Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna

Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ekk­ert til í því að hann hafi ein­ungis sam­ráð við sjálfan sig um þær ráð­legg­ingar sem hann gefur stjórn­völdum í minn­is­blöð­um. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag þar sem Þórólfur vís­aði gagn­rýni um sam­ráðs­leysi á bug og nefndi marga aðila sem hann er í sam­bandi við dag­lega, svo sem sam­starfs­menn innan emb­ætti land­lækn­is, almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, yfir­stjórn Land­spít­ala, far­sótt­ar­nefnd spít­al­ans og heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þá sagð­ist Þórólfur vera í góðu sam­ráði við kollega sína á Norð­ur­lönd­unum um marg­vís­leg mál sem tengj­ast COVID-19, sem og aðila innan Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu­sam­bands­ins. „Þannig vísa ég því til föð­ur­hús­anna þeirri gagn­rýni að ekk­ert sam­ráð sé haft, hvorki við vís­inda­menn né aðra aðila.“

Auglýsing

Smitum fjölgar en inn­lögnum fækkar

1.488 smit greindust inn­an­lands í gær og 93 á landa­mær­unum. Aðeins einu sinni hafa fleiri greinst inn­an­lands frá því að far­ald­ur­inn braust út.10.234 eru í ein­angrun og 12.817 í sótt­kví sem þýðir að sex pró­sent lands­manna eru ýmist í ein­angrun eða sótt­kví. Mesta útbreiðsla smita hér á landi sem stendur er hjá grunn­skóla­börnum en allt að 50 pró­sent af greindum smitum eru hjá þeim hópi.

Þrátt fyrir fjölgun smita hefur sjúk­lingum á Land­spít­ala með COVID-19 fækk­að, í dag eru 33 inniliggj­andi og hafa ekki verið færri síðan í byrjun mán­að­ar­ins. Þrír eru á gjör­gæslu, allir í önd­un­ar­vél, og hafa ekki verið færri síðan í des­em­ber.

Sam­kvæmt nýju spálík­ani sem Land­spít­al­inn og Háskóli Íslands kynntu í gær er von á betri tíð. „Greini­leg teikn eru á lofti um að ómíkron afbrigði veirunnar valdi minni veik­indum og leiði til færri gjör­gæslu­inn­lagna,“ segir í til­kynn­ingu far­sótt­ar­nefnd spít­al­ans.

Fram kom í máli Þór­ólfs á upp­lýs­inga­fund­inum að ómíkron-af­brigðið er alls­ráð­andi hér á landi en 90 pró­sent smita sem grein­ast í sam­fé­lag­inu má rekja til þess. 0,2-0,3 pró­sent þeirra sem smit­ast þurfa á spít­ala­inn­lögn að halda vegna ómíkron-af­brigð­is­ins, sam­an­borið við tvö pró­sent vegna delta-af­brigð­is­ins.

„Við erum að sjá fleiri inni á spít­ala með væg­ari ein­kenni en áður. Hins vegar þarf að hafa í huga jafn­vel þó að smit verði inni á sjúkra­húsi eða grein­ist í skimun þá getur COVID-­sjúk­dóm­ur­inn orðið alvar­legur sem leiðir til með­ferðar vegna COVID,“ sagði Þórólf­ur.

Til skoð­unar að stytta ein­angrun

Sótt­varna­reglur voru hertar á föstu­dag en Þórólfur segir að árangur sé ekki enn far­inn að sjást. Reynslan hafi sýnt að um vika þurfi að líða þar til árangur hertra aðgerða fari að skila sér. Þá minnti Þórólfur á ástæðu þess að tempra far­ald­ur­inn sé fyrst og fremst til að koma í veg fyrir fjölda spít­ala­inn­lagna.

Þórólfur á ekki von á að koma með til­lögu að breyt­ingum á sam­komu­tak­mörk­unum fyrr en stuttu áður en gild­andi tak­mark­anir renna út 2. febr­ú­ar. „En auð­vitað getur það breyst.“.

Meðal breyt­inga sem koma til greina er að stytta ein­angrun smit­aðra en sam­kvæmt núgild­andi tak­mörk­unum er ein­angrun smit­aðra sjö dag­ar. „Þetta er það sem við erum byrjuð á og þurfum að fara til­tölu­lega hægt í, við höfum brennt okkur á því áður, svo­lítið illa, að hætta öllu of hratt og fá hlut­ina í bakið og ég held að það vilji það ekki nokkur mað­ur,“ sagði Þórólf­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent