Um 500 manns greinst tvisvar eftir að ómíkron-bylgja hófst

Hægt er að endursýkast af undirafbrigði ómíkron þótt það sé líklega sjaldgæft. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við Kjarnann að hann telji því ekki sérstaka nýja hættu á ferðum vegna þessa en að fjölmörg „ef“ séu til staðar um framhaldið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Upp­sveifla er á ný í far­aldri COVID-19 í að minnsta kosti átján Evr­ópu­lönd­um. Smitum fjölgar m.a. í Bret­landi, Frakk­landi, á Ítalíu og í Þýska­landi og sagði Hans Kluge, yfir­maður Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), í gær að hörðum tak­mörk­unum sem settar voru á er ómíkron-af­brigðið kom fram á sjón­ar­sviðið hafi verið aflétt of skarpt þegar ljóst var að sjúk­dóms­ein­kenni eru almennt væg­ari en af fyrri afbrigðum kór­ónu­veirunn­ar. Tak­mark­anir vegna ómíkron hafi verið „of miklar“ en svo skyndi­lega „of litl­ar“ og á of stuttum tíma. Smitum fækk­aði hratt í lok jan­úar eftir stærstu bylgj­una hingað til en hefur farið fjölg­andi síð­ustu daga og vik­ur. Fimm millj­ónir nýrra til­fella hafa greinst í Evr­ópu síð­ustu viku og 12.500 manns með COVID-19 hafa lát­ist. Kluge segir „nýja umferð“ af sýk­ingum í álf­unni hafna sem rekja megi til und­ir­af­brigðis ómíkron; BA.2.

Auglýsing

Það er hægt að end­ur­sýkj­ast af þessu und­ir­af­brigði, segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við Kjarn­ann, en það er senni­lega mjög sjald­gæft. Af þeim sem greinst hafa á Íslandi eftir 1. des­em­ber, þ.e. eftir að ómíkrón-­bylgjan hóf­st, hafa tæp­lega 500 manns greinst tvisvar. Á þessu tíma­bili hafa 170 þús­und manns greinst með veiruna.

Hann seg­ist ekki hafa af þessu sér­stakar áhyggj­ur. Um 11 pró­sent þeirra sem sýkt­ust af öðrum afbrigðum á fyrri stigum far­ald­urs­ins end­ur­sýkt­ust af ómíkron. Hins vegar er ekki hægt að gera grein­ar­mun á BA.1 (ómíkrón) og BA.2 (und­ir­af­brigð­inu) í gögnum íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda.

Senni­lega fyrr á ferð­inni en aðrar þjóðir

En eigum við von á nýrri bylgju smita, líkt og hafin er í nokkrum löndum Evr­ópu?

„Ólík­lega eins og staðan er nún­a,“ segir Þórólf­ur. „Við erum búin að ganga í gegnum ómíkron-­bylgj­una og smit eru núna á nið­ur­leið hjá okk­ur. Við erum senni­lega fyrr á ferð­inni en margar þjóð­ir.“

Hvað síðan taki við sé óljóst. „Munum við fá ný afbrigði sem bólu­efnin vernda ekki gegn eða fyrri sýk­ing­ar? Mun verndin eftir bólu­setn­ingu eða nátt­úru­lega sýk­ingu ekki end­ast nema ein­hverja mán­uði og mun ómíkron þá aftur kom­ast á strik? Það eru fjöl­mörg „ef“ í þessu.“

Skoða að bjóða öldruðum fjórða skammt­inn

Um 205 þús­und lands­menn hafa fengið örv­un­ar­skammt af bólu­efni gegn COVID-19. Flestir fengu örvun sína í lok síð­asta árs eða byrjun þessa árs. Ein­stak­lingum með und­ir­liggj­andi ónæm­is­vanda­mál stendur nú til boða að fá fjórðu bólu­setn­ing­una að sögn Þór­ólfs. „Til skoð­unar er að bjóða öldruðum fjórða skammt því þar gæti ávinn­ing­ur­inn verið tals­verð­ur. Á þess­ari stundu er ólík­legt að öllum verði boð­inn fjórði skammtur þar sem ávinn­ing­ur­inn hjá þeim er lík­lega ekki mik­ill með núver­andi bólu­efn­um.“

Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafa 93 ein­stak­lingar með COVID-19 lát­ist hér á landi. Þrír voru undir þrí­tugu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent