Víða „pottur brotinn“ í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga

Tíu þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar vilja að Reykjavíkurborg fái framlög úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla. „Burt með útilokunarregluna gegn Reykjavík,“ segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og níu aðrir Reykja­vík­ur­þing­menn úr sama flokki, Við­reisn, Pírötum og Flokki fólks­ins vilja að Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga „hætti að úti­loka Reykja­vík­ur­borg frá skóla­stuðn­ingi“ og hafa lagt fram frum­varp um að sér­reglan gegn Reykja­vík í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga verði afnum­in.

Þetta kom fram í stöðu­upp­færslu hjá Jóhanni Páli á Face­book á dög­un­um, sem er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

Í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu er bent á að Reykja­vík­ur­borg sé eina sveit­ar­fé­lagið á Íslandi þar sem íbúar eru 70 þús­und eða fleiri og þannig eina sveit­ar­fé­lagið sem ekki nýtur fram­lag­anna úr Jöfn­un­ar­sjóði. Að mati flutn­ings­manna felur þetta í sér sér­tæka úti­lokun gagn­vart einu sveit­ar­fé­lagi sem ekki bygg­ist á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og sé til þess fallin að veikja grunn­þjón­ustu við íbúa.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg gerir kröfu um 5,4 millj­arða króna greiðslu frá rík­inu

Fram kemur í grein­ar­gerð­inni að um sé að ræða almenn jöfn­un­ar­fram­lög, fram­lög vegna sér­þarfa fatl­aðra nem­enda, fram­lög vegna nem­enda með íslensku sem annað mál og fram­lög til Barna- og fjöl­skyldu­stofu vegna kennslu barna sem eru að beiðni barna­vernd­ar­nefndar lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lags vistuð utan þess á með­ferð­ar­heim­ili á vegum Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Bent er á að áður en fyr­ir­komu­lagið var lög­fest með lögum sem tóku gildi þann 4. jan­úar 2020 hafi Reykja­vík­ur­borg verið úti­lokuð frá fram­lög­unum á grund­velli ákvæða í reglu­gerð­um, en Reykja­vík­ur­borg hefur stefnt rík­inu og gert kröfu um 5,4 millj­arða króna greiðslu sem svarar til þeirrar fjár­hæðar sem borgin hefði ellegar fengið úthlutað úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga á tíma­bil­inu 2015 til 2019.

„Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga hefur það lög­bundna hlut­verk að jafna mis­mun­andi útgjalda­þörf og skatt­tekjur sveit­ar­fé­laga. Sjóðnum eru tryggðar fastar tekjur á ári hverju með fram­lagi úr rík­is­sjóði, hlut­deild í útsvars­tekjum sveit­ar­fé­laga og vaxta­tekj­um. Þótt stærri og fjöl­menn­ari sveit­ar­fé­lög búi yfir hærri heild­ar­tekju­stofnum en þau minni og geti notið meiri stærð­ar­hag­kvæmni við rekstur þjón­ustu rétt­lætir það ekki að eitt sveit­ar­fé­lag sé með öllu úti­lokað frá því að hljóta ein­stök fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði óháð útgjalda- og þjón­ustu­þörf vegna lög­bund­inna verk­efna,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Vilja tryggja að öll sveit­ar­fé­lög sitji við sama borð

Þá telja flutn­ings­menn frum­varps­ins að pottur sé víða brot­inn í reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs og fjár­hags­legum sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga. „Brýnt er að tekju­skipt­ing ríkis og sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­uð, rekstr­ar­grunnur Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga styrktur og sveit­ar­fé­lögum um allt land tryggðir nauð­syn­legir tekju­stofnar í sam­ræmi við umfang verk­efna sem þeim eru falin með lög­um.“

Fram kemur í grein­ar­gerð­inni að frum­varp­inu sé ekki ætlað að hafa áhrif á fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga til ann­arra sveit­ar­fé­laga en Reykja­vík­ur­borgar og telja flutn­ings­menn mik­il­vægt að hugað verði að því við með­ferð máls­ins og í fjár­laga­gerð næstu ára. „Er frum­varpið aðeins eitt skref af mörgum sem nauð­syn­legt er að taka til að tryggja að öll sveit­ar­fé­lög sitji við sama borð og horfið verði frá þeirri til­hneig­ingu að fela sveit­ar­fé­lögum aukin verk­efni og leggja á þau auknar skyldur án þess að fjár­magn fylgi og nauð­syn­legir tekju­stofnar séu tryggð­ir.“

Enn fremur er bent á fram­lög til rekst­urs grunn­skóla sem kveðið er á um í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga bygg­ist á því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að börn eigi rétt á sam­bæri­legri þjón­ustu óháð upp­runa, búsetu og félags­legri stöðu. Því verði ekki haldið fram með mál­efna­legum hætti að sveit­ar­fé­lög með íbúa á bil­inu 12.000 til 69.999 þurfi á sam­bæri­legum stuðn­ingi að halda vegna rekst­urs grunn­skóla en Reykja­vík­ur­borg þurfi engan slíkan stuðn­ing.

„Við ákvörðun fram­laga til rekst­urs grunn­skóla verður að fylgja sann­gjörnum og hlut­lægum við­miðum sem taka til allra sveit­ar­fé­laga á land­in­u,“ segir að lokum í grein­ar­gerð­inni.

Sjóð­ur­inn greiði 130 þús­und króna fram­lag með börnum af erlendum upp­runa í öðrum sveit­ar­fé­lögum

Jóhann Páll tjáði sig um málið á Face­book í stöðu­upp­færslu þann 19. mars síð­ast­lið­inn, eins og áður seg­ir. Hann bendir á að í dag fái borgin hvorki almenn fram­lög til grunn­skóla né sér­stök fram­lög vegna barna með annað móð­ur­mál en íslensku. Jöfn­un­ar­sjóður greiði hins vegar 130 þús­und króna fram­lag með börnum af erlendum upp­runa í öðrum sveit­ar­fé­lög­um.

„Til allrar ham­ingju er borgin rekin af félags­hyggju­fólki sem leggur sig fram um að verja börnin fyrir þess­ari fjár­hags­legu mis­munun rík­is­valds­ins, en nem­endur með íslensku sem annað mál eru hvergi fleiri en einmitt í Reykja­vík.

Íbúar Reykja­víkur verja miklu meiri fjár­munum til félags­þjón­ustu heldur en aðrir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Borgin stendur undir miklum meiri­hluta allrar fjár­hags­að­stoðar sveit­ar­fé­laga á Íslandi og hér eru greiðsl­urnar líka hærri en í öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Loks er Reykja­vík­ur­borg í for­ystu­hlut­verki þegar kemur að því að liðka fyrir félags­legri hús­næð­is­upp­bygg­ing­u,“ skrifar hann.

Slag­orðið „x-b fyrir börn“ tekur ef til vill ekki til barna í Reykja­vík

Þá segir Jóhann Páll að þetta frum­varp sé ein­ungis eitt skref af mörgum sem þurfi að taka til að tryggja jafn­ræði milli íbúa og leið­rétta ósann­gjarna tekju­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga.

„Ég vona að þing­menn allra flokka treysti sér til að styðja málið þótt hingað til hafi rík­is­stjórnin beitt sér af hörku fyrir áfram­hald­andi úti­lokun Reykja­víkur frá skóla­stuðn­ingi. Slag­orðið „x-b fyrir börn“ tekur e.t.v. ekki til barna í Reykja­vík, ekki frekar en að það tekur til barn­anna sem bíða mán­uðum saman eftir nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu vegna þess að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur vill ekki for­gangs­raða í þágu vel­ferð­ar.

Við flutn­ings­menn erum sam­mála um að við ákvörðun fram­laga úr jöfn­un­ar­sjóði verði að fylgja sann­gjörnum og hlut­lægum við­mið­um. Öll börn eiga rétt á sam­bæri­legri þjón­ustu óháð upp­runa, búsetu og félags­legri stöðu. Burt með úti­lok­un­ar­regl­una gegn Reykja­vík!“ skrifar hann að lok­um.

Ég og níu aðrir Reykja­vík­ur­þing­menn úr Sam­fylk­ing­unni, Við­reisn, Pírötum og Flokki fólks­ins viljum að jöfn­un­ar­sjóð­ur­...

Posted by Jóhann Páll Jóhanns­son on Sat­ur­day, March 19, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent