Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“

Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.

Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra segir að emb­ætti sem fara með rann­sókn og sak­sókn saka­mála fái ekki auknar fjár­veit­ingar til að sinna rann­sókn til­tek­ins saka­máls. Það grund­vall­ist á því að íslenskt saka­mála­rétt­ar­far byggi á „því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta póli­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma. Af þessu leiðir að dóms­mála­ráðu­neyti og dóms­mála­ráð­herra hafa engin afskipti af saka­mála­rann­sóknum á Íslandi að und­an­skildu þröngu hlut­verki ráðu­neyt­is­ins í alþjóð­legri saka­mála­sam­vinn­u.“ Fjár­veit­ingar til stofn­ana séu unnar í gegnum fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög hverju sinni í sam­ræmi við lög um opin­ber fjár­mál.

Þetta kemur fram í svari hans við fyr­ir­spurn Eyj­ólfs Ármanns­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­sak­sókn­ara við efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, um rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á meintu pen­inga­þvætti og mútu­brotum Sam­herj­a. 

Þrátt fyrir þessi svör liggur fyrir að rík­is­stjórn Íslands tók sér­tækt fyrir mál Sam­herja á rík­is­stjórn­ar­fundi sem hald­inn var 19. nóv­em­ber 2019 og ákvað þar huga sér­stak­lega að fjár­mögnun á rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á Sam­herj­a­mál­in­u. 

Hugað sér­stak­lega að rann­sókn „á Sam­herj­a­mál­inu“

Á þeim fundi voru sam­þykktar sjö tölu­settar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í heild til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi í kjöl­far þess að Sam­herj­a­málið var opin­berað í Kveik og Stund­inni viku áður, 12. nóv­em­ber. 

Auglýsing
Sjötta aðgerðir sner­ist um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum og mútu­brot­um. Í til­kynn­ingu sem birt­ist á heima­síðu stjórn­ar­ráðs­ins 19. nóv­em­ber 2019 sagði að á rík­is­stjórn­ar­fund­inum hefði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, farið yfir lög­gjöf, alþjóða­samn­inga og þau atriði sem unnið hefur verið að og varða mútu­brot og pen­inga­þvætti. „Þá verður hugað sér­stak­lega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Sjö­unda aðgerðin sneri svo að því að rík­is­stjórnin hefði fjallað um Sam­herj­a­málið með til­liti til alþjóða­sam­skipta og sagt að utan­rík­is­ráðu­neytið væri að fylgj­ast „með umfjöllun erlendis og hefur und­ir­búið við­brögð vegna hugs­an­legs orð­spors­hnekk­is.“

Fengu við­bót­arfé í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar­ins

Í fyr­ir­spurn sinni óskaði Eyjólfur eftir því að fá upp­lýs­ingar um hversu lengi Sam­herj­a­málið hefði verið til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og hvort hér­aðs­sak­sókn­ari hefði óskað eftir auknum fjár­munum eða mann­afla til að sinna rann­sókn­inn­i. 

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Tveimur dögum eftir ofan­greindan rík­is­stjórn­ar­fund, 21. nóv­em­ber 2019, sendi Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari minn­is­blað til dóms­mála­ráð­herra þar sem hann lagði til að starfs­mönnum emb­ætt­is­ins yrði fjölg­að. Þótt Sam­herj­a­málið sé ekki sér­stak­lega nefnt í minn­is­blað­inu kemur þar fram að þáver­andi starfs­manna­fjöldi dugi ekki til að sinna öllum þeim rann­sókn­ar­verk­efnum sem emb­ættið hafi á hend­i. 

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ar, Skatt­ur­inn og skatt­rann­sókn­ar­stjóri fengu svo 200 millj­óna króna auka­fjár­veit­ingu á árinu 2020. 

Taldi sér ekki fært að svara neinum spurn­ingum efn­is­lega

Eyjólfur fór einnig fram á að fá upp­lýs­ingar um hvort skýrslu­tökum og gagna­öflun í tengslum við rann­sókn máls­ins væri lok­ið, hversu margir hefðu verið kall­aðir til skýrslu­töku, hvort málið væri komið í ákæru­með­ferð og hvenær mætti vænta þess að rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara myndi ljúka?

Dóms­mála­ráð­herra taldi sér ekki fært að svara neinum þess­arra spurn­inga. 

Kjarn­inn hefur greint frá því að á Íslandi eru átta manns hið minnsta með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ing við rann­­sókn emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara á meintu pen­inga­þvætti, mút­u­greiðslum og skatta­snið­­göngu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar. Á meðal þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja, en allir hinir annað hvort starfa fyrir sam­­stæð­una eða hafa gert það. Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber að rann­­­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar hefði færst yfir til emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara skömmu áður.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent