11 færslur fundust merktar „hagstofa“

Erlendir íbúar ólíklegri til að svara lífskjararannsókn Hagstofu
Einstaklingar sem eru valdir til að svara í lífskjararannsókn Hagstofu eru mun ólíklegri til að svara henni ef þeir hafa erlendan bakgrunn. Samkvæmt stofnuninni leiðir þetta misræmi þó ekki endilega til bjagaðra niðurstaðna.
25. mars 2022
Taka ætti spár Hagstofu um fólksfækkun eftir fimm ár með miklum fyrirvara, samkvæmt sérfræðingi hjá Hagstofu.
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir fólksflótta árið 2026
Sérfræðingur hjá Hagstofu segir að taka ætti spár stofnunarinnar um fólksfækkun vegna mikils brottflutnings eftir fimm ár með fyrirvara. Hins vegar er stuðst við þessar spár í framtíðarmati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðaþörf.
22. desember 2021
Velta í sjávarútvegi frá janúar til september var meiri í ár heldur en nokkru sinni fyrr.
Mikill vöxtur í hugverkaiðnaði, sjávarútvegi og álframleiðslu
Samhliða veikari krónu hafa tekjur í helstu útflutningsgreinum okkar, að ferðaþjónustunni undanskilinni, aukist töluvert á síðustu mánuðum. Hugverkaiðnaður er nú orðin næst stærsta útflutningsgrein landsins.
27. október 2021
Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Verðbólga lækkar skarpt og mælist tvö prósent – Ekki verið lægri í tvö ár
Óvænt lækkun húsnæðisliðar lék lykilhlutverk í því að verðbólga fór úr 2,7 í 2,0 prósent milli mánaða. Hún hefur ekki mælst minni í tvö ár og er nú langt undir verðbólgumarkmiði.
19. desember 2019
Hagstofan spáir 1,7 prósent hagvexti á næsta ári
Samdráttur í hagkerfinu í ár verður minni en margir bjuggust við, eða 0,2 prósent. Það verður hins vegar í fyrsta árið í tíu ár sem að það mælist ekki hagvöxtur á Íslandi.
1. nóvember 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
20. september 2019
Hagvöxtur í ár hefur verið meiri en áður var haldið fram.
Enn leiðréttir Hagstofan tölur sínar um hagvöxt
Hagstofa Íslands misreiknaði hagvöxt fyrir bæði fyrsta og annan ársfjórðung ársins 2019. Stofnunin segir að henni þyki þetta miður og muni reyna að láta mistökin ekki endurtaka sig. Hagvöxtur á fyrri helmingi árs var 0,9 prósent, ekki 0,3 prósent.
3. september 2019
Fleiri grunnskólakennarar án réttinda
Á sama tíma og grunnskólanemendur hafa aldrei verið fleiri hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað.
10. apríl 2019
Grand hótel í Reykjavík. Fjöldi hótelgistinga hefur aukist um 4%, en gistinætur aukast mest meðal íslenskra ferðamanna.
Gistinóttum erlenda ferðamanna fækkar í fyrsta skipti í áratug
Erlendir ferðamenn eyddu færri nóttum á skráðum gististöðum í júní í ár samanborið við í júní í fyrra. Þetta er í fyrsta skipti sem gistinóttum erlendra ferðamanna fækkar milli júnímánaða frá 2008.
1. ágúst 2018
Alls fjölgaði ferðamönnum um 25,4% í fyrra.
2,7 milljónir heimsóttu Ísland í fyrra
Fjöldi ferðamanna jókst um fjórðung í fyrra, en aukningin er minni í gistinóttum, útgjöldum ferðamanna og hlutdeild ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu.
20. júlí 2018
Meðalævi Íslendinga aldrei verið hærri.
Íslendingar lifa lengur og betur en áður
Ungbarnadauði er hvergi lægri í Evrópu en á Íslandi og íslenskir karlar verða evrópskra karla elstir. Framfarir læknavísinda og bætt heilsumeðvitund hafa þar mikið að segja.
20. maí 2017