Hvað er átt við þegar menn tala um ofurhagnað? spyr fjármálaráðherra

Formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra á þingi í morgun hvernig honum hugnaðist hugmyndir félaga síns í ríkisstjórn, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að almenningur fengi stærri hlut af ofur­hagn­aði ein­stakra sjávarútvegsfyr­ir­tækja.

Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Logi Ein­ars­son, ræddu sjáv­ar­út­vegs­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un.

Logi spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort hann væri sam­mála for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins varð­andi það að almenn­ingur fengi stærri arð af sjáv­ar­auð­lind­inni og hvort þetta mál hefði verið rætt í rík­is­stjórn­inni.

Bjarni sagði að ef hækka ætti veiði­gjaldið fyrir stórar útgerðir þá myndi það ganga þvert yfir alla útgerð­ar­flokka. Þá myndu minni aðil­arnir þurfa að svitna. „Þeir munu líða fyrir það að njóta ekki hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar.“

Auglýsing

Hefur þetta verið rætt innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna?

Logi vís­aði við upp­haf fyr­ir­spurnar sinnar í orð Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, sem hann lét falla á flokks­þingi flokks­ins um síð­ast­liðna helgi.

Kjarn­inn fjall­aði um ræðu Sig­urðar Inga um liðna helgi en á flokks­þing­inu sagð­ist hann leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn greið­­ir. Ná sátt um að stærri hluti af ofur­hagn­aði ein­stakra fyr­ir­tækja, sam­hliða veru­­lega auk­inni arð­­semi grein­­ar­innar næstu 10 ár, rynni til þjóð­­ar­inn­ar, eig­anda auð­lind­­ar­inn­­ar.

Benti Logi á að þetta væri vissu­lega nokkuð nýr tónn hjá einum af odd­vitum rík­is­stjórn­ar­innar en að Sam­fylk­ingin fagn­aði þess­ari stefnu­breyt­ingu.

„Slíkt mál er ekki að finna í nýupp­færðri þing­mála­skrá en ég er viss um að það megi bæta úr því enda mik­ill meiri­hluti fyrir því sam­kvæmt mæl­ingu að þjóðin fái sann­gjarnan arð af sjáv­ar­auð­lind­inn­i,“ sagði hann og spurði Bjarna hvort aukin skatt­lagn­ing á ofur­hagnað í sjáv­ar­út­vegi hefði verið rædd form­lega við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

„Hvernig hugn­ast ráð­herra yfir höfuð þessar hug­myndir félaga síns í rík­is­stjórn? Og getum við átt von á því að rík­is­stjórnin leggi til ann­að­hvort slíka skatt­lagn­ingu ofur­hagn­aðar eða jafn­vel hækkun á álögum í formi veiði­gjalda?“ spurði hann.

Ríkið ekki með neina sér­staka skatt­lagn­ingu á ofur­hagnað

Bjarni svar­aði og sagði að spurt væri um stórt mál sem varð­aði í raun og veru fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið og gjald­töku vegna aðgangs að tak­mark­aðri auð­lind.

„Við erum að fara þá leið í dag að vera með eitt gjald, reyndar breyti­legt eftir því hvort við erum að tala um upp­sjáv­ar­veiðar eða bol­fisk­veið­ar, óháð stærð útgerð­ar. Og hérna kemur vanda­mál­ið: Ef við viljum hækka veiði­gjaldið fyrir það að vera með stóra útgerð og það gengur þvert yfir alla útgerð­ar­flokka þá munu minni aðil­arnir þurfa að svitna. Þeir munu líða fyrir það að njóta ekki hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar.

Þetta sáum við mjög vel á sínum tíma þegar að fjár­fest­ing stöðv­að­ist í útgerð á Íslandi í tíð Jóhönn­u-­stjórn­ar­inn­ar. Það var farið mjög bratt í hækk­anir á veiði­gjöldum og það stöðv­að­ist öll fjár­fest­ing í grein­inni. Í dag höfum við reglu sem tekur um það bil þriðj­ung­inn af veiði­ferð­inni eða afkomu hverrar veiði­ferðar og skilar því í veiði­gjald til rík­is­ins. En við erum ekki með neina sér­staka skatt­lagn­ingu á ofur­hagnað eins og hérna er komið inn á,“ sagði hann.

Þá sagð­ist hann þurfa betri upp­lýs­ingar um það hvað átt væri við þegar menn væru að tala um ofur­hagnað og að skatt­leggja hann sér­stak­lega.

„Er það þegar afkoman er orðin eitt­hvert hlut­fall af veltu? Ég átta mig ekki alveg á hvað er verið að tala um hérna. Ég held hins vegar að eftir því sem við viljum gera meiri kröfu um að fá hærri hlut­deild, sem sagt auð­lind­ar­inn­ar, til rík­is­ins, þá muni krafan verða sú að útgerðin geti stækkað meira og notið meiri hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar, sem mun síðan birt­ast okkur stjórn­mála­mönn­unum sem kvótaflótti hér og hvar og færri og færri smáir og milli­stórir aðilar geta lifað af við þær aðstæður vegna þess að við höfum sett eitt í for­gang, sem er hámörkun hagn­aðar í grein­inn­i,“ sagði hann í lok svars­ins.

„Þá er það skýrt“ – Bjarni ekki sam­mála Sig­urði Inga

Logi sagði í fram­hald­inu að hægt væri að útfæra þetta með ýmsum hætti, eftir ólíkri stærð útgerða.

„En þetta voru tvær mín­útur til að svara: Nei, hann er ekki sam­mála for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þá er það skýrt,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þá vildi Logi benda á að Brim hefði hagn­ast um 11,3 millj­arða á síð­asta ári og borgað 900 millj­ónir í veiði­gjöld. Brim hefði enn­fremur borgað sér 4 millj­arða í arð. Hann vildi nefna þetta vegna þess að ráð­herr­ann virt­ist „vera í ein­hverjum vafa um“ hvað ofur­hagn­aður væri. Ráð­herr­ann væri „vænt­an­lega að búa til ein­hverja skil­grein­ingu“ um að það væri teygj­an­legt hug­tak.

„Að sama skapi er Síld­ar­vinnslan með 11 millj­arða hagn­að, borgar 531 milljón í veiði­gjöldum en ætlar að borga 3,4 millj­arða í arð. Við vitum að veiði­gjöld standa ekki einu sinni undir eft­ir­liti og utan­um­haldi um auð­lind­ina. Vísandi í þessar töl­ur, finnst hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra að þessi tvö fyr­ir­tæki séu aflögu­fær?“ spurði hann.

Ættu öll fyr­ir­tæki að borga skatta eftir stærð?

Bjarni svar­aði í annað sinn og spurði af hverju Logi legði ekki til að fyr­ir­tækin almennt í land­inu borg­uðu skatta eftir stærð.

„Eða er það bara í útgerð­inni sem menn eiga að borga skatta eftir stærð? Ég átta mig ekki alveg á hug­mynda­fræð­inni sem er hérna að baki. Tel ég að hægt sé að breyta veiði­gjalda­kerf­inu? Já, ég tal­aði til dæmis um það fyrir kosn­ingar hvort við ættum ekki að velta því fyrir okkur að skoða, frekar en að fara dýpra inn í veiði­gjalda­töku af útgerð­ar­að­ilum á Íslandi, að nota sér­stakan tekju­skatt sem væru þá skila­boð til útgerð­ar­að­ila á Íslandi að þeir ættu að reyna að gera sem best, við myndum taka okkar skerf af hagn­að­in­um,“ sagði hann.

Varð­andi þær tölur sem Logi nefndi þá sagði Bjarni að Logi vildi endi­lega setja þær í umræð­una „al­ger­lega án til­lits“ til fjár­bind­ingar og veltu.

„Hvernig væri að tala ein­hvern tím­ann um hagnað sem hlut­fall af veltu? Hvernig væri að við­ur­kenna það að þegar menn greiða sér arð koma 22 pró­sent í skatt til rík­is­ins? Hvernig væri að minn­ast á það að 20 pró­sent af hagn­að­inum koma til rík­is­ins? Það er ekki bara veiði­gjaldið sem skilar sér til rík­is­ins heldur líka skattur af laun­um, það skilar sér trygg­inga­gjald og skattsporið er ekki, eins og hátt­virtur þing­maður virð­ist halda, 900 millj­ónir þegar menn skila 11 millj­arða hagn­að­i,“ sagði hann að lok­um.

Logi kall­aði fram í í lok ræðu ráð­herr­ans að hann ætti að halda hana fyrir for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urð Inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent