Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála

ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Auglýsing

Mark­mið um útgjalda­vöxt eins og þau birt­ast í fjár­mála­á­ætlun eru óraun­hæf og skapa ekki grund­völl fyrir þær umbætur sem boð­aðar eru í stjórn­ar­sátt­mála að mati Alþýðu­sam­bands Íslands.

Í umsögn sam­bands­ins við fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2023-2027 er bent á að stefnt sé að því í fjár­mála­á­ætlun að stöðva hækkun skulda sem hlut­falls af lands­fram­leiðslu fyrir árs­lok 2026. „Það er í sam­ræmi við fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Til þess að ná því mark­miði þarf halli hins opin­bera að minnka ár frá ári. Sam­kvæmt fram­lagðri fjár­mála­á­ætlun fer halli hjá hinu opin­bera úr 183 millj­örðum í ár niður í 34 millj­arða árið 2027. Það er lækkun upp á 149 millj­arða.“

Af þeirri lækkun má rekja 40 millj­arða til afkomu­bæt­andi ráð­staf­ana á bæði tekju- og útgjalda­hlið rík­is­sjóðs. Því til við­bótar stendur til að skatt­leggja öku­tæki og umferð. „Að lokum er lækkun hall­ans náð með aðhalds­kröfu á öll ramma­sett útgjöld nema á heil­brigð­is- og öldr­un­ar­stofn­an­ir, skóla, dóm­stóla, bóta­kerfi og sjúkra­trygg­ing­ar. Gert er ráð fyrir að í lok tíma­bils leiði aðgerðir til tæp­lega 12 millj­arða króna lækk­unar á útgjöld­um.“

Auglýsing

Úrbóta­til­lögur í stjórn­ar­sátt­mála kalli á aukin útgjöld

Ramma­sett útgjöld munu hækka árlega um eitt pró­sent á föstu verð­lagi frá 2022 til 2027. Það segir ASÍ fela í sér mjög tak­markað svig­rúm til auk­inna útgjalda næstu árin en í umsögn­inni er vitnað beint í fjár­mála­á­ætlun þar sem fjallað er um þetta svig­rúm: „Hæg­fara raun­vöxtur felur í sér að lítið svig­rúm er til nýrra eða auk­inna útgjalda á tíma­bil­inu. Fjár­mögnun nýrra eða auk­inna verk­efna mun því að stórum hluta fara fram með for­gangs­röðun og bættri nýt­ingu fjár­muna innan gild­andi útgjald­ara­mma.“

Í umsögn­inni er þeirri spurn­ingu velt upp hvort fram­lögð áætlun sé í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála og vitnað er í umsögn fjár­mála­ráðs þar sem spurt er hvort „fram­lögð áætlun feli  í sér nægi­legt svig­rúm til að standa við fyr­ir­heit stjórn­mál­anna eins og þau eru boðuð í stjórn­ar­sátt­mála.“ ASÍ bendir á að í stjórn­ar­sátt­mál­anum séu margar úrbóta­til­lögur sem kalli á aukin útgjöld. Fyr­ir­séð sé að útgjöld auk­ist umfram áætluð útgjöld, meðal ann­ars vegna mót­væg­is­að­gerða vegna verð­bólgu, fjölg­unar flótta­manna og bygg­ingar þjóð­ar­leik­vangs.

Lækkun banka­skatts verði dregin til baka

Að mati ASÍ er mik­il­vægt að tekju­stofnar rík­is­ins verði styrktir á kom­andi árum. Bent er á það í umsögn­inni að stefnt sé að því að draga úr nei­kvæðri und­ir­liggj­andi afkomu hins opin­bera sem hefur verið nei­kvæð frá 2019. „Það er aðal­lega gert með mjög hóg­værum útgjalda­vexti. Á tekju­hlið eru einu boð­uðu breyt­ing­arnar skatt­lagn­ing öku­tækja og umferðar Það er til þess að koma til móts við lækkun skatt­tekna vegna lægri gjalda á raf­magns­bíla.“

Sam­bandið vill styrkja tekju­stofna rík­is­ins með ýmsum leiðum sem það segir geta bæði aukið aðhald í rík­is­fjár­málum sem og skapað svig­rúm til að ráð­ast í nauð­syn­legar vel­ferð­ar­umbætur og fjár­fest­ingu í innvið­um. Hægt væri að færa skatt­lagn­ingu fjár­magns nær skatt­lagn­ingu launa­tekna sem og að koma í veg fyrir skatta­snið­göngu í formi tekju­til­flutn­ings sem „við­gengst í núver­andi kerfi og dregur úr skatt­tekjum um 3-8 millj­arða árlega,“ segir í umsögn­inn­i. 

Þá telur ASÍ mik­il­vægt að mót­aður sé skýr rammi um auð­linda­gjöld sem byggja á þeirri rentu sem verður til við nýt­ingu auð­linda sem og að skatt­leggja starf­semi sem felur í sér nei­kvæð ytri áhrif. Dæmi um slíkt væri komu­gjald í ferða­þjón­ustu. Það gæti skila sjö til tíu millj­örðum árlega. Að auki telur ASÍ þörf á að lækkun banka­skatts verði dregin til baka. Skatt­ur­inn var lækk­aður árið 2020 úr 0,376 í 0,145 pró­­sent á heild­­ar­skuldir þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent