frá því í júní 2016. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­bank­ans um stöðu banka­kerf­is­ins, sem voru birtar í vik­unni.

Minni fjár­fest­ing eftir far­ald­ur­inn

Líkt og sjá má á mynd hér að neðan hafa útlán til hús­næð­is­upp­bygg­ingar dreg­ist tölu­vert saman frá seinni hluta árs­ins 2019. Sam­drátt­ur­inn jókst svo tölu­vert eftir að far­ald­ur­inn hóf­st, en ný útlán að frá­dregnum upp­greiðslum voru nei­kvæð nær alla mán­uði frá mars 2020 til nóv­em­ber­mán­aðar í fyrra.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Seðlabankinn.

Íslands­banki sagði síð­asta haust að sam­drátt­ur­inn í slíkum útlánum væri ekki til­kom­inn vegna þess að bank­inn hefði synjað verk­efn­um, frekar mætti skýra hann með minni eft­ir­spurn og hrað­ari upp­greiðslum á útistand­andi lán­um.

Eft­ir­spurn­ar­minnkunin sést á tölum Hag­stofu um íbúða­fjár­fest­ingu, sem dróst saman eftir að far­ald­ur­inn hófst í byrjun árs 2020. Fjár­fest­ingin jókst svo ekki af ráði árin 2020 og 2021, þrátt fyrir að íbúða­verð hafi auk­ist tölu­vert á þessum tíma.

Lána­aukn­ingin á enda

Verð­hækk­un­ina má rekja til auk­innar ásóknar heim­il­anna í fast­eigna­lán, sem var meðal ann­ars til­komin vegna mik­illa vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans á árinu 2020 og auk­ins spari­fés vegna tak­mark­aðra neyslu­mögu­leika á tímum far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Myndin hér að neðan sýnir ný útlán til fast­eigna­kaupa að frá­dregnum upp­greiðsl­um, en þar má sjá mikla aukn­ingu eftir að far­ald­ur­inn hófst í mars 2020. Útlána­aukn­ingin náði hámarki um haustið 2020, en hélst mikil fram að lokum síð­asta sum­ars. Síðan þá hefur nokkuð dregið úr aukn­ing­unni eftir því sem íbúðum á sölu hefur fækkað mik­ið.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Seðlabankinn.

Eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði virð­ist þó enn vera mikil, en sam­kvæmt síð­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar selj­ast íbúðir hratt upp og á miklu yfir­verði.

Seðla­bank­inn hefur bæði hækkað stýri­vexti og þrengt skil­yrði fyrir lán­töku á hús­næð­is­mark­aðnum til að reyna að tempra þessa eft­ir­spurn, en þær aðgerðir hafa enn sem komið er ekki skilað miklum árangri.

Arð­bær­ara að byggja núna

Í nýlegri grein­ingu sinni sagði hag­fræði­deild Lands­bank­ans að miklar verð­hækk­anir á íbúð­ar­hús­næði umfram laun og bygg­ing­ar­kostn­aðar hvetji til íbúða­upp­bygg­ing­ar. Deildin benti einnig á að íbúðum í bygg­ingu hafi fjölgað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ustu miss­erum, en því megi gera ráð fyrir að fram­boð fari að aukast á mark­aðnum til þess að anna eft­ir­spurn í fram­tíð­inni.

Áður en útlán bank­anna til bygg­ing­ar­geirans dróg­ust saman árið 2019 voru þau um sex pró­sent af heild­ar­út­lánum bank­ans. Í fyrra­haust voru þau hins vegar ein­ungis um 4,2 pró­sent af útlán­un­um, en síðan þa hafa þau hækkað aftur upp í tæp fimm pró­sent. Aftur á móti hafa fast­eigna­lán orðið mun stærri hluti af útlána­safni bank­anna á síð­ustu tveimur árum, en þau fóru úr 40 pró­sentum og upp í 50 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent