Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“

Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi í dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra og Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ræddu sjáv­ar­út­vegs­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Oddný spurði Svandísi meðal ann­ars hvort hún ætl­aði að leggja fram frum­varp um breyt­ingar á lögum sem vinna gegn sam­þjöppun í sjáv­ar­út­veg­in­um. Ráð­herr­ann svar­aði og sagði að það væri afar mik­il­vægt að graf­ast fyrir um þessi mál og fara í þá vinnu sem þyrfti að fara í – hvort sem það end­aði með frum­varpi eða öðru, því að þetta væri mein­semd í kerf­inu sem yrði að kom­ast fyrir með því að afla full­nægj­andi upp­lýs­inga.

Ráð­herr­ann sagði jafn­framt að hún hefði nú þegar óskað eftir til­nefn­ingum í sér­staka nefnd sem myndi „fara í saumana á öllum þessum mál­u­m“.

Auglýsing

Veiði­gjöldin sem útgerðir greiða fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind­inni allt of lág

Oddný hóf mál sitt á því að segja að sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri nátengdur sögu og sál íslensku þjóð­ar­inn­ar. „Fisk­veiðar og fisk­vinnsla hafa í gegnum ald­irnar verið okkar mik­il­væg­ustu atvinnu­greinar og haldið land­inu í byggð. Margt er mjög vel gert í sjáv­ar­út­vegi nú á dögum en þrátt fyrir það ríkir um grein­ina rót­gróið van­traust og ósætti. Það er ekki að ástæðu­lausu. Kvóta­kerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er þar nán­ast ómögu­leg og kvót­inn erf­ist, helst innan fjöl­skyldna eða safn­ast á fárra hend­ur.“

Þá benti hún á að stór­út­gerðir möl­uðu „gull“.

„Ofsa­gróði þeirra hefur ruðn­ings­á­hrif. Fáir aðilar verða allt of valda­miklir í sam­fé­lag­inu og teygja arma sína víða í við­skipta­líf­inu með fjár­fest­ingum utan grein­ar­inn­ar. Veiði­gjöldin sem þessar útgerðir greiða fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind­inni eru allt of lág. Það blasir við að þjóðin fær ekki rétt­látan hlut í arð­in­um.

Nú þegar almenn­ingur þarf að bera kostn­að­inn af hærri verð­bólgu með hækk­andi verði á mat­vörum, hærra hús­næð­is­verði, hærri leigu og hærri vöxtum á lánum er eðli­legt að fólk spyrji hvers vegna stjórn­völd sjái ekki til þess að stærri hluti arðs­ins af auð­lind­inni renni í rík­is­sjóð og þaðan til að greiða fyrir mót­væg­is­að­gerðir til að jafna leik­inn. Tíu stærstu útgerð­irnar fara með meira en helm­ing kvót­ans og 20 stærstu með meira en 70 pró­sent kvót­ans. Ofan á þetta bæt­ist svo eign­ar­hald þess­ara útgerð­ar­risa í öðrum útgerð­um. Laga­grein­arnar um tengda aðila í lögum um stjórn fisk­veiða eru svo óskýrar að Fiski­stofu er ómögu­legt að fara með skil­virkt eft­ir­lit með skað­legri sam­þjöppun í grein­inn­i,“ sagði hún.

Oddný spurði því ráð­herr­ann hvort hún væri ekki sam­mála því að um óheilla­þróun væri að ræða. „Mun hæst­virtur ráð­herra leggja fram frum­varp um breyt­ingar á lögum sem vinna gegn sam­þjöppun í grein­inn­i?“

Nefnd mun fara í saumana á þessum málum

Svan­dís svar­aði og sagð­ist raunar telja að það sem Oddný benti á – þessa mikla sam­þjöppun afla­heim­ilda og þar með auðs í land­inu – væri önnur meg­in­á­stæðna þess djúp­stæða vanda­máls sem væri í sam­fé­lag­inu, van­trausts á þess­ari lyk­ilat­vinnu­grein, meðan hin meg­in­á­stæðan væri senni­lega sú sem lyti að til­finn­ing­unni fyrir því að fólk væri ekki að sjá sann­gjarnan arð renna í sam­eig­in­lega sjóði. „Ég held að það séu þessar tvær meg­in­á­stæð­ur.“

Hún sagð­ist hafa horft sér­stak­lega til þeirra atriða Oddný nefndi varð­andi sam­þjöppun og tengda aðila.

„Ég held að það sé afar mik­il­vægt að graf­ast fyrir um þessi mál og fara í þá vinnu sem þarf að fara í, hvort sem það endar með frum­varpi eða öðru, því að þetta er mein­semd í þessu kerfi sem verður að kom­ast fyrir með því að afla full­nægj­andi upp­lýs­inga í þessu efn­i,“ sagði hún.

Svandís Svavarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Svan­dís nefndi einnig að „stór nefnd“ ætl­aði að fara í saumana á öllum þessum málum og hefði hún óskað eftir til­nefn­ingum í hana. „Þá gæti líka komið til þess að við þurfum að huga sér­stak­lega að því hversu langur tími líður frá því að for­sendur veiði­gjalds koma fram þangað til að það er reitt af hendi. Ég nefni þá sér­stak­lega til að mynda upp­sjáv­ar­flot­ann, eins og núna þegar við erum að sjá mik­inn loðnu­afla en vænt­an­lega bara tekjur af því í rík­is­sjóð eftir tvö ár. Það er eitt af því sem við þurfum líka að horfa til.“

Spurði hvort gögnin sem liggja fyrir væru ekki nægi­leg

Oddný kom aftur í pontu og sagði að hún átt­aði sig á því að rík­is­stjórnin vildi hvorki ýta undir nýliðun með útboði né freista þess að fá hærri veiði­gjöld.

„Þau horfa hins vegar á útboðs­mark­aði útgerð­ar­innar þar sem kíló af þorski er leigt á 300 krón­ur. Á sama tíma er veiði­gjaldið fyrir kíló af þorski rúmar 17 krónur sem renna í rík­is­sjóð,“ sagði hún og bætti því við að hún skildi Svandísi þannig að hún teldi að það þyrfti að safna fleiri gögnum og skrifa fleiri skýrsl­ur.

„Ég vil því spyrja hvort skýrsl­urnar og gögnin sem fyrir liggja séu ekki nægi­leg. Koma þau ekki að gagni? Kemur skýrsla verk­efn­is­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni, sem skilað var í lok árs 2019, ekki að gagni? Þar er brugð­ist við ábend­ingum í stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar um eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda. Er hæst­virtur ráð­herra ekki sam­mála því að end­ur­skoða þurfi lögin strax í þeim anda sem verk­efn­is­stjórnin lagði til og ekki þurfi að bíða eftir fleiri skýrslum til að vinna gegn skað­legri sam­þjöppun í grein­inn­i?“ spurði hún.

Tók undir að ekki væri þörf á mik­illi skýrslu­gerð

Svan­dís svar­aði í annað sinn og sagði að sú vinna sem Oddný vís­aði til væri sann­ar­lega fyrir hendi.

„Ég tel raun­ar, og tek undir þau orð hátt­virts þing­manns, að það sé ekki þörf á mik­illi skýrslu­gerð, það er gríð­ar­lega mikið magn af upp­lýs­ingum sem liggja fyrir nú þegar og tölu­vert af því sem hægt er að byggja á nú þeg­ar. Ég er ekki tals­maður þess að við bíðum fram undir lok þessa kjör­tíma­bils með að koma hér með frum­vörp til að bæta það sem aug­ljós­lega er hægt að bæta án þess að þar fari á undan ein­hver gríð­ar­lega mikil vinna,“ sagði ráð­herr­ann og bætti því við að þannig væri hún sam­mála Odd­nýju hvað það varð­aði.

„Og af því að ég var að nefna hér hagnað útgerð­ar­fyr­ir­tækja, og mér finnst það skipta líka miklu máli í þess­ari umræðu, þá er það þannig að tvö útgerð­ar­fyr­ir­tæki hafa gefið upp að hagn­aður þeirra hafi verið á annan tug millj­arða á síð­asta ári. Sam­kvæmt þeim er stærsta ástæðan sögu­lega hátt verð á loðnu­af­urðum á síð­asta ári og gott gengi í öðrum teg­undum og stór loðnu­ver­tíð. Eins og veiði­gjöldin virka mun þessi góða afkoma skila meiru á næsta og þarnæsta ári. En að mínu mati þarf að horfa betur til þess að hægt sé að inn­heimta þessar tekjur í rík­is­sjóð með þétt­ari hætti, ef svo má að orði kom­ast,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent