Blessað barnalán

„Fjöldi barna með erlendan bakgrunn er orðinn mikil áskorun fyrir grunnskólakerfið og aðra þjónustu en hún er þó um helmingi umfangsminni en hún væri ef fæðingartíðni innflytjenda væri sú sama og annarra íbúa,“ skrifar Sigurður Guðmundsson.

Auglýsing

Eitt meg­in­ein­kenni íbúa­þró­unar á Íslandi að und­an­förnu hefur verið mik­ill aðflutn­ingur fólks frá útlönd­um. Minna hefur verið gert úr því hvað margir þeirra sem eiga upp­runa sinn hér á landi hafa valið að flytj­ast erlendis og búa þar. Ég gerði þessu nokkur skil í grein hér í Kjarn­anum í októ­ber en að þessu sinni ætla ég að fjalla um aðra aðal­breytu íbúa­fjöld­ans; fæð­ing­ar. Hin almenna mynd af þróun þeirra er að fæð­ing­ar­tíðni hafi farið minnk­andi og að það stefni í að þjóð­inni fækki ef ekki kemur til áfram­hald­andi aðflutn­ing­ur. Lítum nánar á þetta.

Það eru tveir mæli­kvarðar á fólks­fjölgun vegna fæð­inga og þeir segja örlítið mis­mun­andi sögu. Ann­ars vegar er fæð­ing­ar­tíðni á hverjum tíma en það er fjöldi barna sem fæð­ist á hverju ári sem hlut­fall af fjölda kvenna á fæð­ing­ar­aldri, sem venju­lega er mið­aður við 15-44 ára ald­ur, þótt fjöldi mæðra innan við 17 ára aldur sé orð­inn hverf­andi meðan algeng­ara er að mæður séu eldri en 44 ára en áður var. Hinn mæli­kvarð­inn er hversu mörg börn hver kona eign­ast á ævinni. Þar er talað um frjó­semi. Þessar tölur eru að sjálf­sögðu náskyldar en geta vikið hvor frá annarri t.d. ef konur eign­ast börn síðar á ævinni en áður var. Til þess að íbúa­tala lands eða land­svæðis þar sem búferla­flutn­ingar hafa lítil eða engin áhrif á heild­ar­mynd­ina hald­ist stöðug þarf hver kona að eign­ast rúm­lega 2 börn að með­al­tali en með því móti skilar hver kona annarri til næstu kyn­slóð­ar. Fjöld­inn þarf að vera nokkuð hærri en 2 vegna þess að stúlkur eru rétt innan við helm­ingur fæddra barna.

Auglýsing

Konur sem fædd­ust í upp­hafi síð­ustu aldar eign­uð­ust að með­al­tali 3,15 börn yfir ævina og sá fjöldi fór lækk­andi þannig að tíu árum yngri konur áttu 2,6 börn að með­al­tali. Eftir það fór frjó­semin vax­andi, vænt­an­lega með bættri afkomu og minni ung­barna­dauða. Þær konur sem fædd­ust árið 1932 áttu að með­al­tali 3,5 börn en eftir það hefur þeim börnum sem konur eign­ast að með­al­tali yfir ævina farið nær stöðugt fækk­andi. Mynd 1 sýnir hvernig þessi þróun hefur verið fyrir konur sem fædd­ust frá 1945 til árs­ins 1976. Fækk­unin var nær stöðug fram til 1953 en eftir það kemur tíma­bil stöð­ug­leika allt fram til 1960 en þá tekur frjó­semi enn að minn­ka, nú vænt­an­lega með til­komu pill­unnar og ann­arra getn­að­ar­varna. Síð­ustu árin sem myndin sýnir eru sveiflu­kennd­ari.

Frjósemi: Meðalfjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu  sem fæddist 1945-1976. Heimild: Human Fertility Database. Max Planck Institute for Demographic Research (Þýskalandi) og Vienna Institute of Demography (Austurríki). Tölur fyrir yngstu konurnar eru framreiknaðar að hluta.

Annar mæli­kvarði sem not­aður er við mat á fólks­fjölgun er fæð­ing­ar­tíðni en það er sá fjöldi barna sem konur eign­ast á hverjum tíma. Hann tekur ekki til­lit til þess að pör geta ákveðið að seinka barn­eignum miðað við það sem gilti áður. Fæð­ing­ar­tíðni kann þá að gefa til kynna að um verði að ræða færri börn á ævi hverrar konu sem svo ger­ist ef til vill ekki þegar upp er stað­ið. Það er einmitt þetta sem hefur verið að ger­ast bæði hér á landi og erlendis eins og sjá má á mynd 2.

Meðalfjöldi barna eftir fæðingarári og aldri móður Heimild: Hagstofa Íslands.

Þessi mynd þarfn­ast nokk­urrar skýr­ing­ar. Hún sýnir með­al­fjölda barna sem konur höfðu eign­ast þegar þær voru þrí­tugar og aftur þegar þær voru orðnar fer­tugar eftir fæð­ing­ar­ári þeirra. Konur sem fædd­ust árið 1957 voru að með­al­tali búnar að eign­ast 1,8 börn þegar þær voru þrí­tugar en 2,5 börn þegar þær voru fer­tug­ar. Konur sem eru tíu árum yngri, fæddar 1967, höfðu eign­ast 1,6 börn að með­al­tali þegar þær voru þrí­tugar en 2,2 börn þegar þær voru fer­tug­ar. Konur fæddar árið 1977 höfðu eign­ast færri börn þrí­tug­ar, 1,2 að með­al­tali en þær höfðu eign­ast næstum jafn mörg börn fer­tugar og tíu árum eldri kon­ur. Þarna sést seinkun fæð­inga greini­lega. Konur sem fæddar voru 1987 höfðu eign­ast 1,1 barn að með­al­tali þegar þær voru þrí­tugar og 1,4 börn 34 ára gamlar 2021. Því stefnir í að þær muni eign­ast færri börn yfir ævina en kon­urnar sem eldri eru hvað sem síðar verð­ur.

Hlutfall árgangs kvenna sem hefur eignast að minnsta kosti eitt barn eftir aldri og fæðingarári Heimild: Hagstofa Íslands og eigin útreikningur

Á mynd 3 er sýnt hversu hátt hlut­fall hvers árgangs kvenna hefur eign­ast a.m.k. eitt barn eftir aldri og hvenær þær voru fædd­ar. Myndin er frek­ari stað­fest­ing á því hvernig konur eru að seinka því hvenær þær eign­ast sitt fyrsta barn en hún gefur einnig sterka vís­bend­ingu um að hækk­andi hlut­fall kvenna eign­ast ekki neitt barn. Hjá konum sem fæddar voru árið 1957 (blá lína) var svo komið þegar þær voru um þrí­tugt að níu af hverjum tíu voru búnar að eign­ast a.m.k. eitt barn. Í þessum hópi er ein­ungis um 5% sem ekki hefur eign­ast neitt barn. Hlut­fallið sveifl­ast nokkuð vegna þess að það hefur fjölgað í hópnum á síð­ari árum vegna aðflutn­ings frá útlönd­um. Það á einnig við um aðra fæð­ing­ar­ár­ganga sem hér eru sýnd­ir. Af konum sem eru fæddar árið 1967 (rauð lína) mun um tíunda hver ekki eiga barn og hjá þeim sem fæddar eru 1977 (grá lína) lítur út fyrir að fimmta hver kona muni ekki eign­ast barn. Ekki er ótrúlegt að hlut­fallið verði enn hærra fyrir konur sem fædd­ust árið 1987 (gul lína). Myndin sýnir einnig hvernig fyrstu fæð­ingu hefur seinkað á und­an­förnum árum. Það er nokkuð merki­legt að frjó­semi og fæð­ing­ar­tíðni hafi ekki lækkað meira en raun ber vitni þegar horft er til þess að hækk­andi hlut­fall kvenna eign­ast ekki börn.

Eins og kunn­ugt er hafa mjög margir flutt hingað til lands á und­an­förnum árum. Þar á meðal eru margar konur sem nú eru eða hafa verið á svo köll­uðum fæð­ing­ar­aldri. Árið 1996 voru konur sem Hag­stofan flokkar sem fyrstu eða ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­endur á aldr­inum 15-44 ára 3,6% af öllum konum á þessum aldri. Í upp­hafi árs 2022 var þetta hlut­fall komið í 24,5% og hafði vaxið nær stöðugt allan þennan tíma. Þessar konur hafa hins vegar ekki eign­ast jafn mikið af börnum og jafn­öldrur þeirra sem ekki eru inn­flytj­end­ur. Þetta má sjá á mynd 4.

Fæðingartíðni eftir bakgrunni móður 1995-2021[1] Heimild: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar.

Hún sýnir að fæð­ing­ar­tíðni þeirra kvenna sem hingað hafa flutt hefur allan tím­ann sem gögn hafa verið birt um verið mun lægri en gildir um konur sem ekki eru inn­flytj­end­ur. Það vekur athygli að fæð­ing­ar­tíðni inn­flytj­enda fór hækk­andi fram að hruni fjár­mála­kerf­is­ins en hefur farið lækk­andi síð­an, sam­hliða fjölgun í hópi inn­flytj­enda­kvenna. Fæð­ing­ar­tíðni meðal kvenna sem ekki eru inn­flytj­end­ur[2] hefur verið mun hærri en þeirra aðfluttu, tók þó dýfu eftir 2010, en hefur hækkað umtals­vert frá árinu 2018.

Fæð­ing­ar­tíðni og frjó­semi á Íslandi eru með því hæsta í Evr­ópu en það er ein­ungis í Frakk­landi þar sem frjó­semi er meiri en hér á landi að mati OECD. Þetta er þrátt fyrir það að hún sé lægri meðal inn­flytj­enda en ann­arra íbúa lands­ins og inn­flytj­endur séu hátt og hækk­andi hlut­fall íbúa hér á landi. Fjöldi barna með erlendan bak­grunn er orð­inn mikil áskorun fyrir grunn­skóla­kerfið og aðra þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna en hún er þó um helm­ingi umfangs­minni en hún væri ef fæð­ing­ar­tíðni inn­flytj­enda væri sú sama og ann­arra íbúa. Til lengri tíma má reikna með að inn­flytj­endur aðlag­ist sam­fé­lag­inu að þessu leyti en þó eru engin merki þess að finna í gögnum Hag­stof­unnar varð­andi fæð­ing­ar­tíðni.

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

[1] Um er að ræða fjölda barna innan við eins árs á móti fjölda kvenna 15-44 ára í upp­hafi við­kom­anda árs. Því eiga tölur við um fæð­ingar árið á und­an. Not­ast er við þessar tölur vegna þess að Hag­stofa birtir ekki tölur um fæð­ingar eftir bak­grunni for­eldra.

[2] Í þeim hópi eru ein­stak­lingar þar sem annað for­eldrið er erlent, hvort sem þeir fæð­ast á Íslandi eða ekki, ásamt þeim sem hafa engan erlendan bak­grunn, hvort sem þeir fæð­ast á Íslandi eða erlend­is. Hið sama gildir um flokkun barna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar