Telur kröfur til aðila með einfaldan rekstur óhóflegar og eftirlit of mikið

Diljá Mist Einarsdóttir hvetur kollega sína á þinginu til að treysta fólki betur – treysta því til að ráða sér sjálft og bera ábyrgð á sér sjálft. Hún gagnrýnir í þessu ljósi frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella nikótínvörur undir lög um rafrettur.

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, hvetur sam­starfs­fólk sitt á Alþingi að ein­falda reglur „í stað þess að bæta í“ og að passa sig á því að kaf­færa ekki litla rekstr­ar­að­ila í óhóf­legum kröfum og eft­ir­liti.

Þetta kom fram í máli þing­manns­ins undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Byrj­aði hún á því að nefna frum­varp Will­ums Þórs Þórs­sonar heil­brigð­is­ráð­herra um að fella nikótín­vör­ur, og þar með nikótín­púða, undir lög um rafrettur en umræður um frum­varpið fóru fram á Alþingi í gær.

Auglýsing

Allir eiga að vera „bæði með belti og axla­bönd“

Diljá Mist sagði að með frum­varp­inu væri reynt að hafa vit fyrir full­orðnu fólki, meðal ann­ars með reglum um hvers konar bragð­efni það gæti valið og hvar það mætti stinga púða undir vör­ina.

„Við Íslend­ingar megum ekki kaupa vín á kvöld­in, á sunnu­dögum og alls ekki í net­versl­un, nema auð­vitað að það sé erlend net­versl­un. Við erum með rík­is­út­varp og við erum með rík­is­styrktan póst. Reglu­verkið okkar og rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja í land­inu er að mörgu leyti allt of flók­ið. Eft­ir­litið er mikið og kröfur til aðila með afmark­aðan og ein­faldan rekstur óhóf­leg­ar.

Vald­hafar hafa ríka til­hneig­ingu til að vilja stýra sem mestu, skipta sér sem mest af fólki, hafa vit fyrir því, setja regl­ur, gera meiri kröfur í stað þess að létta á. Allir eiga að vera bæði með belti og axla­bönd, bæði bók­staf­lega og ekki,“ sagði hún.

Í lokin hvatti hún, eins og áður seg­ir, kollega sína til að treysta fólki bet­ur, treysta því til að ráða sér sjálft og bera ábyrgð á sér sjálft – auð­vitað svo lengi sem fólk gengi ekki á rétt ann­arra. Hún vildi „hvetja þá til þess að ein­falda reglur í stað þess að bæta í, að við pössum okkur á því að kaf­færa ekki litla rekstr­ar­að­ila í óhóf­legum kröfum og eft­ir­liti. Við gætum þá séð meira frelsi, minni sóun og meiri fram­leiðn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent