Mynd: Skjáskot Þorsteinn Már Baldvinsson og Bernhard Essau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Mynd: Skjáskot

Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna

Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni. Óvissa um áhrif málareksturs í Namibíu á starfsemi Samherja Holding gerði það að verkum að ársreikningurinn er undirritaður með fyrirvara bæði stjórnar og endurskoðanda.

Stjórn­völd í Namibíu hafa stofnað til­ nokk­urra skatta- og ann­arra lög­fræði­legra krafna á hendur namibískum dótt­ur­fé­lögum Sam­herja Hold­ing. Þar á meðal sé mögu­legt end­ur­mat á skatt­greiðslum upp á 318 milljón Namib­íu­dali, alls 20,2 millj­ónir evra, sem eru um þrír millj­arðar króna á núvirði. Nið­ur­stöðu þess og tengdan máls­kostnað sé ekki hægt að áætla með nægi­legri vissu, en til­tekið er að stjórn­endur Sam­herja Hold­ing hafi mót­mælt þessum kröf­um. 

Úr ársreikningi Samherja Holding.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing vegna árs­ins 2020 sem skilað var inn til Skatts­ins 30. des­em­ber síð­ast­lið­inn og var gerður aðgengi­legur almenn­ingi í gær, fimmtu­dag­inn 6. jan­ú­ar. Í árs­reikn­ingnum er farið yfir þann mála­rekstur sem stofnað hefur verið til vegna starf­semi Sam­herja Hold­ing í Namibíu og þær kröfur sem þegar eru komnar fram vegna henn­ar.

Greiddu mörg hund­ruð millj­ónir til fær­eyskra skatt­yf­ir­valda

Þá er þar greint frá því að Sam­herji hf., syst­ur­fé­lag Sam­herja Hold­ing, hafi greitt fyrir hönd Sp/f Tind­hólms, dótt­ur­fé­lags Sam­herja Hold­ing, sam­tals um 17 millj­ónir danskra króna, um 335 millj­ónir króna á núvirði, til fær­eyskra skatt­yf­ir­valda vegna óvissu um gildi skatt­frelsis fyrir ákveðna áhafn­ar­með­limi. Málið kom upp í mars í fyrra þegar fyrri hluti heim­ild­­ar­­myndar um umsvif Sam­herja í Fær­eyjum var sýnd er í fær­eyska sjón­­varp­inu. Hún var unnin í sam­­starfi við Kveik og Wiki­leaks. 

Þar kom fram að Íslend­ingur úr áhöfn tog­­ara í eigu Sam­herja, sem gerður var út í Namib­­íu, fékk laun sín greidd frá fær­eyska félag­inu Spf Tind­holm­ur, sem Sam­herji stofn­aði þar í landi árið 2011. Gögn sýndu að hann hafi auk þess verið rang­­lega skráður í áhöfn fær­eysks flutn­inga­­skips í eigu Sam­herja, en útgerðum býðst 100 pró­­sent end­­ur­greiðsla á skatt­greiðslum áhafna slíkra skipa. 

Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjó­­menn sem unnu fyrir Sam­herja í Namib­­íu. Fyrir vikið greiddu sjó­­menn­irnir ekki skatta í Namibíu og Sam­herji þurfti því ekki að bæta þeim upp tekju­tap vegna slíkra skatt­greiðslna.

Skatt­yf­ir­völd í Fær­eyjum hafa til­kynnt dótt­ur­fé­lagið SpF Tind­hólm til lög­reglu. Í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing segir að óljóst sé hvort eða hvernig fær­eysk skatta­yf­ir­völd og lög­regla muni fylgja mál­inu eft­ir.

Rann­sókn stendur yfir í Namibíu og á Íslandi

Í reikn­ingnum er til­tekið að rann­sókn á meintum lög­brotum Sam­herja Hold­ing og starfs­manna sam­stæð­unnar sem tengj­ast meðal ann­ars starf­sem­inni í Namibíu standi yfir hjá yfir­völdum í Namibíu og á Íslandi, en að ekki hefur verið höfðað mál á hendur félag­inu. Í árs­reikn­ingnum seg­ir: „Fé­lagið hefur mót­mælt öllum ásök­unum um lög­brot og gert grein fyrir sjón­ar­miðum sínum opin­ber­lega.“

Í Namibíu er rekið umfangs­mikið saka­mál vegna meintra mút­u­greiðslna, svika, spill­ing­­ar, pen­inga­þvættis og skattaund­an­­skota í tengslum við kvóta­við­­skipti Sam­herja í land­inu. Það snýr að að mestu að namibískum áhrifa­­mönnum sem hafa flestir setið í gæslu­varð­haldi allt frá því málið kom upp á yfir­­­borðið í umfjöll­unum Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og fleiri miðla í nóv­­em­ber 2019, sem unnar voru með aðkomu Wiki­Leaks, sem birti frum­­gögn máls­ins. Auk þess hefur rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sagt að hún ætli sér að ákæra þrjá íslenska rík­is­borg­ara sem stýrðu félögum fyrir hönd Sam­herja, en ekki hefur tek­ist að birta þeim ákærur og eng­inn fram­sals­samn­ingur er í gildi milli Namibíu og Íslands. 

Fyrir liggur að á Íslandi eru átta manns hið minnsta með rétt­ar­stöðu sak­born­ing við rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara á meintu pen­inga­þvætti, mútu­greiðslum og skatta­snið­göngu Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar. Á meðal þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, en allir hinir annað hvort starfa fyrir sam­stæð­una eða hafa gert það. Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber að rann­­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar hefði færst yfir til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara skömmu áður. 

Bankar, birgjar og við­skipta­vinir haldið tryggð

Í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing er sagt að fjallað hafi verið ítar­lega um hvað fór úrskeiðis í rekstr­inum í Namibíu og hvers vegna. „Gripið hefur verið til víð­tækra ráð­staf­ana til að koma í veg fyrir að slík atvik geti hent á ný. Mik­il­vægir hags­muna­að­ilar sem félagið á í sam­skiptum við, bankar, birgjar og stórir við­skipta­vinir hafa haldið tryggð við félag­ið.“

Starf­semi dótt­ur­fé­laga sam­stæð­unnar í Namibíu var lögð niður í árs­lok 2019 og í árs­reikn­ingnum segir að lögð hafi verið áhersla á að dótt­ur­fé­lög Sam­herja í land­inu muni upp­fylla skyldur sínar gagn­vart namibískum yfir­völd­um.

Samherja skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018

Á árinu 2018 gerð­ist það að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­­­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­­­em­ber 2017.

Eftir það er þorri inn­­­­­­­­­lendrar starf­­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­starf­­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Holding ehf.

Sam­herji Holding er að upp­­i­­­­stöðu í eigu Þor­­­steins Más Bald­vins­son­ar, Helgu S. Guð­munds­dóttur fyrr­ver­andi eig­in­konu hans og Krist­jáns Vil­helms­­­son­­­ar, útgerð­­ar­­stjóra Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar. Inni í þeim hluta starf­­­sem­innar eru eign­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­­­ur­­­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar eru þó einnig íslenskir hags­mun­ir, meðal ann­­­ars 34,22 pró­­­sent hlutur í Eim­­­skip, sem hefur rúm­­­lega tvö­­­fald­­­ast í virði síð­­­ast­liðið ár.

Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Bald­vin Þor­­­steins­­­son, sonur Þor­­­steins Más og Helgu, hafi verið falið að leiða útgerð­­­ar­­­starf­­­semi Sam­herja í Evr­­­ópu, sem fer fram í gegnum Sam­herja Holding. Til að vera nákvæmari þá fer hún fram í gegnum dótturfélagið Alda Seafood Holding BV. Í ársreikningi Samherja Holding fyrir árið 2020 segir að í desember það ár hafi félagið öll önnur hlutabréf sín í CR Cuxhavener Reederei GmbH, Icefresh GmbH, Nergård Invest Samherji AS, Onward Fishing Company Limited, Sæbóli fjárfestingafélagi ehf. og Seagold Limited inn sem hlutafjárframlag í Alda Seafood Holding BV, sem er í 100 prósent eigu Samherja Holding.

Fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagið Sæból hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­­­ur­­­­fé­lög, Esju Shipping Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­festi á Kýp­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­íu, þar sem sam­­­­stæðan og stjórn­­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­ast yfir ódýran kvóta.

Auk þess á Sæból þrjú dótturfélög í Færeyjum, þar á meðal Spf Tindhólm.

Samt sem áður er gerður fyr­ir­vari við und­ir­ritun árs­reikn­ing­inn bæði úr hendi stjórnar og for­stjóra Sam­herja Hold­ing og end­ur­skoð­anda sam­stæð­unn­ar. Fyr­ir­var­inn er gerður vegna þess að enn sé óvissa um áhrif mála­rekst­urs í Namibíu á starf­semi sam­stæð­unnar og að ekki hagi tek­ist með full­nægj­andi hætti að sann­reyna skuld­bind­ingar Hermono sam­stæð­unn­ar, sem fór með rekst­ur­inn Í Namibíu fyrir hönd Sam­herja Hold­ing. 

Í áritun end­ur­skoð­anda segir að ­starf­semi Hermono sam­stæð­unnar sé flokkuð sem aflögð starf­semi í efna­hags- og rekstr­ar­reikn­ingi sam­stæð­unn­ar. „Við gátum ekki aflað nægj­an­legra og við­eig­andi end­ur­skoð­un­ar­gagna til að stað­festa þær fjár­hæðir sem fram koma í aflagðri starf­semi en tap aflagðrar starf­semi var 8.592 þús­und evr­ur, eignir í aflagðri starf­semi voru 16.391 þús­und evrur og skuldir vegna aflagðrar starf­semi voru 10.515 þús­und evr­ur. Enn­fremur ríkir óvissa um áhrif ásak­ana og rann­sókna á starf­semi sam­stæð­unnar í Namibíu á skuld­bind­ingar Hermono sam­stæð­unn­ar.“ 

Ekki hafi reynst unnt að bregð­ast við því í end­ur­skoð­un­inni. Þar af leið­andi var ekki lagt mat á rétt­mæti ofan­greindra fjár­hæða. 

Sölu­and­virði Heinaste geymt á sam­eig­in­legum reikn­ingi

Hluti af eignum aflagðrar starf­semi var skipið Heina­ste, en skipið var selt í nóv­em­ber 2020 til þriðja aðila fyrir 18 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sem eru á núvirði rúm­lega 2,3 millj­arðar króna. Þriðj­ungur sölu­verðs­ins er ógreiddur en kemur til greiðslu á árunum 2022 til 2023. „Sá hluti sem hefur verið greidd­ur, sam­kvæmt sér­stöku sam­komu­lagi við namibísk stjórn­völd, er geymdur á sam­eig­in­legum reikn­ingi með rík­is­sjóði Namib­íu, þar til nið­ur­stöður dóms­máls í Namibíu liggja fyr­ir. Það er því óljóst hvenær and­virði söl­unnar verður til­tækt til notk­unar fyrir sam­stæð­una.“

Skipið Heinaste.
Mynd: MarineTraffic

Heinaste var kyrr­sett síðla árs 2019 og lá við bryggju í Wal­vis Bay í Namibíu að kröfu namibískra yfir­­­valda í rúmt ár. Þeirri kyrr­setn­ingu var aflétt í nóv­em­ber 2020 og það í kjöl­farið selt til­ na­mibíska útgerð­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Tunacor Fis­heries. Martha Imalwa, rík­­is­sak­­sókn­­ari í Namib­íu, sagði við við vefrit­ið Repu­blikein að þessu til­efni að það hefði ekki verið henn­ar á­kvörðun að aflétta kyrr­­setn­ingu Heina­ste, heldur lög­­regl­unn­­ar, sem var með skipið kyrr­­sett á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­­starf­­sem­i. Það hafi bæði verið kostn­að­­ar­­samt fyrir namibíska ríkið að halda verk­smiðju­­tog­­ar­­anum við bryggju í Wal­vis Bay og einnig hafi þetta verð­­mæta atvinn­u­tæki verið að drabb­­ast niður við hafn­­ar­­kant­inn í stað þess að nýt­­ast við að sækja fisk á namibísk fiski­mið.

Skil­uðu árs­reikn­ingum löngu eftir að lög­bund­inn frestur var útrunn­inn

Sam­­kvæmt lögum eiga félög með heim­il­is­­festi á Íslandi að skila árs­reikn­ingum inn fyrir lok ágúst­mán­aðar á ári hverju. Sam­herji Hold­ing, sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins með eigið fé upp á 61,3 millj­arða króna í lok árs 2020, skil­aði hins vegar ekki árs­reikn­ingum fyrir árið 2019 og 2020 til Skatts­ins fyrr en 30. des­em­ber 2021. Sama dag voru birtar valdar upp­lýs­ingar úr reikn­ing­unum á heima­síðu syst­ur­fé­lags­ins Sam­herja hf. 

Í til­­kynn­ing­unni á heima­­síðu Sam­herja sama dag og reikn­ing­unum var skilað inn sagði að óvissa vegna Namib­­íu­­starf­­sem­innar og fjár­­hags­­legra áhrifa hennar hafi „valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð árs­­reikn­ing­anna en stjórnin taldi mik­il­vægt að freista þess að fá sem gleggstar upp­­lýs­ingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá frá reikn­ing­un­­um.“

Ákvæði sem heim­ilar slit á félögum sem sinna ekki lög­­­­­bund­inni skila­­­­­skyldu á árs­­­­­reikn­ingum hefur verið til staðar í lögum frá árinu 2016. Kjarn­inn greindi frá því í haust að henni hefði aldrei verið beitt, vegna þess að það ráðu­­­­­neyti sem stýrir mála­­­­­flokkn­um,, sá hluti atvinn­u­­­­­vega- og nýsköp­un­­­­­ar­ráðu­­­­­neyt­is­ins sem heyrir undir Þór­­­­­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­­­­­ur, hafi ekki gefið út reglu­­­­­gerð sem virkjar það. 

Því hafði ákvæðið verið dauður stafur í fimm ár og engu félagi sem virt hefur lögin um skil á árs­­­­­reikn­ingi að vettugi hafði fyrir vikið verið slit­ið. 

Ákvæðið varð virkt 18. októ­ber 2021, eftir að reglu­­­gerðin var loks gefin út.

Kjarn­inn greindi frá því 10. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn að árs­­­­reikn­inga­­­­skrá hefði þá enn sem komið er ekki kraf­ist skipta neinu félagi sem hefði ekki skilað árs­­­­reikn­ingi innan lög­­­­­­­boð­ins frests.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar