Gagnrýnir „kjaragliðnun“ á meðal lífeyrisþega

Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyrisþega rennur fyrst og fremst til tekjuhárra karlmanna. Þingmaður Samfylkingarinnar segir kjaragliðnun á milli tekjulægstu lífeyrisþega og lágmarkskjara á vinnumarkaði halda áfram af fullum þunga.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hér fyrir miðju.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hér fyrir miðju.
Auglýsing

Það kostar rík­iss­sjóð 438 millj­ónir króna að tvö­falda frí­tekju­mark atvinnu­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum en 73 pró­sent þeirri upp­hæð renna til tveggja tekju­hæstu tíund­anna. Enn fremur njóta mun fleiri karlar góðs af henni heldur en kon­ur. Þetta kemur fram í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í síð­ustu fjár­lögum var ákveðið að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna aldr­aðra úr 100 þús­und krónum í 200 þús­und krón­ur. Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um var áætlað að meiri­hluti upp­hæð­ar­innar sem færi í þá aðgerð myndi renna til tekju­hærri hópa og karl­manna.

Sú reynd­ist vera raun­in, en í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins kom fram að alls nutu 1.276 elli­líf­eyr­is­þegar góðs af hækkun frí­tekju­marks atvinnu­tekna. Þar á meðal voru 822 karlar og 454 kon­ur. Aðgerðin kost­aði rík­is­sjóð 438 millj­ónir króna, en þar af renna 317 millj­ónir til tekju­hæstu 20 pró­sent­anna.

Auglýsing

Jóhann Páll vekur athygli á svar­inu á Face­book-­síðu sinni, en þar segir hann stjórn­ar­flokk­ana hafa talið brýn­ast að styðja sér­stak­lega við tekju­hærri hópana og karla frekar en kon­ur. Sá hópur eldra fólks sem getur ekki unnið sé skil­inn eftir með átta sinnum lægra frí­tekju­mark, en almenna frí­tekju­markið nemur um 25 þús­undum króna.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um voru áhrifin af hækkun almenna frí­tekju­marks­ins einnig metin í fyrra, en sam­kvæmt minn­is­blaði frá félags­mála­ráðu­neyt­inu hefði slík aðgerð dreifst mun jafnar á milli kynja og tekju­hópa. Á þetta minn­ist Jóhann Páll í upp­færsl­unni sinni og segir kjaragliðnun á milli tekju­lægstu líf­eyr­is­þega og lág­marks­kjara á vinnu­mark­aði halda áfram af fullum þunga.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tekur undir með Jóhanni Páli í athuga­semd við stöðu­upp­færslu hans, en þar segir hún að það virð­ist vera mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar að gera betur við þau sem hafa mest á milli hand­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent