Verðbólga lækkar skarpt og mælist tvö prósent – Ekki verið lægri í tvö ár

Óvænt lækkun húsnæðisliðar lék lykilhlutverk í því að verðbólga fór úr 2,7 í 2,0 prósent milli mánaða. Hún hefur ekki mælst minni í tvö ár og er nú langt undir verðbólgumarkmiði.

Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Auglýsing

Verð­bólga lækk­aði skarpt milli mán­aða og fór úr 2,7 pró­sent í 2,0 pró­sent. Það er minnsta verð­bólga sem mælst hefur í tvö ár, eða frá því í des­em­ber 2017. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofan birti í morg­un. 

Það þýðir að verð­bólgan er komin undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands á ný, en hún var þar síð­ast í júní 2018. Frá þeim tíma reis hún hæst í 3,7 pró­sent í des­em­ber fyrir ári síð­an. 

Flestar spár gerðu ráð fyrir að verð­bólgan myndi fara niður í átt að verð­bólgu­mark­miði í lok yfir­stand­andi árs, eða snemma á því næsta, en það voru ekki margir sem gerður ráð fyrir svona skörpum sam­drætti henn­ar. 

Auglýsing
Ef horft er á vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir tólf mán­aða verð­bólgu, án hús­næð­islið­ar­ins þá hefur hún hækkað um 1,7 pró­sent síð­ast­liðið ár, eða aðeins minna en ef hús­næð­islið­ur­inn er tek­inn með í reikn­ing­inn. 

Hefur áhrif á lána­kjör fjölda Íslend­inga

Hin skarpa minnkun verð­bólgu hefur jákvæð áhrif á alla þá sem eru með verð­tryggð íbúða­lán, en þorri íslenskra lán­taka er með slík lán. Kjarn­inn hefur þó fjallað um það und­an­farna daga að óverð­tryggð lán hafi verið að sækja mjög í sig veðrið það sem af er þessu ári, meðal ann­ars vegna þess að sumir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa breytt lána­skil­málum sínum þannig að þeir vísa fleirum í átt að slíku lána­formi. 

Á þessu ári hefur sam­­setn­ing lána tekið stakka­­skiptum því óverð­­tryggð lán­hafa vaxið um nær 30 pró­­sent á milli ára en á móti vegur að hrein ný verð­­tryggð lán dróg­ust saman um 37 pró­­sent á verð­lagi hvors árs. 

Óvænt lækkun hús­næð­isliðar

Í grein eftir Jón Bjarka Bents­son, aðal­hag­fræð­ing Íslands­banka, sem birt­ist á heima­síðu bank­ans í dag segir að óvænt lækkun hús­næð­isliðar hafi vegið þungt í því hversu mik­ill munur var á verð­bólgu­spám og mæl­ingu Hag­stof­unnar í des­em­ber. „Lækk­andi vextir á íbúða­lánum und­an­farin miss­eri koma af nokkrum krafti inn í mæl­ingu reikn­aðrar húsa­leigu nú um stund­ir,“ segir hann og bætir við að sú mæl­ing sam­an­standi í raun af tveimur þátt­um, ann­ars vegar breyt­ingum á íbúða­verði næstu þrjá mán­uði á undan mæl­ing­ar­mán­uði og hins vegar 12 mán­aða hlaup­andi með­al­tali vaxta á íbúða­lán­um.

Að hús­næð­isliðnum frá­töldum vó lið­ur­inn mat­ur- og drykkj­ar­vörur þyngst til lækk­unar í mæl­ingu des­em­ber­mán­að­ar. Það helsta í mán­uð­inum sem vó til hækk­unar á verð­bólgu voru flug­far­gjöld.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent