„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“

Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að Trygg­inga­stofnun gengi betur að end­ur­greiða fólki skerð­ingar á greiðslu á sér­stakri fram­færslu upp­bót vegna búsetu erlendis en búist var við.

Hæsti­réttur felldi dóm þann 6. apríl síð­ast­lið­inn þess efnis að Trygg­inga­stofnun hefði verið óheim­ilt að skerða greiðsl­urn­ar. Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins spurði ráð­herr­ann af hverju ekki væri greitt 13 ár aftur í tím­ann.

Þing­mað­ur­inn rifj­aði upp orð ráð­herr­ans þegar hann spurði hann út í málið eftir að dómur féll þar sem hann sagði að rík­is­stjórnin ætl­aði að greiða bætur fjögur ár aftur í tím­ann.

Auglýsing

Er ein­hver hissa að kvíði, þung­lyndi, streita, svefn­leysi sé að hrjá þennan hóp?

„Ríkið hefur með lög­brotum rænt sér­stöku upp­bót­inni af þessum hóp í 13 ár,“ sagði þing­mað­ur­inn og spurði í fram­hald­inu: „Á ekki að skila þessum ólög­lega ráns­feng? Hefur rík­is­stjórnin ekki breytt um skoðun og ákveðið að fara að lögum og borga að fullu þetta ólög­lega fjár­hags­lega ofbeldi gagn­vart verst setta fólk­in­u?“

„Þá hafa þeir líf­eyr­is­þegar sem hafa tekið út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn lent í skerð­ing­um, keðju­verk­andi skerð­ing­um, þannig að við­kom­andi hafa lent í mín­us. Hugsa sér að lofa ein­hverjum að hann geti tekið út sér­eign­ar­sparnað sinn án skerð­ingar en gera það svo flókið að stór hópur lendir í skerð­ing­um, það miklum skerð­ingum að allt er tekið af þeim. Veikt fólk lendir í því að skrá vit­laust hjá skatt­inum og því reikn­ast þeim tekjur og allt er skert að fullu.

Það hefur einnig keðju­verk­andi áhrif á margar stofn­anir og þau fá ekk­ert leið­rétt eða borgað til baka. Er ein­hver hissa að kvíði, þung­lyndi, streita, svefn­leysi sé að hrjá þennan hóp í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Álagið gengur nærri heilsu þessa fólks,“ sagði Guð­mundur Ingi þing­mað­ur.

Hann spurði ráð­herr­ann jafn­framt hvort þessir ein­stak­lingar væru óvinir þess­arar rík­is­stjórn­ar. „Eru þetta breiðu bök­in, verst setta fólkið á Íslandi? Ætlið þið virki­lega að halda áfram að koma svona fram við þetta fólk?“

Lögin í land­inu segja fjögur ár

Ráð­herr­ann benti á í svari sínu að hann hefði brugð­ist við dómnum með reglu­gerð­ar­breyt­ingu eftir að hann féll til þess að til leið­rétt­ingar kæmi í fram­hald­inu. „Ég fékk þær fréttir frá Trygg­inga­stofnun í morgun að þeim sé að takast að gera leið­rétt­ing­una fyrr en þau áttu von á, sem er mjög gott. Ég hef líka sagt það í þessum ræðu­stól við fyr­ir­spurn hátt­virts þing­manns Guð­mundar Inga Krist­ins­sonar að ég er ánægður með þessa nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Hún er skref í rétt­læt­isátt fyrir þau sem minnst hafa á milli hand­anna í íslensku sam­fé­lagi og ég stend við þá yfir­lýs­ingu mína.

Varð­andi greiðslur aftur í tím­ann þá erum við ein­fald­lega með þau lög í land­inu að það er miðað við fjögur ár, það er fjög­urra ára fyrn­ing­ar­frestur og við munum vinna eins hratt og við getum til að koma greiðslum til þess fólks núna í fram­hald­in­u,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mynd: Bára Huld Beck

Ráð­herr­ann sagði að fyr­ir­spurn til skrif­legs svars væri í vinnslu í ráðu­neyti hans sem fjall­aði um sér­eign­ar­sparnað og úttöku á honum en heim­ild þess efnis hefði verið gerð sem eitt af COVID-úr­ræð­unum – og hefði ekki átt og ætti ekki að hafa áhrif á bæt­ur.

„Það hefur ekki tek­ist sem skyldi vegna þess að það var ekki skráð rétt á skatt­fram­tal hjá öllum fyrir fram frá Skatt­in­um, byggt á upp­lýs­ingum frá líf­eyr­is­sjóðum og vörslu­að­ilum og er það mjög mið­ur. En Trygg­inga­stofnun er búin að gera það sem í hennar valdi stendur og mun halda áfram að ýta á að þetta verði leið­rétt. En Skatt­ur­inn þarf ekki síður að skoða þessi mál,“ sagði ráð­herr­ann.

Ætlar ráð­herr­ann að berj­ast fyrir þetta fólk?

Guð­mundur Ingi þakk­aði ráð­herra fyrir svör­in. „Ég er ekki lög­lærður maður en hann sagði: „Með lögum er bara hægt að borga fjögur ár aftur í tím­ann.“ Með lög­um. En lög voru brot­in. Lög voru brotin 13 ár aftur í tím­ann. Má það? Ég bara spyr. Ef ein­hver úti í bæ brýtur af sér og hann seg­ir: „Það eru bara fjögur ár sem má taka, skatt­pen­ingar eða eitt­hvað, fjögur ár aftur í tím­ann.“ Haldið þið að hann kom­ist upp með það? Hann verður að skila öllum ráns­fengn­um. Rík­is­sjóður á að skila öllum ráns­fengn­um,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Hann benti enn fremur að þetta væri verst setta fólkið á land­inu sem ætti varla fyrir mat, með lang­lægstu tekjur sem hægt væri að hugsa sér. „Það er tekið af því í 13 ár. Ég get ekki séð að rík­is­stjórnin geti varið sig á fjög­urra ára reglu vegna þess að ef brotið er í 13 ár þá á að borga 13 ár. Annað getur ekki stað­ist.“

Spurði hann því hvort ráð­herr­ann ætl­aði að sjá til þess og berj­ast fyrir því að þetta fólk fengi rétt sinn.

Ætlar að kanna málið

Ráð­herr­ann svar­aði í annað sinn og sagði að hann hefði ekki þær upp­lýs­ingar sem þing­maður spurði hann um á tak­teinum og vissi ekki hvort þær hefðu verið teknar sam­an.

„En ég skal kanna þetta mál og þetta gæti kannski líka verið ágæt­is­efni í fyr­ir­spurn til skrif­legs svars. En ég held að það sé mjög mik­il­vægt að þetta skref hafi verið tek­ið, þó svo að það sé bara eitt af mörgum sem við þurfum að horfa til í mál­efnum eldra fólks, og von­andi skilar það auk­inni atvinnu­þátt­töku eldra fólks, sem ég tel að skipti máli.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent