Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“

Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.

Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra segir að emb­ætti sem fara með rann­sókn og sak­sókn saka­mála fái ekki auknar fjár­veit­ingar til að sinna rann­sókn til­tek­ins saka­máls. Það grund­vall­ist á því að íslenskt saka­mála­rétt­ar­far byggi á „því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta póli­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma. Af þessu leiðir að dóms­mála­ráðu­neyti og dóms­mála­ráð­herra hafa engin afskipti af saka­mála­rann­sóknum á Íslandi að und­an­skildu þröngu hlut­verki ráðu­neyt­is­ins í alþjóð­legri saka­mála­sam­vinn­u.“ Fjár­veit­ingar til stofn­ana séu unnar í gegnum fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög hverju sinni í sam­ræmi við lög um opin­ber fjár­mál.

Þetta kemur fram í svari hans við fyr­ir­spurn Eyj­ólfs Ármanns­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­sak­sókn­ara við efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, um rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á meintu pen­inga­þvætti og mútu­brotum Sam­herj­a. 

Þrátt fyrir þessi svör liggur fyrir að rík­is­stjórn Íslands tók sér­tækt fyrir mál Sam­herja á rík­is­stjórn­ar­fundi sem hald­inn var 19. nóv­em­ber 2019 og ákvað þar huga sér­stak­lega að fjár­mögnun á rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á Sam­herj­a­mál­in­u. 

Hugað sér­stak­lega að rann­sókn „á Sam­herj­a­mál­inu“

Á þeim fundi voru sam­þykktar sjö tölu­settar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í heild til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi í kjöl­far þess að Sam­herj­a­málið var opin­berað í Kveik og Stund­inni viku áður, 12. nóv­em­ber. 

Auglýsing
Sjötta aðgerðir sner­ist um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum og mútu­brot­um. Í til­kynn­ingu sem birt­ist á heima­síðu stjórn­ar­ráðs­ins 19. nóv­em­ber 2019 sagði að á rík­is­stjórn­ar­fund­inum hefði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, farið yfir lög­gjöf, alþjóða­samn­inga og þau atriði sem unnið hefur verið að og varða mútu­brot og pen­inga­þvætti. „Þá verður hugað sér­stak­lega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Sjö­unda aðgerðin sneri svo að því að rík­is­stjórnin hefði fjallað um Sam­herj­a­málið með til­liti til alþjóða­sam­skipta og sagt að utan­rík­is­ráðu­neytið væri að fylgj­ast „með umfjöllun erlendis og hefur und­ir­búið við­brögð vegna hugs­an­legs orð­spors­hnekk­is.“

Fengu við­bót­arfé í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar­ins

Í fyr­ir­spurn sinni óskaði Eyjólfur eftir því að fá upp­lýs­ingar um hversu lengi Sam­herj­a­málið hefði verið til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og hvort hér­aðs­sak­sókn­ari hefði óskað eftir auknum fjár­munum eða mann­afla til að sinna rann­sókn­inn­i. 

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Tveimur dögum eftir ofan­greindan rík­is­stjórn­ar­fund, 21. nóv­em­ber 2019, sendi Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari minn­is­blað til dóms­mála­ráð­herra þar sem hann lagði til að starfs­mönnum emb­ætt­is­ins yrði fjölg­að. Þótt Sam­herj­a­málið sé ekki sér­stak­lega nefnt í minn­is­blað­inu kemur þar fram að þáver­andi starfs­manna­fjöldi dugi ekki til að sinna öllum þeim rann­sókn­ar­verk­efnum sem emb­ættið hafi á hend­i. 

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ar, Skatt­ur­inn og skatt­rann­sókn­ar­stjóri fengu svo 200 millj­óna króna auka­fjár­veit­ingu á árinu 2020. 

Taldi sér ekki fært að svara neinum spurn­ingum efn­is­lega

Eyjólfur fór einnig fram á að fá upp­lýs­ingar um hvort skýrslu­tökum og gagna­öflun í tengslum við rann­sókn máls­ins væri lok­ið, hversu margir hefðu verið kall­aðir til skýrslu­töku, hvort málið væri komið í ákæru­með­ferð og hvenær mætti vænta þess að rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara myndi ljúka?

Dóms­mála­ráð­herra taldi sér ekki fært að svara neinum þess­arra spurn­inga. 

Kjarn­inn hefur greint frá því að á Íslandi eru átta manns hið minnsta með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ing við rann­­sókn emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara á meintu pen­inga­þvætti, mút­u­greiðslum og skatta­snið­­göngu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar. Á meðal þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja, en allir hinir annað hvort starfa fyrir sam­­stæð­una eða hafa gert það. Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber að rann­­­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar hefði færst yfir til emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara skömmu áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent