Segist „fullur efasemda um harðari aðgerðir“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum sýnist „enn og aftur“ ekki horft til heildarhagsmuna við ákvörðunartöku varðandi sóttvarnaaðgerðir. Leiðin áfram sé að „treysta fólki til að taka ábyrgð á sjálfu sér“.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hér til vinstri.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hér til vinstri.
Auglýsing

Vil­hjálmur Árna­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks lýsti yfir efa­semdum um hertar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í gær­kvöldi, en rík­is­stjórnin mun í dag funda um nýjar til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra, sem meðal ann­ars fela í sér að ein­ungis 20 manns megi koma saman og að skólar opni ekki á ný fyrr en þann 10. jan­ú­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í fjöl­miðlum í gær, en minn­is­blað Þór­ólfs hefur ekki verið gert opin­bert.

Vil­hjálm­ur, sem er þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is, gagn­rýnir í færslu sinni að þingið hafi enga aðkomu að ákvörð­un­ar­töku frekar en áður og seg­ist „fullur efa­semda um harð­ari aðgerð­ir.“ Í sam­tali við RÚV í morgun sagði Vil­hjálmur að það væri „rík skoðun innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins“ að meira þyrfti til að rök­styðja svona harðar tak­mark­an­ir.

„Á þeim tæpum tveimur árum sem við höfum glímt við far­ald­ur­inn höfum við farið úr því að vera óbólu­sett þjóð yfir í eina bólu­sett­ustu þjóð jarð­ar­inn­ar. Tak­mark­an­irnar eru þó hér um bil þær sömu og er sá eft­ir­tekt­ar­verði árangur sem við höfum náð á sviði bólu­setn­inga þar með hafður að eng­u,“ skrifar þing­mað­ur­inn.

Hann segir að þann mikla fjölda virkra smita í sam­fé­lag­inu í dag skuli „lesa í því ljósi“ að mikil aðsókn hafi verið í hrað­próf und­an­farið og vísar þar til frétta um að fimm pró­sent þjóð­ar­innar hafi farið í hrað­próf síð­asta föstu­dag.

„Af þeim liggja ell­efu á sjúkra­húsi, sem er umtals­vert minna en helstu sér­fræð­ing­ar, þ.m.t. sótt­varn­ar­lækn­ir, spáðu fyrir um fyrir skömmu,“ skrifar Vil­hjálmur og bætir við að það sé „rík­is­stjórn­ar­innar og okkar þjóð­kjör­inna full­trúa að horfa til heild­ar­hags­muna við alla ákvörð­un­ar­töku. Enn og aftur sýn­ist mér að það sé ekki gert nú.“

Auglýsing

Vil­hjálmur segir að lista­fólk, veit­inga- og gisti­geirar horfi nú fram á algjört tekju­hrun, hópar sem „hafa lagt sig fram um að lifa með veirunni og hlýtt boðum yfir­valda um breyttar upp­still­ing­ar, aflögn stand­andi hlað­borða, nei­kvæð hrað­próf fyrir aðgang að við­burð­um“ og fleira og að heims­far­ald­ur­inn hafi „áhrif á heilsu fólks sem sjaldnar er talað um.“

Þar á hann við and­leg veik­indi, kvíða, þung­lyndi og frestun á að fólk leiti sér nauð­syn­legrar heil­brigð­is­þjón­ustu. „Fólk flosnar upp úr námi, mik­il­væg þekk­ing glat­ast á vinnu­stöðum og áfram mætti telja,“ ­segir þing­mað­ur­inn og bætir við að fólk „hræð­ist ekki lengur veik­indin af völdum covid, heldur sótt­varn­ar­yf­ir­völd og þeirra aðgerð­ir.“

Þing­mað­ur­inn segir að áhrifin á yngstu kyn­slóð­ina eigi eftir að koma í ljós. Leiðin áfram, segir Vil­hjálm­ur, er að „treysta fólki til að taka ábyrgð á sjálfu sér“.

Í fyrra­málið tekur heil­brigð­is­ráð­herra afstöðu til minn­is­blaðs sótt­varn­ar­læknis um hertar tak­mark­anir sem eiga að taka...

Posted by Vil­hjálmur Árna­son on Monday, Decem­ber 20, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent