20 manna samkomutakmarkanir yfir jól og áramót

Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaaðgerðir. 20 manna samkomubann verður í gildi yfir jól og áramót. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti á morgun og gilda í þrjár vikur. Óákveðið er hvenær skólahald hefst á nýju ári.

Alls greindust 313 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri. 286 smit greindust innanlands og 27 á landamærunum.
Alls greindust 313 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri. 286 smit greindust innanlands og 27 á landamærunum.
Auglýsing

„Við höfum auð­vitað veru­legar áhyggj­ur,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í hádeg­inu þegar hún ásamt Willum Þór Þórs­syni heil­brigð­is­ráð­herra kynntu hertar sam­komu­tak­mark­anir að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í hádeg­inu.

20 manna sam­komu­bann tekur gildi á mið­nætti annað kvöld, og gildir næstu þrjár vikur eða til 13. jan­ú­ar. Þá verða 200 manna hólf verða skil­greind á fjölda­sam­komum og þar verður nei­kvæðra hrað­prófa kraf­ist. Katrín segir þetta ekki skemmti­leg tíð­indi að flytja þjóð­inni í aðdrag­anda jóla. Mark­miðið sé samt sem áður að halda sam­fé­lag­inu gang­andi eins og kostur er. Reglur á landa­mærum verða óbreyttar til 15. jan­ú­ar.

Auglýsing
286 smit greindust inn­an­lands í gær og hafa aldrei verið fleiri. 27 smit greindust á landa­mær­unum og heild­ar­fjöldi smita er því 313. 2.023 eru í ein­angr­un, smit­aðir af veirunni, og 3.028 eru í sótt­kví.

Í minn­is­blað­inu sem sótt­varna­læknir skil­aði til heil­brigð­is­ráð­herra í gær er lagt til aðgrunn­skól­ar, fram­halds­skólar og háskólar hefji ekki starf­semi fyrr en 10 jan­ú­ar. Ekki var fall­ist á þá til­lögu en Willum segir að ráð­herra skóla­mála muni ræða við skóla­stjórn­endur um skóla­hald að loknu jóla­fríi. Ekki hefur komið til tals að loka leik­skól­um.

Sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar mega taka við helm­ingi færri gestum en vana­lega og afgreiðslu­tími veit­inga- og skemmti­staða verður styttur enn frek­ar. Þá verður tveggja metra nálægð­ar­regla tekin upp í stað eins metra reglu nú. Um átta mán­uðir eru síðan 20 manna sam­komu­tak­mark­anir voru síð­ast í gildi hér á landi.

Blanda af tveimur far­öldrum

Thor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði við Háskóla Íslands, segir stöð­una ískyggi­lega í færslu á Face­book í morgun þar sem hann fjallar um vöxt far­ald­urs­ins. Thor talar um nýjan Covid-veru­leika þar sem tvö­föld­un­ar­tími ómíkron-af­brigð­is­ins sé nær því að vera tveir til þrír dag­ar, auk þess sem delta-af­brigðið sé enn að grein­ast og því sé um blöndu af tveimur far­öldrum að ræða.

Vika frá síð­ustu hug­leið­ingu þegar var komin vís­bend­ing um við­snún­ing og svo jókst vaxt­ar­hrað­inn. Fram að síð­ust­u...

Posted by Thor Aspelund on Tues­day, Decem­ber 21, 2021

12 sjúk­lingar liggja á Land­spít­ala með Covid-19 og er með­al­aldur þeirra 58 ár. Tveir eru á gjör­gæslu og annar þeirra í önd­un­ar­vél. 2.035 eru í eft­ir­liti á Covid göngu­deild spít­al­ans, þar af 718 börn. Frá því að fjórða bylgja far­ald­urs­ins hófst í lok júní hafa 235 lagst inn á Land­spít­ala.

57 pró­sent þjóð­ar­innar mót­tæki­leg fyrir alvar­legum veik­indum af völdum ómíkron

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í nýjum pistli á covid.is að ósk­hyggja megi ekki blinda sýn okkar þó að bólu­setn­ing gegn Covid-19 hafi vissu­lega skilað miklu í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn.

77 pró­sent lands­manna hafa fengið tvær bólu­setn­ingar og um 43% þrjá skammta eða svo­kall­aða örv­un­ar­bólu­setn­ingu. Þórólfur segir þessa góðu þátt­töku skila árangri en stað­reyndin sé samt sem áður sú að 57 pró­sent þjóð­ar­innar er mót­tæki­leg fyrir alvar­legum veik­indum af völdum ómíkron-af­brigð­is­ins þar sem nið­ur­stöðu rann­sókna sýna að vernd að völdum fyrri sýk­inga og vernd af bólu­setn­ingum eru hins vegar minni en gegn delta-af­brigð­inu.

„Við verðum að nýta okkur þær upp­lýs­ingar sem liggja fyrir um raun­veru­legan árangur bólu­setn­ing­anna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19. Sam­fé­lags­legum aðgerðum þarf jafn­framt að beita á hóf­legan og skyn­sam­legan máta til að vernda heil­brigði almenn­ings,“ segir Þórólfur í pistli sín­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent