Mynd: Bára Huld Beck Jón Gunnarsson
Mynd: Bára Huld Beck

Sver af sér pólitísk afskipti af sakamálum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft pólitísk afskipti af sakamáli

Jón Gunnarsson segist standa við fullyrðingu sína um að meðferð tiltekinna sakamála lúti ekki pólitískum afskiptum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi heitið sérstakri fjármögnun fyrir tveimur og hálfu ári vegna rannsóknar á Samherjamálinu. Hann segir einnig að persónulegar skoðanir Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns síns, á málum sem eru í virkri lögreglurannsókn séu ekki talin pólitísk afskipti valdhafa af meðferð sakamála.

Í nýlegu svari við fyr­ir­spurn Eyj­ólfs Ármanns­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, um rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á hinu svo­kall­aða Sam­herj­a­máli, sagði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra að emb­ætti sem fara með rann­sókn og sak­sókn saka­mála fái ekki auknar fjár­veit­ingar til að sinna rann­sókn til­tek­ins saka­máls. 

Það grund­vall­ist á því að íslenskt saka­mála­rétt­ar­far byggi á „því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta póli­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma. Af þessu leiðir að dóms­mála­ráðu­neyti og dóms­mála­ráð­herra hafa engin afskipti af saka­mála­rann­sóknum á Íslandi að und­an­skildu þröngu hlut­verki ráðu­neyt­is­ins í alþjóð­legri saka­mála­sam­vinn­u.“ Á þessum grund­velli taldi dóms­mála­ráð­herra sér ekki fært að svara spurn­ingum þing­manns­ins.

Þrátt fyrir þessi svör ráð­herr­ans eru for­dæmi fyrir því að ráð­herra hafi heitið fjár­veit­ingu til að sinna sér­stöku saka­máli. 

Á fundi rík­is­stjórnar Íslands þann 19. nóv­em­ber 2019 var kynnt aðgerða­á­ætlun í sjö liðum til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi í kjöl­far þess að Sam­herj­a­málið svo­kall­aða var opin­berað viku áður. Ljóst var á þeim tíma að rann­sókn máls­ins gæti orðið umfangs­mik­il, en undir eru meint mútu­brot, pen­inga­þvætti og skatta­snið­ganga. 

Segir setn­ing­una ekki eiga upp­runa í minn­is­blöðum frá ráðu­neyt­inu

Í til­kynn­ingu sem birt­ist á heima­síðu stjórn­ar­ráðs­ins á þessum tíma  sagði að á rík­is­stjórn­ar­fund­inum hefði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, farið yfir lög­gjöf, alþjóða­samn­inga og þau atriði sem unnið hefur verið að og varða mútu­brot og pen­inga­þvætti. Þar sagði síðan orð­rétt: „Þá verður hugað sér­stak­lega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Tveimur dögum eftir ofan­­greindan rík­­is­­stjórn­­­ar­fund, 21. nóv­­em­ber 2019, sendi Ólafur Þór Hauks­­son hér­­aðs­sak­­sókn­­ari minn­is­­blað til dóms­­mála­ráð­herra þar sem hann lagði til að starfs­­mönnum emb­ætt­is­ins yrði fjölg­að. Þótt Sam­herj­­a­­málið sé ekki sér­­stak­­lega nefnt í minn­is­­blað­inu kemur þar fram að þáver­andi starfs­­manna­­fjöldi dugi ekki til að sinna öllum þeim rann­­sókn­­ar­verk­efnum sem emb­ættið hafi á hend­i. 

Emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, Skatt­­ur­inn og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri fengu svo 200 millj­­óna króna auka­fjár­­veit­ingu á árinu 2020. 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á dóms­mála­ráðu­neytið og spurði af hverju svar Jóns við fyr­ir­spurn Eyj­ólfs Ármanns­sonar hefði verið í and­stöðu við þá fram­kvæmd sem fyr­ir­renn­ari hans í starfi beitti á rík­is­stjórn­ar­fundi 19. nóv­em­ber 2019? 

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að Jón standi við svar sitt um að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta póli­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma. Til­vitn­unin í frétta­til­kynn­ingu rík­is­stjórnar frá árinu 2019 breyti engu þar um. „Dóms­mála­ráðu­neytið tengir ekki umræður um fjár­heim­ildir og fjár­þörf emb­ætta við ein­stakar rann­sóknir eða dóms­mál, heldur almennt mat á verk­efna­stöðu og álagi við­kom­andi emb­ætta. Setn­ingin sem vísað er í frá 19. nóv. 2019 á ekki upp­runa sinn í minn­is­blöðum frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í tengslum við þann fund.“

Aðstoð­ar­mað­ur­inn sem tjáði sig sér­tækt um virka lög­reglu­rann­sókn

Kjarn­inn spurði dóms­mála­ráðu­neytið einnig um ýmis ummæli ann­ars aðstoð­ar­manns dóms­mála­ráð­herra, Brynjars Níels­son­ar, í ljósi þess að ráð­herr­ann hafði sagt að í svari sínu við fyr­ir­spurn Eyj­ólfs að íslenskt saka­mála­rétt­ar­far byggi á því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta póli­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma. 

Síðan að Brynjar tók við stöðu aðstoð­ar­manns dóms­mála­ráð­herra í byrjun des­em­ber í fyrra hefur hann tjáð sig opin­ber­lega um mál sem eru í virkri lög­reglu­rann­sókn, sér­stak­lega rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra á meintum brotum fjög­urra blaða­manna Kjarn­ans, Stund­ar­innar og RÚV á lögum um frið­helgi einka­lífs. Rann­sóknin snýst um með­ferð gagna úr síma manns sem heitir Páll Stein­gríms­son, og starfar hjá Sam­herj­a. 

Á sam­fé­lags­miðl­inum Twitter 16. febr­úar 2022 setti Brynjar til að mynda  inn eft­ir­far­andi færslu:

Í þætt­inum Sprengisandi 22. febr­úar síð­ast­lið­inn þrá­spurði Brynjar fram­kvæmda­stjóra Stund­ar­inn­ar, Jón Trausta Reyn­is­son, hvort hann hefði gögn úr síma Páls undir hönd­um. 

Í þætt­inum lýsti Brynjar ítrekað skoð­unum sínum á umræddri rann­sókn og því sem hann teldi að hún sner­ist um. Meðal ann­ars sagði hann: „Þeim hefur ekk­ert sér­stak­lega verið borið á brýn að hafa bara nýtt þessi gögn. Þeir væru ekki sak­born­ingar að mínu viti ef það væri eina atriðið í þessu máli.“

Undir lok þátt­ar­ins þrá­spurði aðstoð­ar­mað­ur­inn svo fram­kvæmda­stjóra Stund­ar­innar hvort mið­ill­inn hefði gögn úr síma Páls undir höndum (alls fjórum sinn­um) þrátt fyrir að 25. grein fjöl­miðla­laga geri fjöl­miðla­fólki óheim­ilt að tjá sig um gögn sem það hefur undir hönd­um. 

Aðstoð­ar­maður má tjá sig um virka lög­reglu­rann­sókn

Kjarn­inn spurði dóms­mála­ráð­herra hvort það væri mat hans að ofan­greind orð aðstoð­ar­manns yfir­manns lög­reglu­mála í land­inu, sem féllu á opin­berum vett­vangi, gangi ekki gegn því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta póli­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma?

Brynjar Níelsson var þingmaður um nokkura ára skeið en náði ekki inn í síðustu kosningum. Í kjölfarið var hann ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.
Mynd: Bára Huld Beck

Jón telur svo ekki vera. Í svar­inu segir að aðstoð­ar­maður ráð­herra sé póli­tískur og gegni fyrst og fremst því hlut­verki að vera ráð­herra innan handar og til ráð­gjafar vegna stefnu­mót­unar og póli­tískra ákvarð­ana. „Að­stoð­ar­maður ráð­herra hefur ekki aðkomu að málum sem koma til afgreiðslu hjá ráðu­neyt­inu, hann hefur þar ekki form­legt hlut­verk, ábyrgð né vald og hefur ekki aðgang að máls­gögnum ein­stakra mála. Ráðu­neyti og ráð­herra hafa auk þess engin afskipti af saka­mála­rann­sóknum á Íslandi að und­an­skildu þröngu hlut­verki ráðu­neyt­is­ins í alþjóð­legri saka­mála­sam­vinn­u.“ 

Auk þess að vera aðstoð­ar­maður ráð­herra sé Brynjar líka vara­þing­mað­ur. „Per­sónu­legar skoð­anir hans á málum sem eru í sam­fé­lags­um­ræð­unni eru ekki talin póli­tísk afskipti vald­hafa af með­ferð saka­mála og eru því ekki álitin ganga gegn nefndu grund­vall­ar­sjón­ar­mið­i.“

Tveir blaða­menn Kjarn­ans eru á meðal þeirra sem hafa verið boð­aðir til yfir­heyrslu vegna rann­sóknar á meintum brotum á frið­helgi einka­lífs­ins sem fjallað er um í þess­ari frétta­skýr­ingu. Höf­undur hennar er annar þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar