Ólafur Ragnar: Varð að „manipulera“ atburðarás til að gera Jóhönnu að forsætisráðherra

Fyrrverandi forseti Íslands taldi að það yrði að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra til að eygja endurreisn. Steingrímur J. Sigfússon taldi sig vera eina manninn sem gat forðað Íslandi frá gjaldþroti eftir hrunið.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon stóðu í stafni ríkisstjórnarinnar sem tók við árið 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon stóðu í stafni ríkisstjórnarinnar sem tók við árið 2009.
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, þá for­seti Íslands,  taldi að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir væri eini stjórn­mála­mað­ur­inn sem gæti tekið við og leitt rík­is­stjórn í jan­úar 2009, eftir banka­hrunið og á meðan að bús­á­hald­ar­bylt­ingin stóð sem hæst. Hún naut þá 66 pró­sent stuðn­ings í könn­un­um. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók­inni Hreyf­ing rauð og græn – Saga VG 1999-2019 eftir Pétur Hrafn Árna­son sagn­fræð­ing, sem kom út fyrr í þessum mán­uði í til­efni af 20 ára afmæli Vinstri grænna. Ólafur Ragnar er á meðal þeirra sem höf­und­ur­inn tók við­tal við þegar hann vann verk­ið.

Ekki til neitt AGS til að end­ur­reisa traust

Í jan­úar 2009 stóð rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem var sam­steypu­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar, á brauð­fótum og miklar þreif­ingar voru þegar byrj­aðar á milli manna um nýjan val­kost til að takast á við þá for­dæma­lausu stöðu sem var uppi í sam­fé­lag­inu eftir hrun­ið. 

Auglýsing
Þannig ræddu Össur Skarp­héð­ins­son, þáver­andi ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ögmundur Jón­as­son, sem var árum saman þunga­vigt­ar­maður innan Vinstri grænna, saman óform­lega um myndun minni­hluta­stjórnar flokk­anna tveggja tölu­vert áður en að rík­is­stjórn Geirs féll form­lega.

Í bók­inni segir Ólafur Ragnar að Jóhanna, sem var ekki for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á þessum tíma heldur Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, hafi á þessum tíma verið „eini stjórn­mála­mað­ur­inn sem gæti skapa ró í sam­fé­lag­inu, fengið þjóð­ina til að hætta að kveikja elda á hverju kvöldi og að lög­reglan þyrfti ekki að verja Alþingi, Seðla­banka og Stjórn­ar­ráðs­hús­ið. Í kringum ára­mótin 2008-9 var ég ekki í vafa um að við myndum ná að klóra okkur fram úr þessum efna­hags­vand­ræð­um, ég þótt­ist viss um að það tæk­ist með tím­an­um.Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands í 20 ár. Mynd: Birgir Þór Harðarson 

Þegar ég hins vegar fór fram úr á morgn­ana ótt­að­ist ég mest að þetta sam­fé­lag væri að tæt­ast í sund­ur, menn­ing­ar­lega, sam­fé­lags­lega og lýð­ræð­is­lega. Það er ekki til neitt AGS til að end­ur­reisa traust á grunn­stoðum sam­fé­laga. Til að eygja von um end­ur­reisn yrði að „man­ipulera“ atburða­rás til að gera Jóhönnu að for­sæt­is­ráð­herra.“

Stein­grímur sá engan annan sem gæti forðað land­inu frá þroti

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá for­maður Vinstri grænna, hélt því opnu að taka sjálfur að sér að verða for­sæt­is­ráð­herra en komst síðar að þeirri nið­ur­stöðu að hann þyrfti að vera ann­ars staðar og að Jóhanna væri besti kost­ur­inn fyrir þjóð­ina í því and­rúms­lofti sem var. „Þá var ég upp­tek­inn af stöðu efna­hags­mála og því ljóst að ég tæki þennan mála­flokk að mér. Ég hrein­lega sá engan annan fyrir mér í að taka það verk að sér að forða land­inu frá gjald­þroti og það væri eig­in­lega mín skylda að gera það sjálf­ur.“

­Stein­grímur lýsir svo því hversu mikil átök og vinna hefðu fylgt næstu dög­um. Frá 20. jan­úar 2009 og á næstu þremur vikum létt­ist Stein­grímur til að mynda um sjö kíló. 

Minni­hluta­stjórn Jóhönnu og Stein­gríms þurfti að sitja í skjóli ein­hvers fram að kosn­ing­um, ann­ars kæmi hún engu í gegn. Það skjól bauðst Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem nokkrum dögum áður hafði verið kos­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, til að veita.

Þegar kom að þvi að form­gera þann stuðn­ing þá neit­aði Sig­mundur Davíð hins vegar að und­ir­rita sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu og vildi hafa stuðn­ing sinn óform­legri. 

Stein­grímur segir í bók­inni að þetta hafi verið „dæmi­gerður Sig­mundur Dav­íð, þá var að renna upp fyrir honum að með því tæki hann meiri ábyrgð og gæti ekki haft opin glugga á bak við sig eins og honum er tamt. Ég spurði hvort hann vildi ekki einu sinni koma til viku­legra funda með okkur og hann svar­aði, „jú, við getum svo sem haldið þá.“

Jóhanna fékk bak­þanka um myndum stjórn­ar­innar við þessi tíð­indi og kvart­aði yfir því í sím­tali við Ólaf Ragnar að það væri „von­laust að eiga við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son.“ 

Á end­anum var hins vegar talað um fyrir henni og minni­hluta­stjórn­inni komið á. Hún breyt­ist svo í meiri­hluta­stjórn í kosn­ing­unum 2009, sem sat fram til árs­ins 2013 þegar hún kol­féll. 

Stein­grímur segir í bók­inni að hann velti enn fyrir sér hvers konar flygi Vinstri græn hefðu fengið í kosn­ing­unum 2009 ef flokk­ur­inn hefði ekki skorið Sam­fylk­ing­una út úr klóm Íhalds­ins. „Sam­fylk­ingin hafði þá misst allan trú­verð­ug­leika sem þetta mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hefur ekki end­ur­heimt hann.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent