Fólk hljóti að sjá samfélagsbanka sem góðan valkost

Varaþingmaður Flokks fólksins fjallaði um samfélagsbanka á þinginu í vikunni í tilefni af sölu Íslandsbanka. „Eigum við að bíða eftir næstu bankakreppu eða reyna að stofna banka sem fæst ekki við spákaupmennsku heldur fæst við eðlileg viðskipti?“

Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokksfólksins.
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokksfólksins.
Auglýsing

Helga Þórð­ar­dóttir vara­þing­maður Flokks Fólks­ins nýtti sér sínar tvær mín­útur undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni til að ræða um sam­fé­lags­banka.

„Sam­fé­lags­banki hefur aldrei verið til á Íslandi. Til að skapa grund­völl fyrir rekstri á sam­fé­lags­banka þarf að setja lög á Alþingi Íslend­inga. Í slíkum lögum þarf að koma fram að bank­inn sé við­skipta­banki, ekki fjár­fest­ing­ar­banki. Bank­inn bæri sam­fé­lags­lega ábyrgð og arð­ur­inn færi beint til sam­fé­lags­ins.

Í Þýska­landi er stór sam­fé­lags­banki, Spar­kasse, sem er meira en 100 ára gam­all. Hann er vin­sæl­asti banki almenn­ings í Þýska­landi, enda eru við­skipta­vinir hans 50 millj­ónir af þeim 80 millj­ónum sem þar búa. Það eru 400 Spar­kasse-­bankar í Þýska­landi. Spar­kasse notar hagnað sinn til sam­fé­lags­mála og hefur sett um 500 millj­ónir evra á ári í ýmis sam­fé­lags­leg verk­efn­i,“ sagði Helga.

Auglýsing

Hvernig væri að gera Lands­bank­ann að sam­fé­lags­banka?

Helga benti á að stór sam­fé­lags­banki væri starf­andi í Banda­ríkj­un­um. „Hann var stofn­aður árið 1919 og er rúm­lega 100 ára gam­all. Sam­fé­lags­bank­inn í Norð­ur­-Da­kóta starfar eftir sér­stökum lögum sem hafa hags­muni almenn­ings að leið­ar­ljósi. Fylkið á bank­ann en starf­semin er sjálf­stæð. Bank­inn fjár­festir í raun­veru­legri verð­mæta­sköpun en ekki í spá­kaup­mennsku. Fylkið getur alltaf fengið ódýr lán hjá bank­anum sín­um. Banki Norð­ur­-Da­kóta lenti ekki í vand­ræðum vegna banka­krepp­unnar 2008 því að þeir höfðu ekki keypt neina gúmmí­tékka. Frá 1970 til 2011 urðu 147 banka­kreppur í heim­inum sam­kvæmt Alþjóða­bank­an­um.“

Hún spurði í lok ræðu sinnar hvort Íslend­ingar ættu að bíða eftir næstu banka­kreppu eða reyna að stofna banka sem feng­ist ekki við spá­kaup­mennsku heldur við eðli­leg við­skipti.

„Þeim sem er annt um fjár­hags­legt öryggi almenn­ings hljóta að sjá sam­fé­lags­banka sem góðan val­kost. Þeir eru traustir og þeir vinna fyrir fólk­ið. Í ljósi umræð­unnar hér áðan um sölu bank­anna, hvernig væri að gera Lands­bank­ann að sam­fé­lags­banka okkur öllum til hags­bóta?“ spurði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent