Verðbólga lækkar skarpt og mælist tvö prósent – Ekki verið lægri í tvö ár

Óvænt lækkun húsnæðisliðar lék lykilhlutverk í því að verðbólga fór úr 2,7 í 2,0 prósent milli mánaða. Hún hefur ekki mælst minni í tvö ár og er nú langt undir verðbólgumarkmiði.

Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Auglýsing

Verð­bólga lækk­aði skarpt milli mán­aða og fór úr 2,7 pró­sent í 2,0 pró­sent. Það er minnsta verð­bólga sem mælst hefur í tvö ár, eða frá því í des­em­ber 2017. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofan birti í morg­un. 

Það þýðir að verð­bólgan er komin undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands á ný, en hún var þar síð­ast í júní 2018. Frá þeim tíma reis hún hæst í 3,7 pró­sent í des­em­ber fyrir ári síð­an. 

Flestar spár gerðu ráð fyrir að verð­bólgan myndi fara niður í átt að verð­bólgu­mark­miði í lok yfir­stand­andi árs, eða snemma á því næsta, en það voru ekki margir sem gerður ráð fyrir svona skörpum sam­drætti henn­ar. 

Auglýsing
Ef horft er á vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir tólf mán­aða verð­bólgu, án hús­næð­islið­ar­ins þá hefur hún hækkað um 1,7 pró­sent síð­ast­liðið ár, eða aðeins minna en ef hús­næð­islið­ur­inn er tek­inn með í reikn­ing­inn. 

Hefur áhrif á lána­kjör fjölda Íslend­inga

Hin skarpa minnkun verð­bólgu hefur jákvæð áhrif á alla þá sem eru með verð­tryggð íbúða­lán, en þorri íslenskra lán­taka er með slík lán. Kjarn­inn hefur þó fjallað um það und­an­farna daga að óverð­tryggð lán hafi verið að sækja mjög í sig veðrið það sem af er þessu ári, meðal ann­ars vegna þess að sumir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa breytt lána­skil­málum sínum þannig að þeir vísa fleirum í átt að slíku lána­formi. 

Á þessu ári hefur sam­­setn­ing lána tekið stakka­­skiptum því óverð­­tryggð lán­hafa vaxið um nær 30 pró­­sent á milli ára en á móti vegur að hrein ný verð­­tryggð lán dróg­ust saman um 37 pró­­sent á verð­lagi hvors árs. 

Óvænt lækkun hús­næð­isliðar

Í grein eftir Jón Bjarka Bents­son, aðal­hag­fræð­ing Íslands­banka, sem birt­ist á heima­síðu bank­ans í dag segir að óvænt lækkun hús­næð­isliðar hafi vegið þungt í því hversu mik­ill munur var á verð­bólgu­spám og mæl­ingu Hag­stof­unnar í des­em­ber. „Lækk­andi vextir á íbúða­lánum und­an­farin miss­eri koma af nokkrum krafti inn í mæl­ingu reikn­aðrar húsa­leigu nú um stund­ir,“ segir hann og bætir við að sú mæl­ing sam­an­standi í raun af tveimur þátt­um, ann­ars vegar breyt­ingum á íbúða­verði næstu þrjá mán­uði á undan mæl­ing­ar­mán­uði og hins vegar 12 mán­aða hlaup­andi með­al­tali vaxta á íbúða­lán­um.

Að hús­næð­isliðnum frá­töldum vó lið­ur­inn mat­ur- og drykkj­ar­vörur þyngst til lækk­unar í mæl­ingu des­em­ber­mán­að­ar. Það helsta í mán­uð­inum sem vó til hækk­unar á verð­bólgu voru flug­far­gjöld.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent