Bára Huld Beck Mynd
Bára Huld Beck

Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands

Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum. Kjarninn hitti konurnar tvær til að ræða aðstæður þeirra og reynslu þeirra af yfirvöldum í Grikklandi.

Margir hæl­is­leit­endur eru í þeirri aðstöðu hér á landi að hafa verið synjað um efn­is­lega með­ferð umsóknar sinnar um alþjóð­lega vernd á grund­velli þess að hafa fengið vernd í öðru landi. Tvær konur sem komu til Íslands fyrr á þessu ári eru í þeim hóp. Kæru­nefnd útlend­inga­mála hefur stað­fest ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar í málum þeirra beggja og bíða þær því þess að vera vísað úr landi.

Lög­maður þeirra, Claudia Ashanie Wil­son, hefur óskað eftir frestun rétt­ar­á­hrifa og end­ur­upp­töku á máli þeirra en báðar eiga þær tíma hjá þvag­færa­skurð­læknum vegna alvar­legra fylgi­kvilla lim­lest­inga á kyn­færum sem þær hafa orðið fyrir og gæti verið búið að senda þær báðar úr landi áður en þær fá þá nauð­syn­legu hjálp.

Claudia segir að nið­ur­staða Útlend­inga­stofn­unar og kæru­nefnd­ar­innar end­ur­spegli ann­ars vegar enn harð­ari stefnu íslenskra stjórn­valda í mál­efnum umsækj­enda um alþjóð­lega vernd, sem hún full­yrðir að eigi bara eftir að versna, nema Íslend­ingar breyti við­eig­andi lögum og fram­kvæmd þeirra með mannúð að leið­ar­ljósi. Hins vegar end­ur­spegli nið­ur­staðan afleið­ingar þess að kynja­jafn­rétti og kynja­sjón­ar­mið nái ekki til mál­efna kvenna á flótta hér á landi.

Blaða­maður Kjarn­ans hitti kon­urnar tvær og með hjálp túlks sögðu þær sögu sína og hvernig þeim líður með það að vera sendar til baka til Grikk­lands. Ekki verður not­ast við raun­veru­leg nöfn þeirra heldur dul­nöfnin Idil og Sahra.

Fékk ekki börnin til sín í Grikk­landi

Idil fædd­ist í Sómalíu árið 1988 en flúði til Jemen eftir að henni var nauðgað af hópi manna þegar hún var við vinnu sína sem hús­hjálp árið 2005. Idil segir að í Jemen hafi hún gift sig og átt börnin sín þar. „Ég fór seinna til Íraks og síðan til Grikk­lands og að lokum til Íslands. Ég dvaldi í Írak í um ár og var það mjög erfitt. Það sama var upp á ten­ingnum í Grikk­landi en ég dvaldi þar í tvö ár,“ útskýrir hún.

Börn Idil búa enn í Jemen hjá fjöl­skyldu­vini. Þau eru 7, 10 og 12 ára en faðir þeirra hvarf í stríð­inu þar. Hún segir að hún þrái ekk­ert heitar en að fá börn sín hingað til lands. „Dag og nótt gráta börnin mín – sér­stak­lega eldri dreng­ur­inn minn. Ég hef miklar áhyggjur af honum vegna þess að ég ótt­ast að hann gangi í her upp­reisn­ar­manna í Jemen vegna þess að hann fer ekki í skóla og fær þar af leið­andi enga mennt­un. Svo mig langar mikið að börnin mín komi hingað til mín,“ segir hún og á erfitt með að halda aftur af tár­un­um.

„Mestar áhyggj­urnar sem ég hef varð­andi börnin mín núna er líka að það er erfitt að nálg­ast vatn í Jemen og það er iðu­lega raf­magns­laust þar. Ég á, eins og ég sagði áðan, dreng sem er oft úti og hann hefur ekki talað við mig alla vik­una.“

Hvernig hefur dvöl þín verið hér á landi síðan þú komst í júní?

„Fé­lags­lega hefur Ísland reynst mér vel en ég á nátt­úru­lega ekk­ert hér. Stend slipp og snauð – og hef ekki fengið nein leyfi til að vera hér frá stjórn­völd­um.“

Hún segir að dvölin í Grikk­landi hafi verið gríð­ar­lega erf­ið. „Ég gekk í gegnum erf­iða hluti þar, ég fékk engin tæki­færi. Ég gat ekki fengið vinnu og mér var neitað um það að fá börnin mín til mín. Mér var sagt að það væri ekki mögu­leiki. Það var mjög erfitt. Ég þekkti engan á þessum slóðum sem gæti hjálpað mér,“ segir hún.

Þá útskýrir hún að Ísland sé mjög ólíkt Grikk­landi, til dæmis hafi hún fengið tæki­færi hér á landi til að fá þak yfir höf­uðið og smá fram­færslu til þess að kom­ast af. „Ég tel að ef ég fengi vernd á Íslandi þá gæti ég fengið börnin mín til mín.“

Idil dvaldi í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos en þær eru alræmdar. Þar hafa nokkrum sinnum blossað upp miklir eldar.
EPA

Viltu lýsa þessum aðstæðum í Grikk­landi aðeins nán­ar?

„Þegar ég kom fyrst til Grikk­lands var ég færð í flótta­manna­búðir í tjald með 10 öðr­um. Þegar þú sefur í þannig aðstæðum þá getur þú ekki einu sinni snúið þér við, það er svo þröngt. Það er ekki mögu­legt að fara á kló­settið á nótt­unni af ótta við að vera rænt. Það kom einu sinni fyrir mig en ég fékk óvænta hjálp svo mér tókst að sleppa.“

Idil segir að hún hafi hræðst Afgana sem dvöldu í búð­unum og ótt­að­ist hún slags­mál og íkveikj­ur. „Ég var einu sinni lamin með flösku í háls­inn og það leið yfir mig.“

Matur stóð til boða en þá þurfti hún að standa í röð frá klukkan 10 um morg­un­inn og stundum langt fram á dag. „Þá fékk ég kannski smá skammt af mat en stundum klárað­ist mat­ur­inn áður en röðin klárað­ist og þá fékk ég ekk­ert.“

Varð fyrir miklum for­dómum á götum úti

Þegar Idil fékk vernd í Grikk­landi og leyfi til að vera þar þá segir hún að hún hafi misst öll rétt­indi, til dæmis bæði tjaldið og alla fram­færslu eða aðstoð. „Þetta var hræði­legt reynsla,“ segir hún og útskýrir að hún hafi orðið fyrir miklum for­dómum á götum úti.

Henni var til að mynda neitað að koma inn í sumar versl­an­ir. „Eig­and­inn bann­aði mér þá að koma inn um dyrnar ef ég ætl­aði að versla eitt­hvað. Ég lenti líka í því að krakkar hentu steinum í mig á götum úti og grísk mann­eskja neit­aði að standa við hlið­ina á mér. Það þurfti alltaf að vera ákveðið bil á milli okk­ar. Þegar ég tal­aði við emb­ætt­is­menn þá hleyptu þeir mér ekki inn heldur heimt­uðu að ég stæði fyrir utan dyrnar og að við myndum tala þannig sam­an.“

Þannig fékk hún sem hæl­is­leit­andi eilítið skjól og mat en eftir að hún fékk vernd þá fékk hún hvor­ugt. Þannig verða aðstæður Idil þegar hún verður send til baka af íslenskum stjórn­völd­um.

Mig langar að þetta land, Ísland, verði síðasta landið þar sem ég sæki um vernd.
Idil segir að hana langi að mennta sig og að börnin hennar fái tækifæri til að mennta sig. „Mig langar að fá þau hingað til mín, það er mín helsta ósk.“
Bára Huld Beck

Glímir við lík­am­leg eft­ir­köst eftir ofbeldi

Idil er þol­andi kyn­færalim­lest­inga og kyn­ferð­is­of­beld­is. Sam­kvæmt sál­fræð­ingi hjá Göngu­deild sótt­varna er nauð­syn­legt að hún fái frek­ari stuðn­ing og með­ferð en ljóst þykir að það muni reyn­ast henni úti­lokað að fá slíka hjálp í Grikk­landi. Idil telur það ljóst að henni sé það ómögu­legt að afla sér nauð­syn­legra skrán­inga í Grikk­landi til að fá aðgengi að við­eig­andi þjón­ustu og að henni standi ekki til boða raun­hæf úrræði til verndar í Grikk­landi vegna for­dóma og ofbeldis í land­inu. Einnig telur hún ljóst að hún muni ekki geta fengið börnin sín til sín í Grikk­landi enda hafi henni verið synjað um slíkt áður þar í landi.

Í umsögn sál­fræð­ings hjá Göngu­deild sótt­varna kemur jafn­framt fram að kær­andi glími við mikla and­lega erf­ið­leika í kjöl­far þeirra áfalla og erf­ið­leika sem hún hafi orðið fyr­ir. Hún lýsi ein­kennum áfallastreiturösk­unar og glími við lík­am­leg eft­ir­köst eftir ofbeldi. Idil þurfi frek­ari and­legan stuðn­ing og með­ferð og telji sál­fræð­ingur nauð­syn­legt að hún fái slíkan stuðn­ing.

Í úrskurði kæru­nefndar sem birt ef á vef­síðu nefnd­ar­innar kemur fram að Idil hafi greint frá því að hún hafi verið umskorin sem barn, skurð­ar­svæðið hafi rofnað þegar henni hafi verið nauðgað og hún verið saumuð aft­ur. Þá hafi einnig þurft að skera hana upp þegar hún hafi fætt börn sín. Hún hafi greint frá því að hún ætti við þvag­vanda­mál að stríða og fengi mikla verki við tíða­blæð­ing­ar.

Fram kom að hún hefði þörf fyrir til­vísun til þvag­færa­skurð­deildar Land­spít­ala eða sér­fræð­ings. Idil bíður nú eftir tíma hjá slíkum lækni hér á landi en gæti verið vísað úr landi áður en hún kemst í hann.

Hvað von­ast þú til að ger­ist í fram­tíð­inni?

„Mig langar að mennta mig og ég vil að börnin mín fái tæki­færi til að mennta sig. Mig langar að fá þau hingað til mín, það er mín helsta ósk. Mig langar að þetta land, Ísland, verði síð­asta landið þar sem ég sæki um vernd.“

Börnin eru for­eldra­laus í Jemen eins og stend­ur, þar sem faðir þeirra er horf­inn. Idil segir að hún hafi allt sitt líf þurft að treysta á sjálfa sig og hafi hún unnið fyrir sér. „Þegar stríðið braust út þá hvarf faðir barn­anna og ég hrein­lega veit ekki hvort hann sé lífs eða lið­inn. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er.“

Hún sá börnin sín síð­ast fyrir tveimur árum en það er eng­inn sími á heim­il­inu þar sem þau búa – og veldur það miklum vand­ræðum í sam­skiptum þeirra á milli og fær hún fá tæki­færi til að heyra í þeim. „Það er helsta vanda­málið varð­andi elsta son minn. Hann fer mikið út sjálfur enda for­eldra­laus. Og það er eng­inn sími á heim­il­inu fyrir mig til að ná í hann og tala við hann.“

Mikið er um að upp­reisn­ar­menn í Jemen þvingi barn­unga drengi til að ganga til liðs við sig. Idil stað­festir þetta og segir að þeir noti iðu­lega mjög unga pilta í hern­aði sínum og hefur hún þar af leið­andi miklar áhyggjur af syni sín­um.

„Þannig að ég þrái ekk­ert heitar en að vera hér og fá börnin mín til mín.“

Var á göt­unni á Grikk­landi við mjög erf­iðar aðstæður

Sahra fædd­ist árið 1999 í Sómalíu og er því ein­ungis 22 ára á þessu ári. Hún ákvað að yfir­gefa heima­landið sitt í sept­em­ber 2019 vegna þess að þar átti að þvinga hana í hjóna­band með með­limi Al-S­habaab en hún er einnig þol­andi kyn­færalim­lest­inga. „Mað­ur­inn var mikið eldri og ég vildi alls ekki gift­ast hon­um,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. „Mér fannst ég aldrei vera örugg og ótt­að­ist ég um líf mitt.“

Leiðin lá til Grikk­lands þar sem hún dvaldi í eitt ár og sjö mán­uði. „Þann tíma sem ég bjó í flótta­manna­búð­um, áður en ég fékk vernd lenti ég í miklum erf­ið­leik­um. Það var eitt­hvað um Sómali í búð­unum og stundum brut­ust út slags­mál milli þeirra og Afgana eða Arabanna. Stundum var kveikt í tjöldum og mér leið ekki vel þarna.“

Í úrskurði kæru­nefndar kemur fram að eftir að Sahra fékk alþjóð­lega vernd hafi henni verið hent út úr búð­un­um, hún hafi misst fram­færslu sína og eftir það haf­ist við á göt­unni við afar erf­iðar aðstæð­ur. Henni hafi verið boð­inn pen­ingur eða aðstoð í skiptum fyrir „kyn­líf“. Þá hafi hún ítrekað óskað eftir aðstoð grískra stjórn­valda en ávallt verið synj­að. Hún hafi reynt að finna atvinnu og verða sér úti um nauð­syn­legar skrán­ingar í Grikk­landi en án árang­urs. Hún hafi þurft að greiða fyrir skatt­númer og kenni­tölu auk þess sem hún hafi engar upp­lýs­ingar eða leið­bein­ingar fengið frá grískum stjórn­völd­um.

Þá kemur enn fremur fram að Sahra hafi ekki fengið nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikk­landi en hún hafi sjálf þurft að draga úr sér tönn. Þá hafi hún upp­lifað mikla for­dóma í Grikk­landi frá almenn­ingi og lög­reglan hafi ekki veitt henni aðstoð.

Ég fékk engan stuðning eftir ég fékk þessa vernd. Yfirvöld sögðu mér að ég væri á eigin vegum og þyrfti að finna út úr hlutunum sjálf.

Nauðgað dag­lega í mánuð

Sahra segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi í raun verið þvinguð í hjóna­band í Grikk­landi. Mað­ur­inn hafi sagst vera breskur ferða­maður sem lof­aði henni betra lífi en yfir­gaf hana eftir einn mán­uð. Hún segir að sá tími hafi verið hræði­leg­ur.

Sam­kvæmt Söhru var henni strang­lega bannað af mann­inum að fara út fyrir veggi hót­els­ins á þeim tíma. Hann hafi nauðgað henni dag­lega í mánuð – sem sagt allt „kyn­líf­ið“ hafi verið án hennar sam­þykk­is. Hún greinir frá því að hann hafi bundið hendur hennar og gert það sem honum sýnd­ist og oftar en einu sinni hafi hún liðið út af vegna sárs­auka og blóð­taps.

Til við­bótar við það að hafa beitt hana grófu kyn­ferð­is­legu ofbeldi í mán­uð, segir hún hann hafa beitt hana grófu and­legu og lík­am­legu ofbeldi og meðal ann­ars sagt henni að hún væri einskis virði og hafi alltaf kvartað um að „kyn­líf“ með henni væri ekki nógu gott. Sam­kvæmt Söhru sýndi mað­ur­inn ekki neina mis­kunn þrátt fyrir ákall hennar þar um þegar hann stund­aði „kyn­líf“ með henni. Hún segir að mað­ur­inn hafi not­fært sér aðstæður henn­ar, það er heim­il­is- og mat­ar­leysið og hafi platað hana í þessar aðstæður áður en hún vissi af. Hún telur að hún hafi verið fórn­ar­lamb mansals og gerð að kyn­lífs­þræl.

Sahra seg­ist ekki vita hvar mað­ur­inn sé nú nið­ur­kom­inn. „Hann sagði við mig að hann væri ekki full­nægður vegna þess að kyn­færi hennar væru lemstruð eftir umskurð,“ segir hún.

Finnur fyrir miklum von­brigðum og svekk­elsi eftir Grikk­lands­dvöl­ina

Sahra kom til Íslands í júní síð­ast­liðn­um. „Fyrst þegar ég kom hingað var vel tekið á móti mér og ég var ánægð. Síðan ég fékk neit­un­ina hef ég aftur á móti ekki sofið almenni­lega og ég er mjög áhyggju­full varð­andi fram­tíð­ina. Ég bjóst við betra lífi. Ég er kona og þarf mik­inn stuðn­ing og ég get ekki farið til baka til Sómalíu vegna þeirra erf­ið­leika sem ég stóð frammi fyrir þar.“

Hún segir að hennar helsta ósk sé að búa og vinna á Íslandi. „Ég hafði miklar vænt­ingar varð­andi fram­tíð mína en eftir að ég kom til Grikk­lands þá lenti ég í ömur­legum atburð­um. Mig hefur alltaf langað til að líf mitt sé á ein­hverri leið áfram en eftir Grikk­land þá finn ég fyrir miklum von­brigðum og svekk­elsi og mér líður ekki vel nún­a.“

Fékkst ein­hverja hjálp eftir að þú fékkst vernd í Grikk­landi frá þar­lendum yfir­völd­um?

„Nei, ég fékk engan stuðn­ing eftir ég fékk þessa vernd. Yfir­völd sögðu mér að ég væri á eigin vegum og þyrfti að finna út úr hlut­unum sjálf. Ég vissi aldrei hvert ég ætti að leita og ég svaf oft á göt­unni með öðru heim­il­is­lausu fólki. Suma daga gat ég fundið eitt­hvað að borða, aðra ekki. Svo nei, ég fékk engan stuðn­ing frá grískum yfir­völd­um,“ segir hún.

Hún bendir á að sá sem á ekk­ert, er ekki með nauð­syn­legt auð­kennis­númer og hefur engan stuðn­ing eigi erfitt með að leita sér að vinnu.

Eins og Idil er Sahra þol­andi kyn­færalim­lest­inga og hefur hún þurft að ganga í gegnum lík­am­legar þján­ingar vegna þessa. Hún telur að hún geti ekki fengið við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikk­landi. Hún á, eins og Idil, tíma hjá þvag­færa­skurð­lækni til þess að fá bót meina sinna en Útlend­inga­stofnun hafði áður synjað þeim um þessa þjón­ustu. Hún bíður nú en tím­inn mun leiða í ljós hvort hún kom­ist til læknis og eftir atvikum í lífs­nauð­syn­lega skurð­að­gerð hér áður en hún verður send úr landi.

Þessar tvær konur í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu

Claudia Ashanie Wil­son, lög­maður kvenn­anna, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi tvö mál eigi það sam­eig­in­legt að þau varði konur í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu sem orðið hafa fyrir fjöl­mörgum mann­rétt­inda­brotum og kyn­bundnu ofbeldi í heima­ríki, á leið til Grikk­lands og ekki síður í Grikk­landi.

„Þær eru fórn­ar­lömb mansals, kyn­færalim­lest­ing­ar, nauð­gana, þar með talið hópnauð­gana, ýmiss and­legs og lík­am­legs ofbeld­is, jafn­vel frá lög­reglu í Grikk­landi. Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is, meðal ann­ars þurfa báðar á skurð­að­gerð að halda, sem var hafnað af stjórn­völdum þótt það sé mat sér­fróðs læknis að þessar aðgerðir séu þeim nauð­syn­leg­ar,“ bendir hún á.

Hvað telur þú að muni ger­ast fyrir þessar tvær konur þegar þær verða sendar til Grikk­lands?

„Þrátt fyrir sér­stak­lega við­kvæma stöðu þeirra, hina óum­deildu stað­reynd að þær verði við end­ur­komu til Grikk­lands aftur sendar út á göt­una án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar – enda hafa íslensk stjórn­völd ekki dregið trú­verð­ug­leika frá­sagna þeirra í efa – telja stjórn­völd að það sé öruggt fyrir þær að snúa aftur til Grikk­lands,“ segir hún.

Claudia telur að sú nið­ur­staða end­ur­spegli ann­ars vegar enn harð­ari stefnu íslenskra stjórn­valda í mál­efnum umsækj­enda um alþjóð­lega vernd, sem hún full­yrðir að eigi bara eftir að versna, nema Íslend­ingar breyti við­eig­andi lögum og fram­kvæmd þeirra. Hins vegar end­ur­spegli sú nið­ur­staða afleið­ingu þess að kynja­jafn­rétti og kynja­sjón­ar­mið nái ekki til mál­efna kvenna á flótta.

Þrátt fyrir sérstaklega viðkvæma stöðu þeirra, hina óumdeildu staðreynd að þær verði við endurkomu til Grikklands aftur sendar út á götuna án viðunandi húsnæðis og berskjaldaðar [...] telja stjórnvöld að það sé öruggt fyrir þær að snúa aftur til Grikklands.
Claudia segist aldrei hafa aldrei séð íslensk stjórnvöld leggja mat á umsóknir viðkvæmra kvenna þar sem tekið sé tilliti til ákvæða kvennasáttmálans, evrópuráðssamnings um aðgerðir gegn mansali eða hins nýja Istanbúl-samnings, sem hefur verið fullgiltur hér á landi.
Bára Huld Beck

Hvað ert þú núna að gera til að sporna við því að þær verði sendar úr landi?

„Ég hef starfað á þessu sviði í mörg ára en hef aldrei séð stjórn­völd leggja mat á umsóknir við­kvæmra kvenna þar sem tekið er til­liti til ákvæða kvenna­sátt­mál­ans, evr­ópu­ráðs­samn­ings um aðgerðir gegn man­sali eða hins nýja Ist­an­búl-­samn­ings, sem hefur verið full­giltur hér á landi sem ég tel að kunni að hafa áhrif á nið­ur­stöðu máls kvenn­anna.“

Hún bendi á grein í Ist­an­búl-­samn­ingnum sem segir að:

„Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­syn­legar ráð­staf­an­ir, með laga­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá meg­in­reglu í sam­ræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hæl­is­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu.

Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­syn­legar ráð­staf­an­ir, með laga­setn­ingu eða öðrum hætti, til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfn­ast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kring­um­stæðum vera sendar úr landi til nokk­urs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pynt­ing­um, ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð eða refs­ing­u.“

Claudia segir að það virð­ist sem að stjórn­völd líti ekki svo á að ákvæði þessa samn­inga nái einnig til kvenna á flótta líkt og umbjóð­endum hennar og taki aldrei til­liti til þeirra við afgreiðslu umsóknar þessa hóps kvenna.

„Þetta er algjör mis­skiln­ing­ur. Mark­mið mitt er fyrst og fremst að bjarga þessum kon­um. Ekki síst er það mitt mark­mið að varpa ljósi á þetta vanda­mál og að sjá til þess að stjórn­völd breyti núver­andi fram­kvæmd og geri sér grein fyrir því að kven­rétt­indi eru mann­rétt­indi sem ná einnig til kvenna á flótta.“

Kynja­mis­rétti ger­ist einnig á meðal fólks á flótta

Af hverju er þessi kvenna­vink­ill mik­il­væg­ur?

„Það er grund­vall­ar­at­riði að stjórn­völd geri sér grein fyrir því sem aðgreinir konur á flótta frá körlum á flótta, en stað­reyndin er sú að kynja­mis­rétti ger­ist ekki bara hjá sínum sam­fé­lags­þegnum heldur einnig á meðal fólks á flótta.“

Vísar Claudia í yfir­lýs­ingu frá UN WOMEN, KFRI, Amnesty Íslands­deild­ar, SOL­ARIS, NO-­BORDERS og Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa sem hún tekur heilsu­sam­lega undir en í henni kemur fram að kyn og kyn­gervi skipti miklu máli þegar fjallað eru málefni flótta­fólks. Það sé stað­reynd að staða kvenna á flótta sé sér­stak­lega við­kvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mis­mun­un, svo sem hætt­unni á kyn­bund­inni mis­munun og kyn­ferð­is­legu ofbeldi.

„Mál umbjóð­enda minna eru skýr dæmi um þetta,“ segir hún.

„Þessi mál ein­fald­lega fylltu mæl­inn“

Albert Björn Lúð­vígs­son, lög­fræð­ingur hjá Rauða kross­in­um, var tals­maður Idil og Söhru og þekkir þær og mál þeirra vel.

„Þessi mál ein­fald­lega fylltu mæl­inn,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann þegar hann er spurður út í það hvað sé sér­stakt við mál þess­ara tveggja kvenna.

Hann bendir á að almennar aðstæður umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í Grikk­landi séu í einu orði sagt hræði­leg­ar. Íslensk stjórn­völd við­ur­kenni það fús­lega en í úrskurðum kæru­nefnd­ar­innar komi meðal ann­ars fram að þær hafi báðar lifað á jaðri grísks sam­fé­lags. Það sé ekk­ert hús­næði sér­stak­lega ætlað fyrir þær eða aðrar konur eða karla í þeirra stöðu og nær ómögu­legt að nálg­ast fram­færslu og aðra félags­lega aðstoð. Það sé kannski ekki ómögu­legt, en næstum því, að fá þar nauð­syn­legar skrán­ing­ar. Einnig sé gríð­ar­legt atvinnu­leysi í Grikk­landi og þeir sem tali ekki stakt orð í grísku eða ensku hafi nær enga mögu­leika til að finna atvinnu þar vegna for­dóma.

Hann segir að þetta almenna ástand gildi fyrir alla en að í þessum tveimur málum séu það þær kyn­bundnu ástæður og ofsóknir sem þær hafi orðið fyrir sem geri þær enn við­kvæm­ari. „Þær eru ein­stæðar og þær koma úr menn­ingu þar sem konur verða að treysta á karl­kyns ætt­ingja eða eig­in­mann. Þær hafa ekk­ert slíkt. Þær hafa báðar lent í mjög grófum kyn­bundnum ofsóknum – sem dæmi nauðg­un­um, þving­uðum hjóna­böndum og kyn­færalim­lest­ingum – og það er verið að senda þær aftur á göt­una í Grikk­landi þar sem þeim voru ítrekað boðnir greiðar eða pen­ingar í stað­inn fyrir kyn­líf.“

Vilji íslenskra stjórn­valda að gera þetta eins hratt og þau kom­ast upp með

Telur Albert skorta heild­ar­mat hjá Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd­inni á stöðu þeirra og segir hann að ekki hafi verið tekið til­lit til per­sónu­legra aðstæðna þess­ara kvenna.

„Það þarf að líta á stöðu þeirra í heild sinn­i,“ segir hann.

Af hverju er það ekki gert?

„Senni­lega vegna þess að stjórn­völdum finnst þeim ekki bera skylda til þess og því líta þau ekki til þess­ara þátta. Þau segj­ast gera það, sér­stak­lega kæru­nefnd útlend­inga­mála, en þegar maður les úrskurð­ina er alveg aug­ljóst að það er ekki litið til þeirra lög­bundnu aðstæðna sem þarf að líta til og þetta lög­bundna heild­ar­mat er ekki unn­ið.“

Hann segir að beiðnum um frestun rétt­ar­á­hrifa sé nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust hafnað þannig að í raun og veru gætu þessar tvær konur verið fluttar til Grikk­lands á morg­un.

„Stoð­deild lög­regl­unnar ham­ast við að reyna að senda fólk til Grikk­lands. Það er engin töf á því af hálfu yfir­valda en það fer alltaf aðeins eftir sam­vinnu ein­stak­ling­anna og það eru ýmsar kröfur gerðar núna á borð við COVID-­sýna­töku þannig að af þeim ástæðum getur brott­vísun til Grikk­lands frest­ast – en það er vilji íslenskra stjórn­valda að gera þetta eins hratt og þau kom­ast upp með.“

Albert segir að fólk sem leiti hingað að vernd þrái mest öryggi, stöðugleika og að byggja upp líf sitt
Bára Huld Beck

Hvað telur þú að ger­ist fyrir þessar tvær konur þegar og ef þær verða senda til Grikk­lands?

„Þær munu enda á göt­unni. Það eru engar ýkj­ur. Ég hef verið með fjöl­skyldur sem hefur verið brott­vísað frá öðrum Evr­ópu­ríkjum til Grikk­lands þar sem þær höfðu vernd þar, til dæmis eina sex manna fjöl­skyldu og þau höfð­ust við í tjaldi í almenn­ings­garði þegar þeim var snúið aftur til Grikk­lands. Það er mjög algengt – og þetta vita íslensk stjórn­völd enda er fullt til af heim­ildum sem fjalla um stöð­una í Grikk­land­i.“

Telur hann að íslensk stjórn­völd líti svo á að aðstæður í Grikk­landi séu bara ekki „nógu“ slæmar þrátt fyrir allt.

Hvað þarf að breyt­ast að þínu mati hér á landi í þessum mál­um?

„Það þarf að fylgja lög­unum sem voru sett árið 2016 og anda þeirra. Það sem hefur breyst er að þegar lögin voru sett þá fylgdu þeim ákveðnar vonir um mann­úð­lega með­ferð en það hefur skol­ast hratt undan þeim grunni í með­förum fram­kvæmda­valds­ins.“

Albert segir að til dæmis hafi átt að taka til­lit til sér­stak­legrar við­kvæmrar stöðu sem þessar konur sem hér er fjallað um falli aug­ljós­lega und­ir. „En með fram­kvæmd kæru­nefndar útlend­inga­mála og Útlend­inga­stofn­unar og með nýlegri reglu­gerð sem ráð­herra hefur sett hefur kvarn­ast mjög hratt úr þeim áætl­unum og þeim grunni sem hefur verið lagður undir þessi lög. Og það er mjög mið­ur.“

Bendir hann á að þetta eigi ekki ein­ungis við um ein­stæðar konur sem hingað koma heldur um send­ingar barna og barna­fjöl­skyldna til Grikk­lands en margar fjöl­skyldur bíða nú brott­flutn­ings, að hans sögn.

Þarf að kort­leggja áföllin fag­lega

Albert tekur undir með núver­andi lög­manni kvenn­anna að Íslend­ingar séu ekki að fylgja eftir Kvenna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Hann segir að í aðgerða­á­ætlun sem íslensk stjórn­völd hafi sett sér komi fram að það þurfi að upp­lýsa konur um þá sér­fræði­að­stoð sem þeim standi til boða.

„Þetta á meðal ann­ars við um Söhru og Idil sem og konur sem lent hafa í man­sali en það eru dæmi um að hingað leiti konur frá Nígeríu sem hafi stoppað á Ítalíu og verið þar þving­aðar í vændi og lent í raun í mjög grófu ofbeldi. En jafn­vel þrátt fyrir þessa aðgerða­á­ætlun þá fylgja íslensk stjórn­völd hvorki þeim fyr­ir­heitum að greina mansalið né að veita fólki nauð­syn­lega aðstoð.“

Hann segir að þegar fólk er í þess­ari óvissu, sem umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eru iðu­lega í, þá sé erfitt að fara að vinna úr þeim áföllum sem dunið hafa yfir það. „Það sem þarf hins vegar að gera er að kort­leggja þessi áföll fag­lega svo stjórn­völd geti metið stöðu þeirra rétt við með­ferð umsókna þeirra um alþjóð­lega vernd á Ísland­i.“

Fyr­ir­séð að flótta­fólk fái enga aðstoð í Grikk­landi

Varð­andi mál þess­ara tveggja kvenna sem hér er fjallað um þá segir Albert að ótti þeirra sé ekki aðeins hug­lægur – hann sé líka hlut­lægur og mjög raun­veru­leg­ur.

„Þrá Söhru er aðeins eftir ein­hverju normi og stöð­ug­leika, öryggi. Allir hæl­is­leit­endur sem ég hef hjálpað byrja mjög fljótt að vinna ef þeir fá hér vernd. Þeir eru dug­legir að sækja um störf og bjarga sér. Ég er búin að vera hjá Rauða kross­inum í fimm ár og það er mjög oft sem maður hittir þá í verslun eða ein­hvers stað­ar. Það er það sem fólk þráir mest; öryggi, stöð­ug­leika og að byggja upp líf sitt.“

Hann segir að honum finn­ist auð­vitað alltaf erfitt þegar fólk er sent til Grikk­lands en honum finn­ist það sér­stak­lega erfitt þegar fólk kemur svona brotið hingað til lands. „Það getur ekki einu sinni tryggt öryggi sitt á Grikk­landi og það er erfitt að horfa upp á það.“

Albert bendir jafn­framt á að þegar umsækj­endur um alþjóð­lega vernd koma fyrst til Grikk­lands og neytt til að sækja þar um alþjóð­lega vernd þá taki við þeim kerfi sem rekið sé af Sam­ein­uðu þjóð­unum í flestum til­fell­um.

„Fólkið er í ömur­legum aðstæðum en fær þó eitt­hvað skjól, fær smá mat og í sumum til­fellum ein­hverja fram­færslu. Þegar fólk­inu er veitt vernd þá dettur það hins vegar út úr þessu kerfi algjör­lega og þarf þá að fara að treysta á gríska kerfið og það er bara ekki til stað­ar. Sér­stak­lega ekki þegar það talar hvorki grísku né ensku enda engin tungu­mála­kennsla í boði. Útlend­inga­stofnun dregur það til að mynda ekki í efa í málum Idil og Söhru að þær hafi verið án hús­næð­is, fram­færslu og atvinnu í Grikk­landi áður en þær flúðu til Íslands.“

Hann segir að fólk í þess­ari aðstöðu hafi ekki heldur aðgang að við­un­andi heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikk­landi, sér­stak­lega ekki sér­hæfðri heil­brigð­is­þjón­ustu. Að lokum verði að minn­ast á þá for­dóma sem flótta­fólk verði fyrir í Grikk­landi, jafn­vel ofbeldi – það meira að segja af hálfu grísku lög­regl­unnar og emb­ætt­is­manna. „Það segja þetta svo margir – að maður veit að þetta er satt – að þegar fólki er afhent dval­ar­leyfin og ferða­skil­ríkin í Grikk­landi þá er þeim bent á að það geti nú ferð­ast um alla Evr­ópu og það fái enga aðstoð í Grikk­land­i.“

Vegna alls þessa – vegna ömur­legra aðstæðna í Grikk­landi og áfalla­sögu þess­ara kvenna – þá hefði Albert viljað sjá aðra nið­ur­stöðu í málum þeirra Idil og Söhru. „Já, ég við­ur­kenni það, þetta er ömur­leg­t,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal