Eyþór Arnalds hættur við framboð og á leið úr stjórnmálum

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er hættur við að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann segir ástæðuna persónulega, ekki pólitíska.

Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík, er hættur við að gefa kost á sér til að leiða lista flokks­ins í borg­inni fyrir kom­andi kosn­ing­ar, sem fara fram í maí. Allt stefnir í að leið­toga­próf­kjör verði haldið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í febr­úar og hafði Eyþór gefið út að hann sækt­ist áfram eftir odd­vita­sæt­inu að óbreyttu. Auk hans hafði Hildur Björns­dótt­ir, sem var í öðru sæti á list­anum í kosn­ing­unum 2018, til­kynnt að hún vildi leiða list­ann. Eng­inn annar hefur sem stendur til­­kynnt fram­­boð í leið­­toga­­sæt­ið.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book sem birt var um mið­nætti sagði Eyþór að honum hafi snú­ist hug­ur. Hann muni gegna skyldum sínum út kjör­tíma­bilið og láta síðan af þátt­töku í stjórn­málum að sinn­i. 

Ákvörð­unin sé tekin af per­sónu­legum ástæð­um, ekki póli­tísk­um. „Ég er þess full­viss að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun vinna góðan sigur í vor og þeir sem þekkja mig vita að ég ótt­ast ekki nið­ur­stöður í nokkru  próf­kjöri. Eins er rétt að árétta að ákvörð­unin er algjör­lega óháð því hvaða fyr­ir­komu­lag sjálf­stæð­is­menn í Reykja­vík kjósa að við­hafa við val á fram­boðs­lista eða hvaða ein­stak­lingar munu gefa kost á sér í því vali.

Auglýsing
Fram undan er löng og ströng kosn­inga­bar­átta sem kallar á að allt annað víki á með­an. Ég hef ein­fald­lega kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ég þurfi og vilji meiri tíma til að sinna mér og mínu, heim­ili og hugð­ar­efn­um. Nú er það ann­arra að taka við kefl­inu í því boð­hlaupi sem póli­tíkin er.“

Eyþór segir stóra og breiða for­ystu­sveit í Sjálf­stæð­is­flokknum og að þar sé eng­inn hörgull á fólki til að taka við og leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn til sig­urs. „Það verður sigur Reykja­víkur og Reyk­vík­inga.“

Kæru vin­ir. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í...

Posted by Eyþór Lax­dal Arn­alds on Monday, Decem­ber 20, 2021

Stefnir í leið­toga­próf­kjör

Kosið verður um leið­­toga lista Sjálf­­stæð­is­­manna fyrir borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­arnar í Reykja­vík að óbreyttu. Það er sama leið og flokk­­ur­inn fór fyrir kosn­­ing­­arnar 2018 þegar Eyþór var val­inn til að leiða lista flokks­ins. Þetta var ákveðið á fundi Varð­­ar, full­­­trú­a­ráðs sjálf­­­stæð­is­­­fé­laga í Reykja­vík, í síð­ustu viku. Eyþór var fylgj­andi þeirri leið en Hildur á móti henni.

Full­­trú­a­ráð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins þarf að sam­­þykkja leið­ina til að hún verði að veru­­leika með 2/3 hluta atkvæða. Gangi það eftir verður kosið í kjör­­nefnd til að fylla önnur sæti á list­an­­um.

Verði þessi leið ofan á mun kjör­­nefnd svo raða í önnur sæti að loknu leið­­toga­­kjöri og full­­trú­a­ráð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins síðan taka afstöðu til þeirrar til­­lögu.

Árið 2018 sótt­­u­st, ásamt Eyþóri þau Kjartan Magn­ús­­son og Áslaug Frið­­­riks­dótt­ir, þáver­andi borg­­­ar­­­full­­­trú­­ar, Vil­hjálmur Bjarna­­­son fyrr­ver­andi Alþing­is­­­maður og Viðar Guðjohn­­sen leig­u­­­sali eftir því að leiða list­ann. 

Eng­inn þeirra sem lutu í lægra haldi fyrir Eyþóri fékk sæti á lista flokks­ins í kjöl­farið og eini sitj­andi borg­­ar­­full­­trú­inn sem sat í efstu sæt­unum var Marta Guð­jóns­dótt­­ir.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fékk 30,8 pró­­sent atkvæða í þeim kosn­­ingum og átta borg­­ar­­full­­trúa kjörna. Fyrir vikið varð hann stærsti flokk­­ur­inn í borg­inni á ný. Það dugði þó ekki til þar sem Sam­­fylk­ing­in, Við­reisn, Píratar og Vinstri græn mynd­uðu meiri­hluta og Dagur B. Egg­erts­­son hélt áfram sem borg­­ar­­stjóri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent