Töluverður munur á atvinnuleysistölum Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar

Almennt atvinnuleysi í júní var 7,5 prósent samkvæmt Vinnumálastofnun og 9,5 prósent með tilliti til hlutabótaleiðar. Samkvæmt Hagstofunni var atvinnuleysi 3,5 prósent. Brottfallsskekkja gæti hafa leitt til vanmats á atvinnuleysi hjá Hagstofunni.

Austurstræti - ys og læti
Auglýsing

Mik­ill munur er á mældu atvinnu­leysi á Íslandi eins og það birt­ist í tölum frá Vinnu­mála­stofnun ann­ars vegar og í tölum frá Hag­stof­unnar hins veg­ar. Almennt atvinnu­leysi í júní­mán­uði mæld­ist 7,5 pró­sent hjá Vinnu­mála­stofnun og ef til­lit er tekið til hluta­bóta­leiðar stjórn­valda var atvinnu­leysi 9,5 pró­sent. Þessar tölur koma úr mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar sem birt var fyrr í mán­uð­in­um. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum vinnu­mark­aðs­rann­sóknar Hag­stof­unnar fyrir júní sem birtar voru í gær mæld­ist atvinnu­leysi í mán­uð­inum hins vegar 3,5 pró­sent.Reglu­lega spretta upp umræður um mun á atvinnu­leysis­tölum stofn­an­anna en ástæð­una má rekja til þess að mæl­ing­arnar eru fram­kvæmdar á ólíkan hátt. Kjarn­inn hafði sam­band við starfs­fólk Hag­stof­unnar til að reyna að kom­ast að því í hverju mun­ur­inn ligg­ur.Auglýsing

Rann­sóknin fram­kvæmd í hverri viku frá 2003

Í svari frá Hag­stof­unni segir að vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stof­unnar sé hluti af vinnu­mark­aðs­rann­sókn Evr­ópu­sam­bands­ins og að hún fylgi alþjóð­legum skil­grein­ingum slíkra rann­sókna. „Rann­sóknin er fram­kvæmd á sam­bæri­legan hátt í öllum löndum evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins og eru spurn­ingar sam­bæri­legar milli land­anna. Þetta er gert til að fá gögn sem hægt er að nota í sam­an­burði milli landa. Hag­stofa Íslands hefur fram­kvæmt Vinnu­mark­aðs­rann­sókn sam­fellt allar vikur árs­ins frá árinu 2003.“Sam­kvæmt skil­grein­ing­unni sem Hag­stofan notar þá telj­ast þeir atvinnu­lausir sem voru án atvinnu í við­mið­un­ar­viku rann­sókn­ar­inn­ar. Atvinnu­lausir telj­ast þeir sem „höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukku­stund eða leng­ur) sem laun­þegi eða sjálf­stætt starf­andi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mán­aða.“Varð­andi síð­asta hluta skil­grein­ing­ar­innar þá telj­ast þeir ein­stak­lingar sem komnir eru með vinnu sem hefst innan þriggja mán­aða atvinnu­laus­ir. Þeir ein­stak­lingar sem hafa fengið vil­yrði um vinnu sem hefst eftir lengri tíma en þrjá mán­uði eru taldir óvirkir og því utan vinnu­afls. Það sama gildir um þá sem ekki geta hafið störf innan tveggja vikna, þeir ein­stak­lingar telj­ast óvirk­ir. Sam­kvæmt skil­grein­ingu Vinnu­mála­stofn­unar getur fólk verið atvinnu­laust að hluta en ekki sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stof­unn­ar. Þá er líka munur á fjölda þeirra sem eru til skoð­unar hjá hvorri stofnun fyrir sig. Vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stof­unnar miðar við áætl­aðan með­al­fjölda ein­stak­linga á aldr­inum 16 til 74 ára fyrir hvern mán­uð. Áætluð mann­aflstala Vinnu­mála­stofn­unar miðar við fólk á aldr­inum 18 til 69 ára. Miklir fyr­ir­varar með nýj­ustu nið­ur­stöð­um 

Í frétt á vef Hag­stof­unnar frá því í gær eru settir fram ákveðnir fyr­ir­varar vegna nið­ur­staðna vinnu­mark­aðs­rann­sókn­ar. Þar segir að árs­tíð­ar­leið­réttar tölur geti verið óná­kvæmar við óvenju­legar aðstæður líkt og nú eru á vinnu­mark­aði. Árs­tíð­ar­leið­réttar tölur gera ráð fyrir hefð­bundnum sveiflum á vinnu­mark­aði, til dæmis auknum fjölda atvinnu­lausra þegar náms­fólk hefja leit að sum­ar­vinnu. Og eins og segir á vef Hag­stof­unn­ar: „Slíkar leið­rétt­ingar duga skammt þegar óvæntir og ein­stakir atburðir hafa áhrif á atvinnu­stöðu fólks.“Þá er einnig gerður fyr­ir­vari vegna mögu­legrar brott­falls­skekkju. „Vís­bend­ingar eru um brott­falls­skekkju í nið­ur­stöð­unum sem lýsa sér í því að ein­stak­lingar sem fengu greiddar atvinnu­leys­is­bætur í júní voru ólík­legri til að svara spurn­inga­lista rann­sókn­ar­innar heldur en þeir sem ekki fengu greiddar þess háttar bæt­ur. Þetta kann að leiða til van­mats á atvinnu­leysi fyrir júní­mán­uð.“Í sam­tali við Kjarn­ann segir Anton Örn Karls­son, deild­ar­stjóri hjá Hag­stof­unni, það ekki liggja fyrir hversu mikil áhrif mögu­leg brott­falls­skekkja hafi á nið­ur­stöð­urn­ar. Töl­urnar séu bráða­birgða­tölur og þær verði end­ur­skoð­aðar áður en yfir­lit yfir árs­fjórð­ung­inn verður birt.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent