Reykjavíkurborg nýiskerjó123124
Reykjavíkurborg

„Svona getur íslensk gata litið út, svona getur íslenskt hverfi litið út“

Borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg segir að það sé heiður að fá að kynna Nýja-Skerjafjörð á arkitektúrþríæringnum í Ósló og að áherslur úr hönnunarleiðbeiningum hverfisins verði notaðar víðar í borginni, við hönnun hverfa og endurgerð eldri gatna.

Rebekka Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­hönn­uður í deild borg­ar­hönn­unar hjá Reykja­vík­ur­borg, segir að deiliskipu­lag nýrrar byggðar í svoköll­uðum Nýja-Skerja­firði og hönn­un­ar­leið­bein­ingar hverf­is­ins, sem eru nú til sýn­ist á arki­tekt­úr­þrí­ær­ingnum í Ósló, gefi raunsanna mynd af því hvernig borg­ar­hverfi á Íslandi geti litið út út fram­tíð­inni.

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um á föstu­dag var afrakstur vinnu borg­ar­innar og sænsku arki­tekt­úr­stof­unnar Mandaworks, um hönn­un­ar­leið­bein­ingar gatna og almanna­rýma í fyr­ir­hug­uðu hverfi, val­inn til þátt­töku í aðal­sýn­ingu þrí­ær­ings­ins í Ósló, sem hófst form­lega með setn­ingu í ráð­húsi borg­ar­innar á fimmtu­dags­kvöld.

Blaða­maður Kjarn­ans er í Ósló og ræddi þar við Rebekku, sem segir að það sé upp­hefð fólgin í því að fá að taka þátt í sýn­ingu þrí­ær­ings­ins þetta árið, en ein­ungis sex verk af alls 383 sem sótt­ust eftir þát­töku fengu að setja upp sýn­ingar á verkum sínum í gamla Munch-safn­inu í Ósló, sem er aðal­vett­vangur þrí­ær­ings­ins.

„Þetta er heið­ur, og sjúk­lega flottur vett­vangur fyrir svona verk­efn­i,“ segir Rebekka aðspurð og bætir því við að ekki síst sé gaman að fá við­ur­kenn­ingu sem þessa „því við erum í raun­inni að breyta svo­lítið okkar hugsun um hvernig við viljum hverfin okk­ar, hvernig við viljum borg­ina okkar og hvernig við viljum göt­urnar okk­ar.“

„Ég held að þetta sé að koma Reykja­vík á kort­ið, og Íslandi líka, að við séum að hugsa um þetta mann­lega líka í umhverf­inu okk­ar. Það er það skemmti­leg­asta við þetta, eða mér finnst það,“ segir Rebekka.

Almanna­rými með fólk í for­grunni

Skipu­lag nýja hverf­is­ins í Skerja­firði, sem er á svæð­inu umhverfis suð­ur­enda hinnar aflögðu „neyð­ar­braut­ar“ Reykja­vík­ur­flug­vallar og þær hönn­un­ar­leið­bein­ingar gatna og almanna­rýmis sem lagt er upp með, gefur til kynna að hverfið verði afar frá­brugðið öðrum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bíla­um­ferð er víkj­andi á göt­unum og bíla­stæðin á milli hús­anna nær eng­in, heldur stendur til að byggja mið­lægt nokk­urra hæða bíla­stæða­hús fyrir hverf­ið. Þá skap­ast pláss til þess að hafa göt­urnar á milli hús­anna gróð­ur­sæl­ar, með opnum svæðum fyrir íbúa, nágranna, til þess að dvelja í sam­ein­ingu.

Aðspurð segir Rebekka að hún búist við því að hugsun og hönnun nýrra hverfa verði með svip­uðum hætti til fram­tíðar lit­ið, og að að áhersl­urnar sem sjást í skipu­lagi Nýja-Skerja­fjarðar verði tvinn­aðar inn í verk­efni við skipu­lag og umbr­ey­ingu eldri gatna víðar í borg­inni.

Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg.
Arnar Þór

Hún segir að deild borg­ar­hönn­unar hafi fengið tæki­færi til þess að hafa áhrif á deiliskipu­lags­vinn­una undir lok skipu­lags­ferl­is­ins og borg­ar­hönn­uðir og ráð­gjafar hafi þannig náð að setja sína þekk­ingu inn í þær áætl­anir sem nú eru til stað­ar.

Þetta vinnu­lag segir hún að sé eitt­hvað sem hún von­ist eftir að hægt verði að inn­leiða í öll fram­tíð­ar­verk­efni hjá borg­inni. „Þetta verk­efni var svona fyrsta showcase verk­efnið í Reykja­vík með þessa hugsun og þetta er hugs­unin sem er í gangi hjá öll­u­m,“ sagði Rebekka við blaða­mann eftir að setið fundi og kynn­ingar með nor­rænum kol­legum og fleirum hér í Ósló.

„Þetta er allt sem við vorum að tala um, öll þessi verk­efni sem voru kynnt hafa sömu hugs­un­ina, að skapa sjálf­bær­ara umhverfi, skapa fjöl­breyti­leika, skapa vist­væni, láta fólki líða vel og allt það. Alls staðar þar sem við erum að koma við og hanna göt­ur, þar er verið að hugsa um þetta. Og þetta erum við að inn­leiða í allar okkar upp­bygg­ingu og hann­anir sem við erum með í borg­inn­i,“ segir Rebekka.

Geta ekki haft nein áhrif á póli­tískar deilur

Deilur hafa staðið á milli flug­mála­yf­ir­valda, inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar í Skerja­firð­inum og ekki hefur enn feng­ist leyfi til að hefja fram­kvæmd­ir, en starfs­hópur sem er að skoða hvort upp­bygg­ingin rýri gæði og öryggi Reykja­vík­ur­flug­vallar á að skila nið­ur­stöðu í upp­hafi næsta mán­að­ar.

Blaða­maður gat engan­veg­inn sleppt því að spyrja Rebekku hvort það væri ekki ögn skrítið að vera í Ósló að kynna verk­efni sem óvissa ríkti um hvort yrði að veru­leika.

„Ég veit það ekki. Við nátt­úr­lega bara fáum svona verk­efni í hend­urnar og getum ekki haft áhrif á neinar póli­tískar ákvarð­an­ir. En verk­efnið er til­bú­ið, og ef það verður ekki að veru­leika þá verður það bara að veru­leika ein­hvers­staðar ann­ars­stað­ar. En ég hef fulla trú á því að þetta gangi upp á þessu svæði, ein­hvern­tím­ann, þó það ger­ist kannski ekki eftir tvö ár,“ segir Rebekka.

Borg­ar­götur í öllum hverfum

Eitt verk­efn­anna sem borg­ar­hönn­uðir í Reykja­vík hafa á sinni könnu er end­ur­hönnun svo­kall­aðra borg­argatna, lyk­il­gatna innan hverfa borg­ar­innar sem eiga að fá umtals­verða and­lits­lyft­ingu á næstu árum.

Dæmi um slíkt verk­efni sem komið er á rek­spöl er end­ur­hönnun Rofa­bæjar og Bæj­ar­brautar í Árbæ, en svæðið er skil­greint sem borg­ar­gata í hverf­is­skipu­lagi Árbæj­ar­ins.

Til stendur að verja umtals­verðu fé í að fegra göt­urn­ar, en kostn­að­ar­á­ætlun vegna umbreyt­ingar borg­ar­göt­unnar í Árbæn­um, hljóðar upp á tæp­lega einn og hálfan millj­arð króna.

Rebekka segir að borg­ar­göt­urnar verði gagn­gert end­ur­gerðar til þess að skapa mann­líf og ákveðna mið­punkta innan hverfa, þar sem verslun og þjón­usta geti þrifist, auk þess að bæta umferð­ar­ör­yggi. Við göt­urnar á einnig að verða gott aðgengi að almenn­ings­sam­göng­um.

Þurftu að tóna niður trj­á­vöxt á tölvu­teikn­ingum

Sænsku ráð­gjaf­arnir hjá Mandaworks komu að gerð hönn­un­ar­leið­bein­inga fyrir Nýja-Skerja­fjörð í kjöl­far þess að arki­tekt­úr­stofan var lægst­bjóð­andi í verð­fyr­ir­spurn sem Reykja­vík­ur­borg setti fram til þriggja inn­lendra og tveggja erlendra arki­tekt­úr­stofa.

Rebekka segir að sænska stofan hafi upp­fyllt óskir og þarfir deildar borg­ar­hönn­unar í borg­inni, og stýrt verk­efn­inu til enda. Hún seg­ist hins vegar hafa haldið utan um það verkið pass­aði við íslenskar aðstæð­ur.

„Við erum að skapa rými í íslenskum aðstæð­um, í íslenskri dags­birtu, veðri og öllu þessu. Og gróð­ur­fari, sem er kannski erf­ið­ara fyrir erlenda ráð­gjafa að átta sig á,“ segir Rebekka og nefnir að fyrstu tölvu­teikn­ing­ar, „rend­er­ing­ar“, af Nýja-Skerja­firð­inum hafi þurft á end­ur­skoðun að halda.

Af vef Reykjavíkurborgar

„Við vorum með teikn­aðar myndir frá þeim, og trén voru rosa grósku­mik­il, við sjáum kannski ekki trén okkar hér svona fyrr en eftir 50, 60, 70 ár. Við gátum temprað þetta nið­ur, þannig að svona getur íslensk gata litið út, svona getur íslenskt hverfi litið út,“ segir Rebekka.

Eftir 10 ár kannski frekar?

„Já, eða bara korteri eftir að við byggjum það, í raun­inn­i,“ segir Rebekka og bætir við að hverfið hafi fengið mikla jákvæða athygli frá Íslend­ingum þegar hún hefur verið með kynn­ingar á áformun­um.

„Mér finnst geggjað að það eru margir Íslend­ingar sem vilja þetta og segja, ég ætla að búa þarna,“ segir Rebekka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiViðtal