Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal

Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.

Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Auglýsing

Slag­orðin „Black Fri­da­y,“ „svartur föstu­dag­ur,“ „svartur föss­ari“ og jafn­vel „myrkir mark­aðs­dag­ar,“ „svört vika“ og „svört helgi“ hafa lík­lega ekki farið fram hjá neyt­endum síð­ustu daga. Svarti föstu­dag­ur­inn er nýaf­stað­inn, dag­ur­inn þar sem versl­anir bjóða upp á ýmsa afslætti, og er fyr­ir­myndin sótt til Banda­ríkj­anna þar sem dag­ur­inn markar upp­haf jóla­versl­un­ar. Dag­ur­inn hefur fest sig í sessi hér á landi síð­ustu ár ásamt Degi ein­hleypra (e. Sing­les Day) og Staf­rænum mánu­degi (e. Cyber Monda­y). Á meðan sumir neyt­endur kepp­ast við að gera góð kaup eru aðrir sem setja spurn­inga­merki við þessa daga.

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í félagssálfræði.

Ragna Bene­dikta Garð­ars­dótt­ir, pró­fessor í félags­sál­fræði, ráð­leggur almenn­ingi að forð­ast allt mark­aðsáreiti. „Það gerir lífið svo miklu létt­ara, lík­ams- og sjálfs­mynd­ina betri og svo er það líka ódýr­ara, svo ekki sé minnst á kolefn­islos­un­ina sem sparast,“ segir Ragna, sem hefur meðal ann­ars rann­sakað áhrif neyslu­menn­ingar á umhverf­is­hegðun og umhverf­is­við­horf fólks.

Hátíð ljóss og friðar nálg­ast en ljóst er að mikil neyslu­há­tíð er einnig fram und­an. Ragna segir að neyt­endur geti sett sér ein­föld við­mið til að forð­ast sem mest áreiti jóla­versl­un­ar­inn­ar. „Ekki fylgja neinum á Instagram sem er ekki vinur þinn, ekki hleypa inn aug­lýsend­um. Þið eruð ekki að missa af neinu sem verður ekki komið úr tísku eftir hálfan mánuð hvort eð er.“

Auglýsing
Jóla­verslun sló öll met í fyrra

Stað­reyndin er hins vegar sú að jóla­verslun fær­ist sífellt í auk­ana en í fyrra sló hún öll met þegar heild­ar­korta­velta Íslend­inga í des­em­ber nam alls 83,8 millj­örðum króna, sem er 8,7% aukn­ing frá 2019. Kór­ónu­kreppan virð­ist því ekki hafa sett strik í jóla­verslun í fyrra ef marka má tölur frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­innar. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafði samt sem áður áhrif en í grein­ingu rann­sókn­ar­set­urs­ins segir að lík­legt þyki að miklar tak­mark­anir á versl­un­ar­ferðum lands­manna til útlanda hafi haft mikil áhrif á verslun í des­em­ber í fyrra, en 55,3 millj­örðum var varið í verslun og 28,5 millj­örðum í þjón­ustu.

Net­verslun nærri fimm­fald­að­ist

Vís­bend­ingar eru einnig um að jóla­versl­unin sé að dreifast yfir lengra tíma­bil og fær­ast að hluta til á net­ið. Þannig má nefna að inn­lend velta íslenskra korta í nóv­em­ber í fyrra nam alls 70,7 millj­örðum króna og jókst um 5,6 pró­sent, á föstu verð­lagi, milli ára. Rann­sókn­ar­setur versl­un­ar­innar metur það svo að auknar vin­sældir afslátt­ar­dag­anna þriggja, það er Dags ein­hleypra, Svarts föstu­dags og Staf­ræns mánu­dags, hafi breytt neyslu­venjum til fram­búðar og nú fer sífellt meiri jóla­verslun fram í nóv­em­ber. Þannig jókst verslun Íslend­inga um 28,6 pró­sent í nóv­em­ber milli ára og þar vóg net­verslun tæp 17 pró­sent allrar versl­unar í mán­uð­in­um.

Í fyrra var jólaverslun á Íslandi sú mesta frá upphafi mælinga.

Ef rýnt er í tölur um net­verslun sést að í nóv­em­ber í fyrra var hún 368 pró­sent hærri en í sama mán­uði árið á und­an. Mest var veltan í stór­mörk­uðum og dag­vöru­versl­un­um, fata­versl­un­um, raf- og heim­il­is­tækja­versl­unum og hjá versl­unum sem selja heim­il­is­bún­að. Talið er að sam­komu­tak­mark­anir hafi haft áhrif á þessa miklu hækkun milli ára og það á því eftir að koma í ljós hvernig núgild­andi sam­komu­tak­mark­anir hafi áhrif á net- og jóla­verslun í ár.

„Full­viss um að full­orðna fólkið þurfi ekki hjálp við að telja dag­ana“

Á sama tíma og jóla­versl­unin er form­lega hafin hefur flóra jóla­daga­tala lík­lega aldrei verið eins fjöl­breytt og fyrir þessi jól. En er þetta enn eitt mark­aðs­fyr­ir­bærið sem ein­kennir jóla­ver­tíð­ina, líkt og afslátt­ar­dag­arnir sem marka upp­haf jóla­versl­un­ar? Ragna segir málið í raun sára­ein­falt, full­orðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóla­daga­töl.

Til­koma súkkulað­i­jóla­daga­tala á sínum tíma þótti mik­ill lúxus sam­an­borið við hefð­bundin jóla­daga­töl með fal­legum mynd­um. Í dag eru jóla­daga­töl ekki ein­ungis miðuð að börn­um, heldur geta börn og full­orðnir stytt bið­ina eftir jólum með ýmsum hætti, allt frá súkkulað­i­jóla­daga­tala til snyrti­vara- og jafn­vel unað­stækja­daga­tala. „Jóla­daga­töl voru upp­runa­lega búin til til þess að hjálpa spenntum börnum að telja niður dag­ana til jóla. Ég er full­viss um að full­orðna fólkið þurfi ekki hjálp við að telja dag­ana, og því ætti það ekki að vanta daga­tal. Það er eitt­hvað annað sem býr að baki svona kaup­um,“ segir Ragna. Í raun og veru sé verið að blekkja neyt­end­ur.

„Fólk sem er að kaupa sér svona 24 hluti í einum pakka er nefni­lega að falla fyrir eina elsta trix­inu í bók­inni, það er að telja sig vera að gera góð kaup því að þetta er bara ein greiðsla, en þau eru í raun að kaupa mun meira en þau þurfa mögu­lega á að halda og hefðu aldrei keypt akkúrat þessa 24 hluti ef þeir væru seldir í sitt­hvoru lag­i,“ segir hún.

Tál­myndin um hið ljúfa líf

Kaup á jóla­daga­tali fela einnig í sér tál­mynd­ina um hið ljúfa líf að sögn Rögnu. „Það er sú trú að vissum, það er fjölda­fram­leiddum og dauðum hlut­um, fylgi ein­hver sál­rænn ábati, ein­hver bætt líð­an, betri sjálfs­mynd, hærri sam­fé­lags­staða, inn­ganga í vissan sam­fé­lags­hóp eða meiri vin­sæld­ir. Fólk er venju­lega ekki með­vitað um að það sé að falla fyrir þessum ein­földu brögð­um, en þau hafa virkað í mark­aðs­setn­ingu í um eina öld.“

Þá segir Ragna fólk einnig gjarn­ara til að falla fyrir félags­legum sam­an­burði en það er til­búið til að við­ur­kenna. „Fólk kaupir sér mögu­lega eitt­hvað „vegna þess að allir eiga þannig“ en það telur sér trú um að þau hafi í raun langað í þetta óháð því sem aðrir gera. Það er yfir­leitt ekki rétt hjá þeim. Þessu tengt er líka það sem heitir þriðju-­per­són­u-á­hrif­in, sem eru þannig að fólk sér skýrt hvernig aðrir verða fyrir áhrifum af ein­hverjum for­tölum eða áróðri, en fólk sér ekki hvernig það sjálft verður fyrir þessum sömu áhrif­um. Við van­metum áhrif mark­aðs­setn­ingar á okkar hegðun en erum raun­særri á áhrif mark­aðs­setn­ingar á aðra.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent