Víða „pottur brotinn“ í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga

Tíu þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar vilja að Reykjavíkurborg fái framlög úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla. „Burt með útilokunarregluna gegn Reykjavík,“ segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og níu aðrir Reykja­vík­ur­þing­menn úr sama flokki, Við­reisn, Pírötum og Flokki fólks­ins vilja að Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga „hætti að úti­loka Reykja­vík­ur­borg frá skóla­stuðn­ingi“ og hafa lagt fram frum­varp um að sér­reglan gegn Reykja­vík í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga verði afnum­in.

Þetta kom fram í stöðu­upp­færslu hjá Jóhanni Páli á Face­book á dög­un­um, sem er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

Í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu er bent á að Reykja­vík­ur­borg sé eina sveit­ar­fé­lagið á Íslandi þar sem íbúar eru 70 þús­und eða fleiri og þannig eina sveit­ar­fé­lagið sem ekki nýtur fram­lag­anna úr Jöfn­un­ar­sjóði. Að mati flutn­ings­manna felur þetta í sér sér­tæka úti­lokun gagn­vart einu sveit­ar­fé­lagi sem ekki bygg­ist á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og sé til þess fallin að veikja grunn­þjón­ustu við íbúa.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg gerir kröfu um 5,4 millj­arða króna greiðslu frá rík­inu

Fram kemur í grein­ar­gerð­inni að um sé að ræða almenn jöfn­un­ar­fram­lög, fram­lög vegna sér­þarfa fatl­aðra nem­enda, fram­lög vegna nem­enda með íslensku sem annað mál og fram­lög til Barna- og fjöl­skyldu­stofu vegna kennslu barna sem eru að beiðni barna­vernd­ar­nefndar lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lags vistuð utan þess á með­ferð­ar­heim­ili á vegum Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Bent er á að áður en fyr­ir­komu­lagið var lög­fest með lögum sem tóku gildi þann 4. jan­úar 2020 hafi Reykja­vík­ur­borg verið úti­lokuð frá fram­lög­unum á grund­velli ákvæða í reglu­gerð­um, en Reykja­vík­ur­borg hefur stefnt rík­inu og gert kröfu um 5,4 millj­arða króna greiðslu sem svarar til þeirrar fjár­hæðar sem borgin hefði ellegar fengið úthlutað úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga á tíma­bil­inu 2015 til 2019.

„Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga hefur það lög­bundna hlut­verk að jafna mis­mun­andi útgjalda­þörf og skatt­tekjur sveit­ar­fé­laga. Sjóðnum eru tryggðar fastar tekjur á ári hverju með fram­lagi úr rík­is­sjóði, hlut­deild í útsvars­tekjum sveit­ar­fé­laga og vaxta­tekj­um. Þótt stærri og fjöl­menn­ari sveit­ar­fé­lög búi yfir hærri heild­ar­tekju­stofnum en þau minni og geti notið meiri stærð­ar­hag­kvæmni við rekstur þjón­ustu rétt­lætir það ekki að eitt sveit­ar­fé­lag sé með öllu úti­lokað frá því að hljóta ein­stök fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði óháð útgjalda- og þjón­ustu­þörf vegna lög­bund­inna verk­efna,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Vilja tryggja að öll sveit­ar­fé­lög sitji við sama borð

Þá telja flutn­ings­menn frum­varps­ins að pottur sé víða brot­inn í reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs og fjár­hags­legum sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga. „Brýnt er að tekju­skipt­ing ríkis og sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­uð, rekstr­ar­grunnur Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga styrktur og sveit­ar­fé­lögum um allt land tryggðir nauð­syn­legir tekju­stofnar í sam­ræmi við umfang verk­efna sem þeim eru falin með lög­um.“

Fram kemur í grein­ar­gerð­inni að frum­varp­inu sé ekki ætlað að hafa áhrif á fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga til ann­arra sveit­ar­fé­laga en Reykja­vík­ur­borgar og telja flutn­ings­menn mik­il­vægt að hugað verði að því við með­ferð máls­ins og í fjár­laga­gerð næstu ára. „Er frum­varpið aðeins eitt skref af mörgum sem nauð­syn­legt er að taka til að tryggja að öll sveit­ar­fé­lög sitji við sama borð og horfið verði frá þeirri til­hneig­ingu að fela sveit­ar­fé­lögum aukin verk­efni og leggja á þau auknar skyldur án þess að fjár­magn fylgi og nauð­syn­legir tekju­stofnar séu tryggð­ir.“

Enn fremur er bent á fram­lög til rekst­urs grunn­skóla sem kveðið er á um í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga bygg­ist á því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að börn eigi rétt á sam­bæri­legri þjón­ustu óháð upp­runa, búsetu og félags­legri stöðu. Því verði ekki haldið fram með mál­efna­legum hætti að sveit­ar­fé­lög með íbúa á bil­inu 12.000 til 69.999 þurfi á sam­bæri­legum stuðn­ingi að halda vegna rekst­urs grunn­skóla en Reykja­vík­ur­borg þurfi engan slíkan stuðn­ing.

„Við ákvörðun fram­laga til rekst­urs grunn­skóla verður að fylgja sann­gjörnum og hlut­lægum við­miðum sem taka til allra sveit­ar­fé­laga á land­in­u,“ segir að lokum í grein­ar­gerð­inni.

Sjóð­ur­inn greiði 130 þús­und króna fram­lag með börnum af erlendum upp­runa í öðrum sveit­ar­fé­lögum

Jóhann Páll tjáði sig um málið á Face­book í stöðu­upp­færslu þann 19. mars síð­ast­lið­inn, eins og áður seg­ir. Hann bendir á að í dag fái borgin hvorki almenn fram­lög til grunn­skóla né sér­stök fram­lög vegna barna með annað móð­ur­mál en íslensku. Jöfn­un­ar­sjóður greiði hins vegar 130 þús­und króna fram­lag með börnum af erlendum upp­runa í öðrum sveit­ar­fé­lög­um.

„Til allrar ham­ingju er borgin rekin af félags­hyggju­fólki sem leggur sig fram um að verja börnin fyrir þess­ari fjár­hags­legu mis­munun rík­is­valds­ins, en nem­endur með íslensku sem annað mál eru hvergi fleiri en einmitt í Reykja­vík.

Íbúar Reykja­víkur verja miklu meiri fjár­munum til félags­þjón­ustu heldur en aðrir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Borgin stendur undir miklum meiri­hluta allrar fjár­hags­að­stoðar sveit­ar­fé­laga á Íslandi og hér eru greiðsl­urnar líka hærri en í öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Loks er Reykja­vík­ur­borg í for­ystu­hlut­verki þegar kemur að því að liðka fyrir félags­legri hús­næð­is­upp­bygg­ing­u,“ skrifar hann.

Slag­orðið „x-b fyrir börn“ tekur ef til vill ekki til barna í Reykja­vík

Þá segir Jóhann Páll að þetta frum­varp sé ein­ungis eitt skref af mörgum sem þurfi að taka til að tryggja jafn­ræði milli íbúa og leið­rétta ósann­gjarna tekju­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga.

„Ég vona að þing­menn allra flokka treysti sér til að styðja málið þótt hingað til hafi rík­is­stjórnin beitt sér af hörku fyrir áfram­hald­andi úti­lokun Reykja­víkur frá skóla­stuðn­ingi. Slag­orðið „x-b fyrir börn“ tekur e.t.v. ekki til barna í Reykja­vík, ekki frekar en að það tekur til barn­anna sem bíða mán­uðum saman eftir nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu vegna þess að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur vill ekki for­gangs­raða í þágu vel­ferð­ar.

Við flutn­ings­menn erum sam­mála um að við ákvörðun fram­laga úr jöfn­un­ar­sjóði verði að fylgja sann­gjörnum og hlut­lægum við­mið­um. Öll börn eiga rétt á sam­bæri­legri þjón­ustu óháð upp­runa, búsetu og félags­legri stöðu. Burt með úti­lok­un­ar­regl­una gegn Reykja­vík!“ skrifar hann að lok­um.

Ég og níu aðrir Reykja­vík­ur­þing­menn úr Sam­fylk­ing­unni, Við­reisn, Pírötum og Flokki fólks­ins viljum að jöfn­un­ar­sjóð­ur­...

Posted by Jóhann Páll Jóhanns­son on Sat­ur­day, March 19, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent