Mynd: Pexels

Reykjavík ber uppi félagslega þjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Íbúar Reykjavíkur borga tvöfalt hærri upphæð en allir hinir íbúar höfuðborgarsvæðisins í veitta félagsþjónustu. Um 29 prósent af öllum skatttekjum höfuðborgarinnar fara í slíka þjónustu á meðan að þeir sem búa í Kópavogi borga undir 15 prósent. Til viðbótar er Reykjavík í sérflokki þegar kemur að uppbyggingu á húsnæði fyrir lágtekjuhópa.

Íbúar Reykja­víkur borga tvö­falt hærri upp­hæð en allir hinir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í veitta félags­þjón­ustu. Um 29 pró­sent af öllum skatt­tekjum höf­uð­borg­ar­innar fara í slíka þjón­ustu á meðan að þeir sem búa í Kópa­vogi borga undir 15 pró­sent. Til við­bótar er Reykja­vík í sér­flokki þegar kemur að upp­bygg­ingu á hús­næði fyrir lág­tekju­hópa.

Í fyrra fóru 29,1 pró­sent af þeim skatt­tekjum sem höf­uð­borg lands­ins, Reykja­vík, inn­heimti af fólki og fyr­ir­tækjum í að standa undir félags­þjón­ustu af ýmsum toga. Hlut­fallið hækk­aði umtals­vert milli ára, en það var 26 pró­sent árið áður. Heild­ar­upp­hæðin sem fór í að greiða fyrir félags­þjón­ustu í Reykja­vík var 32,9 millj­arðar króna. Í höf­uð­borg­inni bjuggu alls 133.290 manns um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að hver og einn Reyk­vík­ingur greiddi 246.830 krónur í félags­þjón­ustu á síð­asta ári.

​​Um er að ræða fjár­­hags­að­­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda, þjón­­ustu við börn og ung­l­inga, þjón­­ustu við fatlað fólk og aldr­aða og ýmis­­­legt annað sem fellur undir mála­­flokk­inn. 

Þetta mál lesa úr talna­efni sem birt hefur verið á vef Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Aukn­ing var í flestum hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þau eru hins vegar öll langt frá því að verja jafn miklum fjár­munum og Reykja­vík­ur­borg í félags­þjón­ustu. Raunar er hlut­fallið af skatt­tekjum sem fer í félags­þjón­ustu undir 20 pró­sent hjá þeim öll­u­m. 

Hjá nágranna­sveit­ar­fé­lög­unum var hlut­fallið hæst hjá Mos­fells­bæ, 19,8 pró­sent og hjá Garðabæ og Hafn­ar­firði þar sem það var 19,7 pró­sent. Sel­tjarn­ar­nes kom þar á eftir með 18,3 pró­sent og Kópa­vogur rekur sem fyrr lest­ina með 14,8 pró­sent. 

Sam­tals greiddu önnur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 15,3 millj­arða króna í félags­þjón­ustu, eða tæp­lega helm­ing þeirrar upp­hæðar sem íbúar Reykja­víkur greiddu fyrir slíka. Í þessum fimm sveit­ar­fé­lögum bjuggu alls 103.230 manns um síð­ustu ára­mót sem þýðir að með­al­greiðsla á hvern íbúa þeirra var 148.213 krón­ur. Hver ein­asti Reyk­vík­ingur greiðir því næstum eitt hund­rað þús­und krónum meira á ári í félags­þjón­ustu en íbúar hinna fimm sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gera að með­al­tali. 

Lægsta fram­lagið í Kópa­vogi

Hafn­ar­fjörður er sem stendur það nágranna­sveit­ar­fé­lag höf­uð­borg­ar­innar sem kemst næst því að axla álíka hluta af félags­­­legu þjón­ust­unni en kostn­aður á hvern íbúa þar var 168.564 þús­und krónu í fyrra. Hver íbúi í Reykja­vík borg­aði samt sem áður 46 pró­sent meira í félags­lega þjón­ustu en hver íbúi í Hafn­ar­firði á árinu 2020.

Lægsta fram­lagið á hvern íbúa var í Kópa­vogi, þar sem það dróst saman milli ára. Þar greiddi hver íbúi 120.830 krónur í félags­þjón­ustu í fyrra, sem þýðir að Reyk­vík­ingar borga rúm­lega tvisvar sinnum meira fyrir til­urð hennar en sveit­ungar þeirra í næst stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins. 

Reykja­vík er eina sveit­­ar­­fé­lagið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu sem inn­­heimtir hámarks­­út­­svar, 14,52 pró­­sent. Hafn­­ar­­fjörð­­ur, Kópa­vogur og Mos­­fells­­bær eru ekki langt und­an, þau rukka 14,48 pró­­sent í útsvar, en í Garðabæ og á Sel­tjarn­­ar­­nesi er útsvarspró­­sentan 13,7 pró­­sent. Það þýðir ein­fald­lega að íbúar nágranna­sveit­ar­fé­laga Reykja­víkur greiða lægri skatta á sama tíma og íbúar Reykja­víkur axla meiri ábyrgð á félags­þjón­ustu, og greiða fyrir vikið hærri skatta. 

Reykja­vík í sér­flokki

Það er sama hvar er drepið nið­­ur, Reykja­vík er alltaf að veita lang­­mestu félags­­­legu þjón­ust­una. Mest slá­andi er mun­­ur­inn þegar kemur að fjár­­hags­að­­stoð sem sveit­­ar­­fé­lögin veita íbú­­um.

Sveit­­ar­­fé­lögum er skylt að veita fjár­­hags­að­­stoð til fram­­færslu ein­stak­l­inga og fjöl­­skyldna sem ekki geta séð sér og sínum far­­borða án aðstoð­­ar. Í Reykja­vík getur fjár­­hags­að­­stoð til ein­stak­l­ings verið allt að 212.694 krónur á mán­uði og hjón eða sam­­búð­­ar­­fólk getur fengið sam­tals allt að 340.310 krónur á mán­uði. Í öðrum sveit­­ar­­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru greiðslur að jafn­­aði lægri. Fjár­hags­að­stoð í Reykja­vík er til að mynda sjö pró­sent hærri en í Kópa­vogi og tæp­lega fimm pró­sent hærri en í Garða­bæ.

Það þýðir að það borgar sig bein­línis fyrir þá sem þurfa á fjár­­hags­að­­stoð að halda að flytja sig til Reykja­vík­­­ur. Þar af leið­andi eru mun fleiri sem þurfa á henni að halda búsettir þar en í nágranna­sveit­­ar­­fé­lögum höf­uð­­borg­­ar­inn­­ar.

Hver íbúi í Reykja­vík­­­ur­­borg borg­aði tæp­lega 35 þús­und krónur með sköttum sínum í það sem flokk­ast undir félags­lega ­að­­stoð í fyrra. Þar er að uppi­stöðu um fjár­hags­lega aðstoð að ræða. Kópa­vogur kemur þar næst með tæp­lega 27 þús­und krónur á hvern íbúa, sem þýðir að hver íbúi í Reykja­vík greiðir um 30 pró­sent meira vegna þessa mála­flokks en sá sem býr í Kópa­vog­i. 

Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn mynda meirihluta í Reykjavík. Það er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í meirihlutastjórn.
Mynd: Bára Huld Beck

Á sama tíma greiddi íbúi á Sel­tjarn­­ar­­nesi um sex þús­und krónur vegna félags­legrar ­að­­stoðar og hver íbúi í Mos­fellsbæ greiddi um sjö þús­und krón­­ur. Með öðrum orðum borg­aði hver Reyk­vík­­ingur fimm sinnum meira fyrir að halda uppi þessum mála­flokki fyrir þá íbúa borg­­ar­innar sem þurftu á henni að halda en íbúar á Sel­tjarn­­ar­­nesi gerð­u. 

Sinna öldruðum og fötl­uðum betur

Ljóst er að félags­legar áherslur nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna liggja mun frekar í þjón­ustu við aldr­aða og fatl­aða en þá sem glíma við félags­legan eða fram­færslu­vanda. Þegar kostn­aður á hvern íbúa vegna veittrar þjón­ustu við aldr­aða er skoð­aður kemur í ljós að hann var hæstur í Garða­bæ, eða 43.394 krón­ur. Reykja­vík er þó skammt undan en kostn­aður á hvern íbúa þar í fyrra var 42.452 krónur að með­al­tali. Af sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var hann lægstur í Kópa­vogi, um 16 þús­und krónur á hvern íbúa. Mos­fells­bær og Hafn­ar­fjörður voru skammt undan með kostnað uppá um 17 þús­und krónur á hvern íbúa. Það þýðir að hver íbúi í Garðabæ og Reykja­vík greiddi tæp­lega 170 pró­sent meira vegna þjón­ustu við aldr­aða en íbúi í Kópa­vogi á síð­asta ári.

Þegar kemur að þjón­ustu við fatl­aða er kostn­aður á íbúa hæstur í Mos­fells­bæ, tæp­lega 133 þús­und krón­ur. Reykja­vík kemur þar næst með 114 þús­und krónur og í Hafn­ar­firði er kostn­að­ur­inn á hvern íbúa 104 þús­und. Í öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er kostn­að­ur­inn undir 81 þús­und krónum á hvern íbúa og lægstur er hann í Kópa­vogi, tæp­lega 57 þús­und krónur á hvern íbúa. Það þýðir að hver Reyk­vík­ingur borgar að jafn­aði tvisvar sinnum meira fyrir þjón­ustu við fatl­aða en hver íbúi í Kópa­vogi.

Borgin með 78 pró­sent félags­legra íbúða

Reykja­vík dregur líka vagn­inn í upp­­­bygg­ingu á hús­næði fyrir þá hópa sem eru með lægstu tekj­­urn­­ar. Kjarn­inn greindi frá því í gær að hlut­­deild Reykja­vík­­­ur­­borgar í fram­­boði félags­­­legs hús­næðis á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafi vaxið frá árs­lokum 2017, er um 76 pró­­sent af félags­­­legum leig­u­í­­búðum voru í eigu eða umsjá borg­­ar­inn­­ar. Hlut­­fallið nú er yfir 78 pró­­sent.

Alls eru félags­­­legar íbúðir í eigu eða umsjá sveit­­ar­­fé­lag­anna á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu 3.798 tals­ins, en þetta geta verið félags­­­­­legar leig­u­í­­­búð­ir, leig­u­í­­­búðir fyrir aldr­aða í eigu sveit­­­ar­­­fé­laga, leig­u­í­­­búðir fyrir fatl­aða í eigu sveit­­­ar­­­fé­laga og aðrar íbúðir sem ætl­­­aðar eru til nýt­ingar í félags­­­­­legum til­­­­­gangi.

Í Reykja­vík eru 22 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa. Það sveit­ar­fé­lag sem kemur næst er Kópa­vogur með tæp­lega 12 íbúðir á hverja þús­und íbúa en félags­legum íbúðum þar hefur fækkað á und­an­förnum árum þrátt fyrir að íbúum hafi fjölg­að. 

Garða­bær (1,6 félags­leg íbúð á hverja þús­und íbú­a), Sel­tjarn­ar­nes (3,8 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa) og Mos­fells­bær (3,9 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa) eru í sér­flokki þegar það kemur að því að bjóða upp á lítið félags­legt hús­næð­i. 

Nán­ast allar almennar íbúðir í Reykja­vík

Lög um almennar íbúðir voru sam­­­þykkt sum­­­­­arið 2016. Hið nýja íbúða­­­­kerfi er til­­­­raun til að end­­­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­­­­­lega hús­næð­is­­­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­­­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­­­­­legum íbúðum fækk­­­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­­ar­­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig sé stuðlað að því að hús­næð­is­­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­­aði ekki yfir 25 pró­­­sent af tekjum þeirra.

Kjarn­inn greindi frá því fyrir ári síðan að íslenska ríkið hefði þá alls úthlutað 15,3 millj­­örðum króna í stofn­fram­lög vegna almennra íbúða á land­inu öllu frá árinu 2016, þegar lög um slík fram­lög voru sett. Þær tölur hafa ekki verið upp­færðar á þessu ári, en Kjarn­inn hefur kallað eftir nýjum tölum frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un.

Í umfjöllun Kjarn­ans í nóv­em­ber í fyrra kom fram að 11,2 millj­­arðar króna hefðu farið í fram­lög vegna upp­­­bygg­ingar á íbúðum í Reykja­vík sem nýtt hefðu verið til annað hvort að kaupa eða byggja alls 1.923 íbúð­­ir.

Allt í allt þá hefðu verið veitt stofn­fram­lög úr rík­­is­­sjóði til að byggja 2.625 íbúðir á land­inu öllu, sem þýðir að 73 pró­­sent af almennu íbúð­unum sem höfðu á þeim tíma annað hvort verið keyptar, byggðar eða voru í bygg­ingu voru í Reykja­vík. 

Það þýðir að Reykja­vík hefur verið að taka á sig næstum tvö­­faldan hluta af upp­­­bygg­ingu almenna íbúða­­kerf­is­ins en hlut­­fall íbúa borg­­ar­innar segir til um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar