Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.

Aðstoðarmenn.jpeg
Auglýsing

Guð­rún Ágústa Guð­munds­dótt­ir, sem var fram­kvæmda­stjóri Alþýðu­sam­bands Íslands um fimm ára skeið frá 2015 til 2020, hefur verið ráðin aðstoð­ar­maður Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, ­fé­lags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra. Hún var bæj­ar­full­trúi Vinstri grænna í Hafn­ar­firði á árunum 2006 tl 2015 og bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu 2012 til 2014. Guð­rún Ágústa hefur þegar hafið störf í ráðu­neyt­inu.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að Guð­rún Ágústa hafi lokið BA prófi í almennri bók­mennta­fræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og diplóma­námi í hag­nýtri fjöl­miðlun frá sama skóla árið 1993. Þá lauk hún námi í kennslu­rétt­indum árið 2000 og diplóma­námi í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands 2021. Hún starf­aði einnig um tíma hjá Strætó. 

Guð­mundur Ingi hefur einnig ákveðið að ráða Ólaf Elín­ars­son í hitt aðstoð­ar­manna­starf sitt. Ólafur starf­aði sem sviðs­stjóri mark­aðs­rann­sókna hjá Gallup frá 2017 og áður sem við­skipta­stjóri hjá sama fyr­ir­tæki frá 2007-2017. Þar áður var hann sér­fræð­ingur hjá Fræðslu­mið­stöð Reykja­vík­ur. Ólafur hefur kennt við bæði Háskóla Íslands og Háskól­ann í Reykja­vík frá árinu 2002. Ólafur er með BA próf í sál­fræði frá Háskóla Íslands og situr í stjórn UN Women. Ólafur hefur störf síðar í mán­uð­in­um.

Auglýsing
Lögum um Stjórn­­­­­ar­ráð Íslands var breytt árið 2011 með þeim hætti að heim­ild til að fjölga aðstoð­­­ar­­­mönnum ráð­herra var útvíkkuð þannig að hver og einn þeirra má ráða tvo slíka.

Auk þess var sett inn heim­ild fyrir rík­­­is­­­stjórn­­­ina að ráða þrjá aðstoð­­­ar­­­menn til við­­­bótar ef þörf kref­­­ur. Í lög­­­unum segir að „meg­in­hlut­verk aðstoð­­­ar­­­manns ráð­herra er að vinna að stefn­u­­­mótun á mál­efna­sviði ráðu­­­neytis undir yfir­­­­­stjórn ráð­herra og í sam­vinnu við ráðu­­­neyt­is­­­stjóra.“ 

Ekki þarf að aug­lýsa aðstoð­­­­ar­­­­manna­­­­stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráð­herra fyrir sig, enda oft­­­­ast um að ræða nán­­­­ustu sam­­­­starfs­­­­menn ráð­herra á meðan að hann gegnir emb­ætti.

Alls má rík­­­is­­­stjórnin því ráða 27 aðstoð­­­ar­­­menn sem stend­­ur. Laun og starfs­­­kjör aðstoð­­­ar­­­manna ráð­herra mið­­­ast við kjör skrif­­­stofu­­­stjóra í ráðu­­­neytum sam­­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent