„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“

Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að Trygg­inga­stofnun gengi betur að end­ur­greiða fólki skerð­ingar á greiðslu á sér­stakri fram­færslu upp­bót vegna búsetu erlendis en búist var við.

Hæsti­réttur felldi dóm þann 6. apríl síð­ast­lið­inn þess efnis að Trygg­inga­stofnun hefði verið óheim­ilt að skerða greiðsl­urn­ar. Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins spurði ráð­herr­ann af hverju ekki væri greitt 13 ár aftur í tím­ann.

Þing­mað­ur­inn rifj­aði upp orð ráð­herr­ans þegar hann spurði hann út í málið eftir að dómur féll þar sem hann sagði að rík­is­stjórnin ætl­aði að greiða bætur fjögur ár aftur í tím­ann.

Auglýsing

Er ein­hver hissa að kvíði, þung­lyndi, streita, svefn­leysi sé að hrjá þennan hóp?

„Ríkið hefur með lög­brotum rænt sér­stöku upp­bót­inni af þessum hóp í 13 ár,“ sagði þing­mað­ur­inn og spurði í fram­hald­inu: „Á ekki að skila þessum ólög­lega ráns­feng? Hefur rík­is­stjórnin ekki breytt um skoðun og ákveðið að fara að lögum og borga að fullu þetta ólög­lega fjár­hags­lega ofbeldi gagn­vart verst setta fólk­in­u?“

„Þá hafa þeir líf­eyr­is­þegar sem hafa tekið út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn lent í skerð­ing­um, keðju­verk­andi skerð­ing­um, þannig að við­kom­andi hafa lent í mín­us. Hugsa sér að lofa ein­hverjum að hann geti tekið út sér­eign­ar­sparnað sinn án skerð­ingar en gera það svo flókið að stór hópur lendir í skerð­ing­um, það miklum skerð­ingum að allt er tekið af þeim. Veikt fólk lendir í því að skrá vit­laust hjá skatt­inum og því reikn­ast þeim tekjur og allt er skert að fullu.

Það hefur einnig keðju­verk­andi áhrif á margar stofn­anir og þau fá ekk­ert leið­rétt eða borgað til baka. Er ein­hver hissa að kvíði, þung­lyndi, streita, svefn­leysi sé að hrjá þennan hóp í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Álagið gengur nærri heilsu þessa fólks,“ sagði Guð­mundur Ingi þing­mað­ur.

Hann spurði ráð­herr­ann jafn­framt hvort þessir ein­stak­lingar væru óvinir þess­arar rík­is­stjórn­ar. „Eru þetta breiðu bök­in, verst setta fólkið á Íslandi? Ætlið þið virki­lega að halda áfram að koma svona fram við þetta fólk?“

Lögin í land­inu segja fjögur ár

Ráð­herr­ann benti á í svari sínu að hann hefði brugð­ist við dómnum með reglu­gerð­ar­breyt­ingu eftir að hann féll til þess að til leið­rétt­ingar kæmi í fram­hald­inu. „Ég fékk þær fréttir frá Trygg­inga­stofnun í morgun að þeim sé að takast að gera leið­rétt­ing­una fyrr en þau áttu von á, sem er mjög gott. Ég hef líka sagt það í þessum ræðu­stól við fyr­ir­spurn hátt­virts þing­manns Guð­mundar Inga Krist­ins­sonar að ég er ánægður með þessa nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Hún er skref í rétt­læt­isátt fyrir þau sem minnst hafa á milli hand­anna í íslensku sam­fé­lagi og ég stend við þá yfir­lýs­ingu mína.

Varð­andi greiðslur aftur í tím­ann þá erum við ein­fald­lega með þau lög í land­inu að það er miðað við fjögur ár, það er fjög­urra ára fyrn­ing­ar­frestur og við munum vinna eins hratt og við getum til að koma greiðslum til þess fólks núna í fram­hald­in­u,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mynd: Bára Huld Beck

Ráð­herr­ann sagði að fyr­ir­spurn til skrif­legs svars væri í vinnslu í ráðu­neyti hans sem fjall­aði um sér­eign­ar­sparnað og úttöku á honum en heim­ild þess efnis hefði verið gerð sem eitt af COVID-úr­ræð­unum – og hefði ekki átt og ætti ekki að hafa áhrif á bæt­ur.

„Það hefur ekki tek­ist sem skyldi vegna þess að það var ekki skráð rétt á skatt­fram­tal hjá öllum fyrir fram frá Skatt­in­um, byggt á upp­lýs­ingum frá líf­eyr­is­sjóðum og vörslu­að­ilum og er það mjög mið­ur. En Trygg­inga­stofnun er búin að gera það sem í hennar valdi stendur og mun halda áfram að ýta á að þetta verði leið­rétt. En Skatt­ur­inn þarf ekki síður að skoða þessi mál,“ sagði ráð­herr­ann.

Ætlar ráð­herr­ann að berj­ast fyrir þetta fólk?

Guð­mundur Ingi þakk­aði ráð­herra fyrir svör­in. „Ég er ekki lög­lærður maður en hann sagði: „Með lögum er bara hægt að borga fjögur ár aftur í tím­ann.“ Með lög­um. En lög voru brot­in. Lög voru brotin 13 ár aftur í tím­ann. Má það? Ég bara spyr. Ef ein­hver úti í bæ brýtur af sér og hann seg­ir: „Það eru bara fjögur ár sem má taka, skatt­pen­ingar eða eitt­hvað, fjögur ár aftur í tím­ann.“ Haldið þið að hann kom­ist upp með það? Hann verður að skila öllum ráns­fengn­um. Rík­is­sjóður á að skila öllum ráns­fengn­um,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Hann benti enn fremur að þetta væri verst setta fólkið á land­inu sem ætti varla fyrir mat, með lang­lægstu tekjur sem hægt væri að hugsa sér. „Það er tekið af því í 13 ár. Ég get ekki séð að rík­is­stjórnin geti varið sig á fjög­urra ára reglu vegna þess að ef brotið er í 13 ár þá á að borga 13 ár. Annað getur ekki stað­ist.“

Spurði hann því hvort ráð­herr­ann ætl­aði að sjá til þess og berj­ast fyrir því að þetta fólk fengi rétt sinn.

Ætlar að kanna málið

Ráð­herr­ann svar­aði í annað sinn og sagði að hann hefði ekki þær upp­lýs­ingar sem þing­maður spurði hann um á tak­teinum og vissi ekki hvort þær hefðu verið teknar sam­an.

„En ég skal kanna þetta mál og þetta gæti kannski líka verið ágæt­is­efni í fyr­ir­spurn til skrif­legs svars. En ég held að það sé mjög mik­il­vægt að þetta skref hafi verið tek­ið, þó svo að það sé bara eitt af mörgum sem við þurfum að horfa til í mál­efnum eldra fólks, og von­andi skilar það auk­inni atvinnu­þátt­töku eldra fólks, sem ég tel að skipti máli.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent