Um 500 manns greinst tvisvar eftir að ómíkron-bylgja hófst

Hægt er að endursýkast af undirafbrigði ómíkron þótt það sé líklega sjaldgæft. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við Kjarnann að hann telji því ekki sérstaka nýja hættu á ferðum vegna þessa en að fjölmörg „ef“ séu til staðar um framhaldið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Upp­sveifla er á ný í far­aldri COVID-19 í að minnsta kosti átján Evr­ópu­lönd­um. Smitum fjölgar m.a. í Bret­landi, Frakk­landi, á Ítalíu og í Þýska­landi og sagði Hans Kluge, yfir­maður Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), í gær að hörðum tak­mörk­unum sem settar voru á er ómíkron-af­brigðið kom fram á sjón­ar­sviðið hafi verið aflétt of skarpt þegar ljóst var að sjúk­dóms­ein­kenni eru almennt væg­ari en af fyrri afbrigðum kór­ónu­veirunn­ar. Tak­mark­anir vegna ómíkron hafi verið „of miklar“ en svo skyndi­lega „of litl­ar“ og á of stuttum tíma. Smitum fækk­aði hratt í lok jan­úar eftir stærstu bylgj­una hingað til en hefur farið fjölg­andi síð­ustu daga og vik­ur. Fimm millj­ónir nýrra til­fella hafa greinst í Evr­ópu síð­ustu viku og 12.500 manns með COVID-19 hafa lát­ist. Kluge segir „nýja umferð“ af sýk­ingum í álf­unni hafna sem rekja megi til und­ir­af­brigðis ómíkron; BA.2.

Auglýsing

Það er hægt að end­ur­sýkj­ast af þessu und­ir­af­brigði, segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við Kjarn­ann, en það er senni­lega mjög sjald­gæft. Af þeim sem greinst hafa á Íslandi eftir 1. des­em­ber, þ.e. eftir að ómíkrón-­bylgjan hóf­st, hafa tæp­lega 500 manns greinst tvisvar. Á þessu tíma­bili hafa 170 þús­und manns greinst með veiruna.

Hann seg­ist ekki hafa af þessu sér­stakar áhyggj­ur. Um 11 pró­sent þeirra sem sýkt­ust af öðrum afbrigðum á fyrri stigum far­ald­urs­ins end­ur­sýkt­ust af ómíkron. Hins vegar er ekki hægt að gera grein­ar­mun á BA.1 (ómíkrón) og BA.2 (und­ir­af­brigð­inu) í gögnum íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda.

Senni­lega fyrr á ferð­inni en aðrar þjóðir

En eigum við von á nýrri bylgju smita, líkt og hafin er í nokkrum löndum Evr­ópu?

„Ólík­lega eins og staðan er nún­a,“ segir Þórólf­ur. „Við erum búin að ganga í gegnum ómíkron-­bylgj­una og smit eru núna á nið­ur­leið hjá okk­ur. Við erum senni­lega fyrr á ferð­inni en margar þjóð­ir.“

Hvað síðan taki við sé óljóst. „Munum við fá ný afbrigði sem bólu­efnin vernda ekki gegn eða fyrri sýk­ing­ar? Mun verndin eftir bólu­setn­ingu eða nátt­úru­lega sýk­ingu ekki end­ast nema ein­hverja mán­uði og mun ómíkron þá aftur kom­ast á strik? Það eru fjöl­mörg „ef“ í þessu.“

Skoða að bjóða öldruðum fjórða skammt­inn

Um 205 þús­und lands­menn hafa fengið örv­un­ar­skammt af bólu­efni gegn COVID-19. Flestir fengu örvun sína í lok síð­asta árs eða byrjun þessa árs. Ein­stak­lingum með und­ir­liggj­andi ónæm­is­vanda­mál stendur nú til boða að fá fjórðu bólu­setn­ing­una að sögn Þór­ólfs. „Til skoð­unar er að bjóða öldruðum fjórða skammt því þar gæti ávinn­ing­ur­inn verið tals­verð­ur. Á þess­ari stundu er ólík­legt að öllum verði boð­inn fjórði skammtur þar sem ávinn­ing­ur­inn hjá þeim er lík­lega ekki mik­ill með núver­andi bólu­efn­um.“

Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafa 93 ein­stak­lingar með COVID-19 lát­ist hér á landi. Þrír voru undir þrí­tugu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent