Eyþór segist hafa „tilfinningu“ fyrir 35-36 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni í vor

Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun hans um að hverfa á braut úr borgarmálunum ekki byggjast á einhverjum skoðanakönnunum sem hafi verið honum eða flokknum í óhag. Þvert á móti segir hann Sjálfstæðisflokkinn standa sterkt.

Eyþór Arnalds ætlar ekki að gefa kost á sér til borgarstjórnar í vor.
Eyþór Arnalds ætlar ekki að gefa kost á sér til borgarstjórnar í vor.
Auglýsing

Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur segir að sú ákvörðun sem hann kunn­gjörði laust fyrir mið­nætti í gær, að hann ætl­aði að draga fram­boð sitt í borg­inni til baka, hafi verið í gerjun um nokkurn tíma.

Aðspurður segir hann í sam­tali við Kjarn­ann að þessi ákvörðun um að sækj­ast ekki eftir end­ur­kjöri byggi ekki á því að hann eða aðrir hafi verið að láta fram­kvæma ein­hverjar skoð­ana­kann­anir þar sem afstaða til hans sjálfs í sam­an­burði við aðra fram­bjóð­endur hafi verið mæld á meðal borg­ar­búa.

„Nei, ég hef ekki verið að gera kann­an­ir, en ég veit hins vegar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur sterkt. Ég bara finn það. Ég trúi svo­lítið á, og held að það sé í lagi að segja frá því, svona „gut-“inn­sæ­i,“ segir Eyþór og á þá við að hann hafi alltaf haft „til­finn­ingu fyrir fylg­i“.

„Þegar ég var í Árborg spáði ég eig­in­lega upp á pró­sent hvað við fengj­um, 40 og 50 pró­sent og sagði frá því fyrir kosn­ingar og fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar spáði ég að við fengjum rúm­lega 30 pró­sent, það stóðst og við fengum 31. Ég held að við gætum fengið 35 til 36 pró­sent í vor ef rétt er á málum hald­ið, það er mín til­finn­ing. Ég held, eða ég held ekk­ert, ég veit það að við erum að skila góðu búi. Við vorum stærsti flokk­ur­inn síð­ast og verðum það áfram,“ segir Eyþór.

Ekki bar­daga­fæl­inn

Eyþór segir að hann hafi aldrei kviðið því að fara í próf­kjörs­slag, fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar hafi hann jú att kappi við fjóra aðra fram­bjóð­end­ur.

„Þannig að ég er ekki bar­daga­fæl­inn. Þetta er fyrst og fremst spurn­ing um það að lífið er stutt, ég á fjögur börn og maður þarf að hugsa um það og líka hitt. Það er ekki hægt að skipta sér upp, þetta kallar á algjöran fók­us, bæði próf­kjör, kosn­inga­bar­átta og svo auð­vitað næsta kjör­tíma­bil.

Maður fer ekki í þetta af hálfum huga, maður verður að fara alveg af heilum hug og rúm­lega,“ segir Eyþór við Kjarn­ann.

Maður komi í manns stað

Eyþór greindi sem áður segir frá ákvörðun sinni um að hætta við fram­boð á Face­book í gær­kvöldi og í athuga­semda­kerf­inu við færsl­una lýsa sumir stuðn­ings­menn hans því yfir að þeir harmi brott­hvarf hans og þakka honum fyrir störfin í borg­inni.

Auglýsing

Sumir gera reyndar meira en það og lýsa því yfir að þeim hugn­ist ekki að Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi, sem er nú orðin ein í fram­boði um leið­toga­sæti flokks­ins, fari fyrir Sjálf­stæð­is­mönnum í borg­inni til kosn­inga í vor.

Nokkur áherslu­munur hefur verið innan borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á kjör­tíma­bil­inu, kannski einkum og sér í lagi hvað varðar afstöðu til sam­göngu­mála. Einn karl í athuga­semda­kerf­inu við færslu Eyþórs upp­nefnir Hildi og kallar hana „Borg­ar­línu­dótt­ir“.

Spurður út í þetta segir Eyþór að það sé nú þannig að fólk hafi mis­mun­andi skoð­an­ir, en hann seg­ist ekki ótt­ast að brott­hvarf hans úr póli­tík­inni skaði Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík.

„Það kemur maður í manns stað,“ segir Eyþór og bætir því við að eng­inn sé ómissandi í póli­tík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent