Aftur niður í 50 manna fjöldatakmörk á miðnætti

Almennar fjöldatakmarkanir munu frá og með miðnætti kveða á um að almennt megi einungis 50 manns megi vera í sama rými. Allt að 500 manns mega þó koma saman á viðburðum, þar sem krafist verði hraðprófa.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Í nýrri reglu­gerð um sam­komu­tak­mark­anir sem tekur gildi á mið­nætti í kvöld verður kveðið á um að ein­ungis 50 manns megi vera í sama rým­inu. Allt að 500 manns mega þó koma saman í hverju sótt­varn­ar­hólfi á við­burðum þar sem kraf­ist er hrað­prófa.

Veit­inga­hús og barir þurfa að loka dyrum sínum kl. 22 og koma öllum gestum út fyrir kl. 23 á kvöldin og fjöldi gesta í sund­laugum og lík­ams­rækt­ar­stöðum verður tak­mark­aður við 75 pró­sent af leyfi­legum fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi.

Þetta til­kynnti Svan­dís Svav­ars­dóttir eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir verði í gildi í þrjár vik­ur, eða til og með 8. des­em­ber.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um þessar aðgerðir segir að Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telji harðar sótt­varna­að­gerðir nauð­syn­legar á meðan að unnið sé að því að ná víð­tæku ónæmi í sam­fé­lag­inu með örv­un­ar­bólu­setn­ing­um, sem þegar séu hafn­ar. Gert er ráð fyrir því að boða um 160 þús­und manns í örv­un­ar­bólu­setn­ingu fyrir ára­mót.

Tak­mark­anir sem taka gildi á mið­nætti, aðfara­nótt 13. nóv­em­ber:

 • Almennar fjölda­tak­mark­anir 50 manns: Börn fædd 2016 og síðar telj­ast ekki með. Í þessu felst að óheim­ilt er að fleiri en 50 komi sam­an, hvort heldur inni eða utandyra, í opin­berum rýmum eða einka­rým­um. 
 • Nálægð­ar­mörk 1 metri milli ótengdra aðila: Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota and­lits­grímu. Þrátt fyrir þetta eru íþróttir með snert­ingu áfram heim­ilar hjá börnum og full­orðn­um. Enn fremur eru leik­skóla­börn og nem­endur í 1. til 4. bekk í grunn­skóla und­an­þegin 1 metra regl­unni.
 • Grímunotk­un: Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu, s.s. í versl­un­um, almenn­ings­sam­göngum og starf­semi sem krefst nánd­ar, t.d. á hár­greiðslu­stof­um. Börn fædd 2006 og síðar eru und­an­þegin grímu­skyld­u. 
 • Fjöl­mennir við­burðir með notkun hrað­prófa: Heim­ilt er að halda við­burði fyrir 500 manns í hverju sótt­varna­hólfi ef allir gestir fæddir 2015 og fyrr fram­vísa nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr hrað­prófi sem má ekki vera eldra en 48 klst. Ef ekki er hægt að upp­fylla 1 metra reglu skulu gestir bera grímu, að und­an­skildum börnum fæddum 2006 eða síð­ar. Heim­ilt er að víkja frá 1 metra reglu þegar gestir sitja en þá ber að nota grímu. Skylt er að skrá gesti í föstum sætum með nafni, kenni­tölu og síma­núm­eri. Óheim­ilt er að selja veit­ingar í hléi. Á skóla­skemmt­unum með hrað­prófum í grunn- og fram­halds­skólum er und­an­þága frá 1 metra reglu og grímu­skyldu.
 • Sund-, bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíða­svæði mega taka á móti 75% af leyfi­leg­um  hámarks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi. Börn fædd 2016 eða síðar telj­ast ekki með.
 • Opn­un­ar­tími veit­inga­staða o.fl.: Veit­inga­húsum og öðrum stöðum þar sem áfeng­is­veit­ingar eru heim­ilar er óheim­ilt að hleypa inn nýjum við­skipta­vinum eftir kl. 22.00 og allir gestir eiga að vera farnir hið síð­asta kl. 23.00. Vín­veit­ingar skulu aðeins bornar fram til sitj­andi gesta. Skylt er að halda skrá yfir gesti. Einka­sam­kvæmi á stöðum með vín­veit­inga­leyfi eru óheimil eftir kl. 23.00.
 • Versl­anir og söfn: Í versl­unum og söfnum gilda almennar reglur um 50 manna fjölda­tak­mörk, 1 metra reglu og grímu­skyldu. Þó er heim­ilt að taka á móti fimm við­skipta­vinum til við­bótar á hverja 10 m² en þó aldrei fleirum en 500 að hámarki.

Tak­mark­anir sem gilda munu um skóla­starf:

 • Í skóla­starfi gilda almennar reglur um 50 manna fjölda­tak­mörk nema börn fædd 2016 og síðar eru und­an­skil­in. Börn fædd 2006 og síðar eru und­an­þegin grímu­skyld­u. 
 • Starfs­fólki í leik­skólum er ekki skylt að nota grímu í sam­skiptum við leik­skóla­börn.
 • Kenn­urum í grunn­skólum er heim­ilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skóla­stof­um.
 • Nem­endum og kenn­urum í fram­halds­skólum er heim­ilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skóla­stof­um.
 • Blöndun milli hópa í skóla­starfi er heimil á öllum skóla­stig­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent