Mynd: Norðurlandaráð

Aðild Svíþjóðar og Finnlands „breytir auðvitað stemningunni“ innan NATO

Samstarf Norðurlandaríkjanna í öryggismálum mun eflast og aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu mun breyta stemningunni innan bandalagsins að mati Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ekki var um stefnubreytingu að ræða að þegar Vinstri græn samþykktu stækkun NATO í vor, í fyrsta sinn, með að samþykkja aðild ríkjanna heldur var um að ræða stuðning við lýðræðislega niðurstöðu þjóðþinganna, að mati Katrínar.

Það er satt sem þau segja að það er eins og að hitta fjöl­skyldu og vini þegar Norð­ur­löndin koma sam­an,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á leið­toga­fundi for­sæt­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna á þingi Norð­ur­landa­ráðs sem fór fram í Helsinki í vik­unni. Blaða­kona Kjarn­ans var við­stödd þingið og sett­ist niður með Katrínu í finnska þing­hús­inu milli þing­funda.

Stemn­ingin á Norð­ur­landa­ráðs­þingi var vissu­lega huggu­leg og heim­il­is­leg. Vel fór á með for­sæt­is­ráð­herr­un­um, þing­menn skelltu í sjálfur í einum af ótal marm­ara­tröppum finnska þing­húss­ins milli funda eða fóru saman í hring­ferð í lyft­unni sem aldrei stöðv­ar.

En und­ir­tónn Norð­ur­landa­þings­ins var alvar­legri en oft áður. Póli­tískt lands­lag er gjör­breytt frá því að þingið kom síð­ast saman í Kaup­manna­höfn fyrir ári síð­an. Stríðið í Úkra­ínu hefur staðið yfir 255 daga og áhrifa þess gætir víða um heim.

Örygg­is- og varn­ar­mál skyndi­lega orðin áber­andi í sam­skiptum Norð­ur­landa

„Þetta er nátt­úru­lega rosa­lega sér­stakt. Þetta er fyrsta Norð­ur­landa­ráðs­þingið eftir að Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu. Það má segja að stríðið sé yfir og allt umlykj­andi. Örygg­is- og varn­ar­málin sem almennt hafa ekki verið mikið rædd í Norð­ur­landa­ráði, svona sögu­lega, eru skyndi­lega orðin mið­læg,“ segir Katrín í sam­tali við Kjarn­ann.

Það sást einna helst á blaða­manna­fundi for­sæt­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna þar sem fátt annað en aðild Finna og Svía að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) komst að. Þar greindi Ulf Krister­s­­son, for­­sæt­is­ráð­herra Sví­­þjóð­­ar, frá því að hann mun fara til fundar við Recep Tayyip Erdogan Tyrk­lands­­for­­seta á næst­unni til að ræða full­­gild­ingu aðildar Sví­­þjóðar að Atl­ants­hafs­­banda­lag­inu.

Sví­þjóð og Finn­land sóttu um aðild að NATO í maí og sögðu þannig skilið við hlut­leys­is­stefnu sína til margra ára­tuga. Ástæðan var skýr: Breytt örygg­is­um­hverfi í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkra­ínu.

Öll 30 aðild­ar­ríki NATO verða að sam­þykkja aðild áður en ný ríki geta bæst við örygg­is- og varn­ar­banda­lag­ið. Aðeins Tyrk­land og Ung­verja­land eiga eftir að full­gilda aðild Sví­þjóðar og Finn­lands. Ísland var með fyrstu ríkj­unum sem sam­þykkti aðild 5. júlí eftir að Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, náði sam­komu­lagi við Erdogan á leið­toga­fundi NATO-­ríkj­anna í Madríd.

Skil­yrði Tyrk­lands­for­seta um mál­efni Kúrda ekki við­eig­andi

Gerg­ely Guly­ás, ráð­herra í for­sæt­is­ráðu­neyti Ung­verja­lands, lagði í síð­asta mán­uði til­lögu fyrir ung­verska þingið um stað­fest­ingu aðild­ar­samn­ings Sví­þjóðar og Finn­lands. Búist er við að Ung­verja­land full­gildi aðild­ina í des­em­ber.

Þá standa Tyrkir einir eft­ir. Erdogan hefur farið fram á að sænsk og finnsk stjórn­völd fram­selji kúrdíska hryðju­verka­menn, eins og hann kemst sjálfur að orði, sem hann segir Svía og Finna veita skjól. Sænska rík­is­stjórnin greindi frá því í gær að hún muni slíta öll tengsl við varn­ar­sveitir Kúrda YPG og lýð­ræð­is­banda­lagið PYD, stjórn­mála­fylk­ingu Kúrda í Sýr­landi.

Ákvörð­unin er tekin í aðdrag­anda Tyrk­lands­heim­sóknar Kristers­son. Tobias Bill­ström, utan­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, segir í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið að tengsl sveit­anna tveggja séu of sterk við PKK, vopn­aðar sveitir kúrdíska verka­manna­flokks­ins, sem eru á lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir hryðju­verka­sam­tök. Varn­ar­sveit­irnar hafa barist sam­hliða her NATO gegn sveitum Íslamska rík­is­ins í Sýr­landi.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðhera Svíþjóðar.
Mynd: Norðurlandaráð

„Sjálf hef ég nú sagt að mér finn­ist það ekki við­eig­andi af hálfu Tyrkja að setja þetta sem skil­yrði. En það er gert þetta sam­komu­lag sem hefur ekki verið túlkað með nákvæm­lega sama hætti af hálfu Tyrkja og Svía og vænt­an­lega er nýr for­sæt­is­ráð­herra Svía að reyna að fá fram sam­eig­in­lega túlk­un,“ segir Katrín.

Skynjar áhuga nor­rænna stjórn­mála­manna um aukið sam­starf

Aðild Finn­lands og Sví­þjóðar að NATO mun gera sam­starf Norð­ur­land­anna nán­ara á sviði örygg­is­mála, það er óhjá­kvæmi­legt að mati Katrín­ar. „Auð­vitað breytir það stemn­ing­unni innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins að það séu komnar fimm Norð­ur­landa­þjóðir og auð­vitað eru þetta þær þjóðir sem kannski standa næst því að vera í raun og veru með svip­aða sam­fé­lags­gerð og svipuð gildi. Þannig að auð­vitað hefur það áhrif á mál­flutn­ing­inn þar inn­an­húss þó að það séu engar form­legar blokk­ir.“

Forsætisráðherrar og leiðtogar Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.
Mynd: Norðurlandaráð

Katrín seg­ist hafa fundið fyrir áhuga meðal nor­rænna stjórn­mála­manna að efla sam­skiptin á sviði örygg­is- og varn­ar­mála. „Mér finnst lík­legt að þetta verði mið­læg­ara í umræð­unni á kom­andi miss­erum og árum, aukið sam­starf, og þar erum við áfram með sér­stöðu, ver­andi her­laus þjóð sem tekur þátt í öllu slíku sam­starf­i.“

Stendur við að ekki hafi verið um stefnu­breyt­ingu að ræða

Utan­rík­is­mála­nefnd, undir for­ystu Vinstri grænna, lagði til að til­laga um aðild Finn­lands og Sví­þjóðar að NATO yrði sam­þykkt í júní. Það var í fyrsta sinn sem Vinstri græn studdu við stækkun NATO. Afstaða flokks­ins hefur hingað til verið skýr hvað NATO varð­ar. Í stefnu Vinstri grænna segir að flokk­ur­inn leggi áherslu á að Ísland segi sig úr banda­lag­inu.

Katrín sagði í sam­tali við Kjarn­ann í vor að ekki væri um stefnu­breyt­ingu að ræða hjá flokknum og stendur hún við það.

„Í fyrsta lagi þá ákváðum við, löngu áður en þetta ger­ist, þegar við fórum inn í rík­is­stjórn­ina að við munum fylgja þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unni sem var sam­þykkt með yfir­gnæf­andi meiri­hluta á Alþingi 2016 sem felur meðal ann­ars í sér aðild að NATO þannig að við höfum auð­vitað ekki sett fram kröfur um úrsögn heldur fylgjum við henn­i.“

Eftir að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst í febr­úar segir Katrín að það hafi aldrei annað komið til greina en að styðja nor­rænu ríkin í umsókn­ar­ferl­inu. „Það var nið­ur­staða mín sem nor­ræns for­sæt­is­ráð­herra í mjög þéttu sam­starfi við mína kollega á Norð­ur­lönd­unum að ég myndi styðja lýð­ræð­is­lega nið­ur­stöðu þjóð­þinga þess­ara ríkja,“ segir Katrín, sem bendir þó á að nokkrir þing­menn Vinstri grænna kusu að sitja hjá vegna stefnu flokks­ins. Alls sátu þrír af átta þing­mönnum flokks­ins hjá við atkvæða­greiðslu til­lög­unn­ar; Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, Orri Páll Jóhanns­son og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir. „En þetta eru nán­ustu sam­starfs­þjóðir okkar og þær kom­ast að þess­ari nið­ur­stöð­u,“ segir Katrín.

Normaliseruð kjarn­orkuvá óhugn­an­leg þróun

Ísland tekur við for­mennsku í nor­ræna ráð­herra­ráð­inu á næsta ári og Katrín kynnti for­mennsku­á­ætlun Íslands á þingi Norð­ur­landa­ráðs þar sem frið­ar- og afvopn­un­ar­mál verða í for­grunni. Alþjóð­leg ráð­stefna um frið­ar­mál er meðal ann­ars á dag­skrá þar sem afvopn­un­ar­málin verða und­ir.

„Stefnan okkar snýst fyrst og fremst um frið­ar­mál­efni. Ég gerði kjarn­orku­vána sér­stak­lega að umtals­efni í umræðum á Norð­ur­landa­ráðs­þingi, sem er allt í einu orðin á nýjan leik mjög yfir­þyrm­andi og um leið svo­lítið normaliseruð, sem er mjög óhugn­an­leg þró­un,“ segir Katrín.

Hún segir mik­il­vægt að Ísland beiti sér fyrir afvopnun kjarn­orku­vopna á vett­vangi sínum í örygg­is- og varn­ar­mál­um. „Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að Ísland tali þess­ari röddu, sem ég held að við sem þjóð séum mjög ein­huga um, og ekki síður ef Norð­ur­löndin geti náð saman um ein­hverja slíka afstöðu. Ég held að það skipti gríð­ar­legu máli.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal