Hvað er átt við þegar menn tala um ofurhagnað? spyr fjármálaráðherra

Formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra á þingi í morgun hvernig honum hugnaðist hugmyndir félaga síns í ríkisstjórn, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að almenningur fengi stærri hlut af ofur­hagn­aði ein­stakra sjávarútvegsfyr­ir­tækja.

Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Logi Ein­ars­son, ræddu sjáv­ar­út­vegs­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un.

Logi spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort hann væri sam­mála for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins varð­andi það að almenn­ingur fengi stærri arð af sjáv­ar­auð­lind­inni og hvort þetta mál hefði verið rætt í rík­is­stjórn­inni.

Bjarni sagði að ef hækka ætti veiði­gjaldið fyrir stórar útgerðir þá myndi það ganga þvert yfir alla útgerð­ar­flokka. Þá myndu minni aðil­arnir þurfa að svitna. „Þeir munu líða fyrir það að njóta ekki hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar.“

Auglýsing

Hefur þetta verið rætt innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna?

Logi vís­aði við upp­haf fyr­ir­spurnar sinnar í orð Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, sem hann lét falla á flokks­þingi flokks­ins um síð­ast­liðna helgi.

Kjarn­inn fjall­aði um ræðu Sig­urðar Inga um liðna helgi en á flokks­þing­inu sagð­ist hann leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn greið­­ir. Ná sátt um að stærri hluti af ofur­hagn­aði ein­stakra fyr­ir­tækja, sam­hliða veru­­lega auk­inni arð­­semi grein­­ar­innar næstu 10 ár, rynni til þjóð­­ar­inn­ar, eig­anda auð­lind­­ar­inn­­ar.

Benti Logi á að þetta væri vissu­lega nokkuð nýr tónn hjá einum af odd­vitum rík­is­stjórn­ar­innar en að Sam­fylk­ingin fagn­aði þess­ari stefnu­breyt­ingu.

„Slíkt mál er ekki að finna í nýupp­færðri þing­mála­skrá en ég er viss um að það megi bæta úr því enda mik­ill meiri­hluti fyrir því sam­kvæmt mæl­ingu að þjóðin fái sann­gjarnan arð af sjáv­ar­auð­lind­inn­i,“ sagði hann og spurði Bjarna hvort aukin skatt­lagn­ing á ofur­hagnað í sjáv­ar­út­vegi hefði verið rædd form­lega við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

„Hvernig hugn­ast ráð­herra yfir höfuð þessar hug­myndir félaga síns í rík­is­stjórn? Og getum við átt von á því að rík­is­stjórnin leggi til ann­að­hvort slíka skatt­lagn­ingu ofur­hagn­aðar eða jafn­vel hækkun á álögum í formi veiði­gjalda?“ spurði hann.

Ríkið ekki með neina sér­staka skatt­lagn­ingu á ofur­hagnað

Bjarni svar­aði og sagði að spurt væri um stórt mál sem varð­aði í raun og veru fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið og gjald­töku vegna aðgangs að tak­mark­aðri auð­lind.

„Við erum að fara þá leið í dag að vera með eitt gjald, reyndar breyti­legt eftir því hvort við erum að tala um upp­sjáv­ar­veiðar eða bol­fisk­veið­ar, óháð stærð útgerð­ar. Og hérna kemur vanda­mál­ið: Ef við viljum hækka veiði­gjaldið fyrir það að vera með stóra útgerð og það gengur þvert yfir alla útgerð­ar­flokka þá munu minni aðil­arnir þurfa að svitna. Þeir munu líða fyrir það að njóta ekki hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar.

Þetta sáum við mjög vel á sínum tíma þegar að fjár­fest­ing stöðv­að­ist í útgerð á Íslandi í tíð Jóhönn­u-­stjórn­ar­inn­ar. Það var farið mjög bratt í hækk­anir á veiði­gjöldum og það stöðv­að­ist öll fjár­fest­ing í grein­inni. Í dag höfum við reglu sem tekur um það bil þriðj­ung­inn af veiði­ferð­inni eða afkomu hverrar veiði­ferðar og skilar því í veiði­gjald til rík­is­ins. En við erum ekki með neina sér­staka skatt­lagn­ingu á ofur­hagnað eins og hérna er komið inn á,“ sagði hann.

Þá sagð­ist hann þurfa betri upp­lýs­ingar um það hvað átt væri við þegar menn væru að tala um ofur­hagnað og að skatt­leggja hann sér­stak­lega.

„Er það þegar afkoman er orðin eitt­hvert hlut­fall af veltu? Ég átta mig ekki alveg á hvað er verið að tala um hérna. Ég held hins vegar að eftir því sem við viljum gera meiri kröfu um að fá hærri hlut­deild, sem sagt auð­lind­ar­inn­ar, til rík­is­ins, þá muni krafan verða sú að útgerðin geti stækkað meira og notið meiri hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar, sem mun síðan birt­ast okkur stjórn­mála­mönn­unum sem kvótaflótti hér og hvar og færri og færri smáir og milli­stórir aðilar geta lifað af við þær aðstæður vegna þess að við höfum sett eitt í for­gang, sem er hámörkun hagn­aðar í grein­inn­i,“ sagði hann í lok svars­ins.

„Þá er það skýrt“ – Bjarni ekki sam­mála Sig­urði Inga

Logi sagði í fram­hald­inu að hægt væri að útfæra þetta með ýmsum hætti, eftir ólíkri stærð útgerða.

„En þetta voru tvær mín­útur til að svara: Nei, hann er ekki sam­mála for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þá er það skýrt,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þá vildi Logi benda á að Brim hefði hagn­ast um 11,3 millj­arða á síð­asta ári og borgað 900 millj­ónir í veiði­gjöld. Brim hefði enn­fremur borgað sér 4 millj­arða í arð. Hann vildi nefna þetta vegna þess að ráð­herr­ann virt­ist „vera í ein­hverjum vafa um“ hvað ofur­hagn­aður væri. Ráð­herr­ann væri „vænt­an­lega að búa til ein­hverja skil­grein­ingu“ um að það væri teygj­an­legt hug­tak.

„Að sama skapi er Síld­ar­vinnslan með 11 millj­arða hagn­að, borgar 531 milljón í veiði­gjöldum en ætlar að borga 3,4 millj­arða í arð. Við vitum að veiði­gjöld standa ekki einu sinni undir eft­ir­liti og utan­um­haldi um auð­lind­ina. Vísandi í þessar töl­ur, finnst hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra að þessi tvö fyr­ir­tæki séu aflögu­fær?“ spurði hann.

Ættu öll fyr­ir­tæki að borga skatta eftir stærð?

Bjarni svar­aði í annað sinn og spurði af hverju Logi legði ekki til að fyr­ir­tækin almennt í land­inu borg­uðu skatta eftir stærð.

„Eða er það bara í útgerð­inni sem menn eiga að borga skatta eftir stærð? Ég átta mig ekki alveg á hug­mynda­fræð­inni sem er hérna að baki. Tel ég að hægt sé að breyta veiði­gjalda­kerf­inu? Já, ég tal­aði til dæmis um það fyrir kosn­ingar hvort við ættum ekki að velta því fyrir okkur að skoða, frekar en að fara dýpra inn í veiði­gjalda­töku af útgerð­ar­að­ilum á Íslandi, að nota sér­stakan tekju­skatt sem væru þá skila­boð til útgerð­ar­að­ila á Íslandi að þeir ættu að reyna að gera sem best, við myndum taka okkar skerf af hagn­að­in­um,“ sagði hann.

Varð­andi þær tölur sem Logi nefndi þá sagði Bjarni að Logi vildi endi­lega setja þær í umræð­una „al­ger­lega án til­lits“ til fjár­bind­ingar og veltu.

„Hvernig væri að tala ein­hvern tím­ann um hagnað sem hlut­fall af veltu? Hvernig væri að við­ur­kenna það að þegar menn greiða sér arð koma 22 pró­sent í skatt til rík­is­ins? Hvernig væri að minn­ast á það að 20 pró­sent af hagn­að­inum koma til rík­is­ins? Það er ekki bara veiði­gjaldið sem skilar sér til rík­is­ins heldur líka skattur af laun­um, það skilar sér trygg­inga­gjald og skattsporið er ekki, eins og hátt­virtur þing­maður virð­ist halda, 900 millj­ónir þegar menn skila 11 millj­arða hagn­að­i,“ sagði hann að lok­um.

Logi kall­aði fram í í lok ræðu ráð­herr­ans að hann ætti að halda hana fyrir for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urð Inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent