Eftirspurnin enn mikil á húsnæðismarkaði

Ekkert lát er á eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi þrengt lánaskilyrði og þrýst lánavöxtum upp á síðustu mánuðum. Þó er enn ódýrara að leigja íbúðir en fyrir tveimur árum síðan.

img_4557_raw_0710130526_10191295274_o.jpg
Auglýsing

Hertar lána­reglur og tveggja pró­sentu­stiga hærri stýri­vextir hafa ekki enn dregið úr eft­ir­spurn á fast­eigna­mark­aðnum að miklu leyti, en íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu selj­ast hratt og margar hverjar á yfir­verði. Þetta kemur fram í nýbirtri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar um stöð­una á hús­næð­is­mark­aðn­um.

80 pró­sent sam­dráttur í fram­boði

Sam­kvæmt skýrsl­unni fækk­aði kaup­samn­ingum um íbúð­ar­hús­næði nokkuð á milli mán­aða í byrjun árs, þrátt fyrir að tekið sé til­lit til árs­tíða­breyt­inga. Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun segir þennan sam­drátt vera helst vegna lít­ils fram­boðs á íbúðum sem eru aug­lýstar til sölu, en það mælist nú með minnsta móti.

Mest hefur íbúðum í fjöl­býli fækk­að, en bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni nemur sam­dráttur síð­asta tveggja ára um 80 pró­sent­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er úrval fjöl­býl­is­húsa­eigna því innan við fimmt­ungur af því sem það var í byrjun árs­ins 2020. Stofn­unin bætir við að fjöldi íbúða til sölu sé ofmet­inn í þess­ari taln­ingu, þar sem margar íbúðir sem eru aug­lýstar til sölu hafi nú þegar farið í sölu­ferli.

Auglýsing

Stuttur sölu­tími og hátt verð

Á sama tíma og fram­boðið er lítið mælist eft­ir­spurnin þó enn þónokk­ur. Með­al­sölu­tími íbúð­anna er mun minni en hann var fyrir tveimur árum síð­an, en í jan­úar gátu selj­endur íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búist við að hafa eign­ina sína að minnsta kosti viku skemur á sölu heldur en fyrir tveimur árum síð­an. Á lands­byggð­inni er mun­ur­inn svo enn meiri.

Sömu­leiðis hefur hlut­fall íbúða sem selj­ast yfir ásett verð hvergi verið hærra frá því að Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unin hóf sínar reglu­legar mæl­ingar fyrir átta árum síð­an. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu selst nú tæpur helm­ingur allra íbúða yfir ásett verð, en til sam­an­burðar seld­ust aðeins 10 pró­sent þeirra á yfir­verði fyrir tveimur árum síð­an.

Mikil verð­hækkun sem hvetur til upp­bygg­ingar

Þessi mikli áhugi á íbúða­kaup­um, sam­hliða litlu fram­boði af eignum til sölu, hefur því þrýst fast­eigna­verð­inu upp tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um. Sam­kvæmt Þjóð­skrá var vísi­tala fast­eigna­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 22,5 pró­sentum hærri í síð­asta mán­uði en í febr­úar 2021.

Líkt og Lands­bank­inn bendir á í hag­sjánni sinni sem kom út í gær hefur íbúða­verð hækkað hraðar en bæði laun og bygg­ing­ar­kostn­að­ur. Slík þróun hvetur til íbuða­upp­bygg­ingar og bendir bank­inn á að íbúðum í bygg­ingu hafi fjölgað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Því megi gera ráð fyrir að fram­boð fari að aukast á mark­aðnum til þess að anna eft­ir­spurn í fram­tíð­inni.

Meg­in­á­hrif stýri­vaxta­hækk­ana ekki komin fram

Í fyrra­haust nefndi fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd að hratt hækk­andi eigna­verð sam­hliða auk­inni skuld­setn­ingu heim­ila hafi aukið sveiflu­tengda kerf­is­á­hættu og ákvað hún því að auka eig­in­fjár­kröfur á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Einnig þrengdi nefndin lána­skil­yrði, þannig að ein­ungis væri hægt að taka fast­eigna­lán ef greiðslu­byrði þeirra væri innan við 35-40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekj­um.

Á síð­ustu tólf mán­uðum hefur pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans einnig ákveðið að hækka stýri­vexti úr 0,75 pró­sentum upp í 2,75 pró­sent. Nefndin segir ástæð­una fyrir hækk­un­inni vera vax­andi fram­leiðslu­spenna í hag­kerf­inu og hærri verð­bólgu­vænt­ingar til langs tíma. Á þessum tíma hefur stærsti hluti verð­bólg­unnar verið vegna hærra hús­næð­is­verðs.

Engin þess­ara aðgerða virð­ist þó hafa enn dregið úr eft­ir­spurn­inni á hús­næð­is­mark­aðn­um. Sam­kvæmt 16 ára gam­alli grein­ingu frá Seðla­bank­anum tekur þó að jafn­aði um eitt ár fyrir áhrif stýri­vaxta­hækk­ana til að ná hámarki. Því gæti verið að meg­in­á­hrif vaxta­hækk­an­anna komi fram á næstu mán­uð­um.

Áhrif þrengri lána­skil­yrða á eft­ir­spurn á hús­næð­is­mark­aðnum eru hins vegar minna rann­sök­uð, en Seðla­bank­inn hefur ein­ungis einu sinni áður beitt slíkum tækj­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent