Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan

Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Fjár­hags­staða og and­leg heilsa launa­fólks í ASÍ og BSRB versn­aði tölu­vert á síð­asta ári. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum skoð­ana­könn­unar frá Vörðu – Rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, sem kynntar voru á veffundi í dag.

Inn­flytj­endur verst úti

Sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­inni áttu þrír af hverjum tíu svar­endum erfitt með að ná endum saman undir lok síð­asta árs. Þetta er nokkuð hærra hlut­fall en mæld­ist í annarri skoð­ana­könnun á vegum Vörðu fyrir ári síð­an, þar sem 27 pró­sent þeirra sagð­ist vera í fjár­hagskrögg­um.

Mest hefur staðan versnað hjá inn­flytj­end­um, en 46 pró­sent þeirra sögð­ust eiga erfitt með að ná endum saman við síð­ustu árs­lok. Sam­bæri­legt hlut­fall nam 35 pró­sentum í lok árs­ins 2020.

Auglýsing

Skoð­ana­könn­unin mældi einnig efn­is­legan skort við­mæl­enda meðal ann­ars með því að spyrja þá hvort þeir ættu efni á ýmsum heim­il­is­tækj­um, bíl og árlegt frí með fjöl­skyldu. Í öllum þeim níu þáttum sem efn­is­legur skortur var mældur var hann meiri á meðal inn­flytj­enda.

Mestur var aðstöðu­mun­ur­inn í mögu­leik­anum að eiga frí með fjöl­skyld­unni, þar sem tæp­lega þrír af hverjum tíu inn­flytj­endum töldu sig ekki eiga efni á því. Til sam­an­burðar sögð­ust um 18 pró­sent inn­fæddra ekki eiga efni á árlegu fríi.

And­leg heilsa verri

Til við­bótar við lak­ari fjár­hags­lega stöðu bendir könn­unin til að and­legri heilsu laun­þega hér­lendis hafi hrakað á síð­asta ári. Fleiri við­mæl­endur finna nú nán­ast dag­lega fyrir nei­kvæðum and­legum ein­kennum líkt og dep­urð, sinnu­leysi og lágt sjálfs­á­lit.

Sem fyrr er staðan verri á meðal inn­flytj­enda, en í kringum 40 pró­sent þeirra bjuggu við slæma and­lega heilsu sam­kvæmt svoköll­uðum PHQ-9 skala undir lok síð­asta árs. Um 25 pró­sent inn­fæddra voru í sömu stöðu, sam­kvæmt könn­un­inni.

Einnig er nokkur munur á and­legri heilsu á milli kynja, en fleiri konur virð­ast búa við slæma and­lega heilsu heldur en karl­ar. Þó hefur körlum sem hugsa um ein­hvers konar sjálfs­skaða fjölgað tölu­vert á milli ára.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent