Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir fólksflótta árið 2026

Sérfræðingur hjá Hagstofu segir að taka ætti spár stofnunarinnar um fólksfækkun vegna mikils brottflutnings eftir fimm ár með fyrirvara. Hins vegar er stuðst við þessar spár í framtíðarmati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðaþörf.

Taka ætti spár Hagstofu um fólksfækkun eftir fimm ár með miklum fyrirvara, samkvæmt sérfræðingi hjá Hagstofu.
Taka ætti spár Hagstofu um fólksfækkun eftir fimm ár með miklum fyrirvara, samkvæmt sérfræðingi hjá Hagstofu.
Auglýsing

Mann­fjölda­spá Hag­stofu gerir ráð fyrir fækkun íbúa á tíma­bil­inu 2026-2030 þar sem búist er við að fleiri muni flytja frá land­inu heldur en til þess. Ómar Harð­ar­son, sér­fræð­ingur hjá stofn­un­inni, segir að taka ætti þessum spám með fyr­ir­vara, þær séu til­komnar vegna þess að gera þurfi ráð fyrir að hluti erlendra rík­is­borg­ara sem setj­ast hér að flytji út aftur í spálík­an­inu. Þrátt fyrir það hefur Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun mann­fjölda­spá Hag­stofu til grund­vallar í sinni spá á upp­safn­aðri hús­næð­is­þörf.

Sam­kvæmt mann­fjölda­spánni, sem kom út á mánu­dag­inn, er gert ráð fyrir tölu­verðri fjölgun íbúa á næstu árum, sem drifin verður áfram af fjölgun aðfluttra umfram brott­fluttra. Búist er við að fjölg­unin nái hámarki á milli áranna 2025 og 2026, en þá er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 13 þús­und manns.

Auglýsing

Á milli áranna 2026 og 2029 gerir spálíkan Hag­stofu hins vegar við að íbúum fækki á milli ára, þar sem mun fleiri muni flytja frá land­inu heldur en til þess. Eftir níu ár er svo búist við stöðugri fólks­fjölg­un, sem og búferla­flutn­ingum til og frá lands­ins, út spá­tíma­bil­ið. Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an. Sam­kvæmt henni fara sveiflur í mann­fjölda­þróun á næstu árum að miklu leyti eftir fólks­flutn­ing­um, en búist er við að fjöldi fæddra umfram lát­inna muni hald­ast nokkuð stöð­ugur á sama tíma.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Ómar Harð­ar­son, sér­fræð­ingur hjá Hag­stofu, að mann­fjölda­spáin byggi á tveimur spám. Ann­ars vegar er það skamm­tíma­spá, sem byggir meðal ann­ars á hag­fræði­legum stærðum og mati á fólks­flutn­ingum á næstu árum vegna þeirra, og hins vegar lang­tíma­spánni, sem byggir meira á áætl­aðri þróun í ald­urs­sam­setn­ingu og frjó­semi.

Ómar segir þró­un­ina í lík­an­inu á tíma­bil­inu 2026 til 2029 vera vegna þess að Hag­stofan þurfi að taka til­lit til þess að fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem flytja hingað til lands á næstu árum flytji af landi brott innan nokk­urra ára. Væri það ekki gert gæti lang­tíma­spáin falið í sér ofmat á þróun mann­fjölda til lengri tíma. Sam­kvæmt honum þyrfti því að taka þró­un­ina á þessu tíma­bili með fyr­ir­vara.

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) gaf út grein­ingu um íbúða­þörf til árs­ins 2030 fyrr í ár, en þar er mann­fjölda­spá Hag­stofu höfð til grund­vall­ar. Sam­kvæmt HMS er búist við að íbúða­þörf hér á landi nái hámarki árið 2025, en muni svo minnka á tíma­bil­inu 2026-2030 vegna minni fólks­fjölg­un­ar.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur og aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, vakti athygli á þessu mis­ræmi í væntri þróun aðfluttra umfram brott­fluttra á þessum ára­tug og hvernig hún getur haft áhrif á íbúða­þörf­ina hér­lendis í Twitt­er-­færslu í dag. Sam­kvæmt henni þyrfti að byggja um 3-5.000 íbúðir á hverju ári til árs­ins 2026, á meðan nær engin þörf væri á nýjum íbúðum árin 2027-2030. Twitt­er-­færsl­una má sjá hér að ofan.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í upp­haf­legu fyr­ir­sögn frétt­ar­innar stóð að Hag­stofa hefði litla trú á eigin mann­fjölda­spá fyrir tíma­bilið 2026-2030. Sú full­yrð­ing er ekki rétt og hefur fyr­ir­sögn­inni því verið breytt í sam­ræmi við það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent