Mynd: Arnar Þór Bryndís Friðriksdóttir Arndís Ósk Mynd: Arnar Þór
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Mynd: Arnar Þór

Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt

Á næstu árum verða umfangsmiklar samgönguframkvæmdir allvíða á höfuðborgarsvæðinu. Sæbrautarstokkur, Miklubrautarstokkur auk framkvæmda við Borgarlínu munu setja mark sitt á samgöngukerfi borgarinnar. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru í burðarliðnum og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan þau eru unnin, auk annars.

Það sem af er sumri hafa verið flutt ný tíð­indi af stórum fram­kvæmdum sem eru hluti af sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inn­sýn fékkst í áform­aða fram­kvæmd Sæbraut­ar­stokks er mats­á­ætlun verks­ins var lögð fram fyrir skemmstu og sömu­leiðis var sagt frá því í lið­inni viku að tíma­á­ætl­anir fram­kvæmda við Borg­ar­línu hefðu verið end­ur­skoð­aðar og þeim seink­að.

Kjarn­inn sett­ist niður með þeim Bryn­dísi Frið­riks­dóttur svæð­is­stjóra Vega­gerð­ar­innar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Arn­dísi Ósk Ólafs­dóttur Arn­alds for­stöðu­manni verk­efna­stofu Borg­ar­línu í höf­uð­stöðvum Vega­gerð­ar­innar á dög­unum og ræddi við þær um hinar miklu fram­kvæmdir sem eru framundan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum.

Ýmsar spurn­ingar vakna, ekki síst um hvernig umferð­ar­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði látin ganga upp á fram­kvæmda­tíma Borg­ar­línu, Sæbraut­ar­stokks, Miklu­braut­ar­stokks og ann­arra fram­kvæmda, sem munu valda miklu raski árum sam­an. Þessar spurn­ingar hafa sér­fræð­ingar Vega­gerð­ar­innar verið að glíma við að und­an­förnu og komst Bryn­dís þannig að orði á opnum fundi í upp­hafi árs að það væri ekki komið fram „neitt gott svar“ um hvernig þetta yrði allt látið ganga upp.

„Þetta verða þung fram­kvæmdaár framund­an,“ segir Arn­dís. Spurð um hvort eitt­hvað valdi sér­stökum áhyggjum segir Bryn­dís það helst vera að ná að „tryggja flæði“ á umferð, hvort sem um er að ræða umferð einka­bíla, strætó eða hjólandi fólks.

„Eig­in­lega öll þessi verk­efni setja þessa sam­göngu­máta – ég ætla ekki að segja kannski í upp­nám – en það er áskorun að leysa hjá­leiðir á fram­kvæmda­tíma. Það er stóra verk­efnið okkar að tryggja að fólk kom­ist á milli heim­ila og vinnu­staða og skóla á þessum árum. Það þarf að hugsa í lausnum, Strætó þarf að skoða hvernig hann ætlar að aka á fram­kvæmda­tíma og við þurfum að fara að skoða hvernig við leysum hjóla­leið­ir. Þegar við tökum Sæbraut­ar­stokk­inn þurfum við að tryggja góða hjóla­leið þarna yfir, þetta er svo þungur ás í dag úr Graf­ar­vog­inum inn á Suð­ur­lands­braut­ina,“ segir Bryn­dís.

Þar er stefnt að því að setja upp tíma­bundna brú fyrir gang­andi og hjólandi yfir Sæbraut­ina þar til stokk­ur­inn verður klár­aður og segir Bryn­dís horft til þess að hafa hana þannig gerða að hægt verði að flytja hana í burtu og nýta á öðrum fram­kvæmda­stöðum í fram­tíð­inni.

Tvær akreinar í átt að mið­borg­inni á morgn­ana?

Í mats­á­ætl­un­inni vegna Sæbraut­ar­stokks var sett fram til­laga að fram­kvæmda­á­ætlun verks­ins og þar kom fram að horft væri til þess að hafa Sæbraut­ina sem 1+1 veg á fram­kvæmda­tím­an­um. Er talið berst að þessu segir Bryn­dís ekki ljóst hvort það verði nið­ur­staðan og greinir frá því að til standi að skoða aðra mögu­leika, til dæmis að leggja þrjár bráða­birgða­akreinar í stað tveggja á meðan á fram­kvæmdum stend­ur.

Hug­myndin er að akst­urs­stefnan á miðju­akrein­inni verði þá sveigj­an­leg, og hægt verði að beina umferð­inni í þá átt sem straum­ur­inn liggur á hverjum tíma.

„Það væri kostur að geta haft tvær akreinar niður í bæ að morgni og tvær til baka seinni­part­inn,“ segir Bryn­dís, en játar þó að það sé ekki sér­lega mikið pláss til þess að vinna með, þar sem lóðir liggja alveg upp að fram­kvæmda­svæð­inu. Um 33.500 bílar á dag fóru að með­al­tali um fram­kvæmda­kafl­ann á Sæbraut­inni í fyrra, sam­kvæmt umferð­ar­taln­ing­um.

Mikla­braut í göng?

Annar umferð­ar­stokkur er fyr­ir­hug­aður undir Miklu­braut. Verið er að vinna að frum­drögum á þeirri fram­kvæmd og enn er margt á huldu um hvernig best sé að ganga til verka. Það er meira að segja til skoð­unar að gera engan stokk, heldur grafa fremur jarð­göng.

Þær Arn­dís og Bryn­dís segja tvær ástæður fyrir því að jarð­göng hafa verið tekin til skoð­un­ar. Í fyrsta lagi séu það umferð­ar­mál­in, en ef að jarð­göng verða grafin í stað þess að grafa fyrir stokk getur umferðin að mestu gengið sinn vana­gang ofanjarðar á fram­kvæmda­tím­anum og ekki þyrfti að fækka akreinum á Miklu­braut­inni á meðan grafið væri ofan í jörð­ina.

Í öðru lagi eru það veitna­mál­in, en stórar og miklar vatns- og frá­veitu­lagnir liggja um þau svæði sem þarf að grafa upp ef byggja á umferð­ar­stokk. Arn­dís þekkir veitu­kerfið vel, enda kom hún inn í stafn borg­ar­línuteym­is­ins úr stjórn­enda­stöðu hjá Veit­um. Hún segir stofn­lögn frá­veitu liggja um Kringlu­mýr­ina og hana er bæði flókið og dýrt að flytja. Því kunna göng að verða fýsi­legri.

„Við erum nátt­úrega að byggja inni í borg­ar­um­hverfi og það er svo margt sem þarf til að borg „fún­ker­i“. Veitur eru ósýni­leg­ar, þær eru undir jörð­inni og það er mik­il­vægt að púsla þessu rétt, það þarf að vera pláss fyrir lagn­irnar og sum­staðar eru ekki margir kostir í að færa lagn­ir,“ segir Arn­dís.

„Það er ekki bara að þetta sé flók­ið, þetta eru líka rosa­lega dýrar lagnir að færa. Það þarf líka að horfa á þetta út frá því, þetta kostar allt og við þurfum að gera þetta á sem hag­kvæm­astan hátt,“ bætir hún við.

Bryn­dís segir að það sé einmitt þetta sem verði skoðað í frum­draga­vinnu við Miklu­braut­ar­stokk, eða –göng. Fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn verði rýndur og einnig afleiddur kostn­aður við veitna­fram­kvæmd­ir. Auk þess er verið að skoða jarð­fræð­ina og meta „hvort þetta sé ekki örugg­lega ger­legt, bæði stokkur og göng,“ segir Bryn­dís.

Tíma­lína þess­ara fram­kvæmda gerir í dag ráð fyrir því að fyrri hluti stokks­ins, eða vest­ari endi hans á milli Snorra­brautar og Rauð­ar­ár­stígs, gæti orðið til­bú­inn á árunum 2025-26. Svo er horft til þess að seinni hlut­inn, lengri part­ur­inn, geti orðið klár á árunum 2029-30. En þessar tíma­á­ætl­anir verða sömu­leiðis rýnd­ar, í frum­draga­vinn­unni sem stendur yfir.

Hug­myndin hefur verið sú að munnar stokks­ins verði í grennd við Kringl­una, á milli Kringlu­mýr­ar­brautar og Háa­leit­is­braut­ar. „Svo erum við að skoða sam­hliða hvort það væri hag­kvæmt að teygja hann lengra, því veg­ur­inn rís upp á Háa­leit­is­braut og fellur svo aft­ur, svo það er líka verið að skoða það að teygja hann í átt að Grens­ás­vegi. Við munum líka skoða hvaða áhrif það hefur á umferð eftir bygg­ingu, við viljum nýta mann­virkið og reyna að taka sem mesta umferð af yfir­borði og nið­ur, og erum með það til skoð­unar hvort það breyti ein­hverju að lengja hann,“ segir Bryn­dís.

Kæru­mál hang­andi yfir Foss­vogs­brúnni

Vinna við land­fyll­ingar vegna Foss­vogs­brúar á að hefj­ast í haust, en for­hönnun þess verks er í gangi og verk­hönnun á að hefj­ast í vet­ur, að sögn Arn­dís­ar. Hún bætir við að land­fyll­ingin undir brú­ar­end­ann sé ekki stórt verk­efni en samt sem áður en um að ræða fyrstu fram­kvæmd­ina sem fer af stað sem teng­ist Borg­ar­línu með beinum hætti.

„Þarna verður grafa komin á stað­inn og það er áfangi, í mínum huga alla­vega, og svo byrja fram­kvæmdir við brúnna að á næsta ári,“ segir Arn­dís og Bryn­dís bætir því við að fyrsta skrefið í brú­ar­bygg­ing­unni verði það að Veitur færi „risa­stóran raf­streng sem liggur þarna yfir vog­inn. „Það ger­ist í sumar og að því loknu er hægt að fara að hefj­ast handa við fyll­ing­ar,“ segir Bryn­dís.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í vor var hönn­un­ar­sam­keppni vegna Foss­vogs­brú­ar­innar kærð, í annað skipti. Nið­ur­staða í því kæru­máli, sem lýtur að því að sig­urteymi Eflu verk­fræði­stofu hefði ekki átt að fá að taka þátt í keppn­inni vegna fyrri ráð­gjaf­ar­starfa í tengslum við brúnna, liggur ekki fyr­ir.

Bryn­dís segir „alltaf vont að hafa svona hang­andi yfir“ og að þau hjá Vega­gerð­inni bíði eftir því að fá nið­ur­stöðu í mál­ið, það verði gott að klára það.

Stefnt er að því að Foss­vogs­brú verði til­búin árið 2025, og þrátt fyrir að borg­ar­línu­vagnar verði ekki byrj­aðir að aka um svæðið á þeim tíma­punkti segja þær Bryn­dís og Arn­dís að stefnt sé að því að strætó­leiðir geti byrjað að ganga yfir brúnna strax frá upp­hafi.

Gagn­rýni sem búist var við hafi ekki komið fram

Eins og sagt var frá í lið­inni viku er nú stefnt að því að fyrsta lota Borg­ar­línu verði til­búin í áföngum á árunum 2026 og 2027. Ýmis skipu­lags­mál sem tengj­ast fram­kvæmdum eru í vinnslu í Kópa­vogi og Reykja­vík, sveit­ar­fé­lög­unum tveimur sem fyrsta lotan snert­ir.

Á nokkrum stöðum gera fram­settar áætl­anir ráð fyrir að götu­mynd­inni verði gjör­breytt til að að koma Borg­ar­línu fyr­ir, eins og til dæmis við Suð­ur­lands­braut. Eins og Kjarn­inn fjall­aði um í lið­inni viku eru hug­myndir um fækkun hvoru tveggja akreina og bíla­stæða við Suð­ur­lands­braut­ina ekki óum­deild­ar.

Blaða­maður spurði Arn­dísi hvort að hún hefði ein­hverja skoðun á því hvort rétt væri að fækka akreinum á þessum kafla Suð­ur­lands­braut­ar­inn­ar. Ég læt nú bara sam­göngu­verk­fræð­ing­ana um það. Það er eig­in­lega svar­ið,“ svarar Arn­dís og hlær, en ákvörð­unin um þetta liggur á end­anum hjá borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Full­trúar meiri­hlut­ans þar bók­uðu á nýlegum fundi umhverf­is- og skipu­lags­ráðs að mik­il­vægt væri að „huga að sem hæstri flutn­ings­getu Borg­ar­lín­unnar og miklum gæðum umhverfis hennar þegar end­an­leg ákvörðun um útfærslu henn­ar“ á Suð­ur­lands­braut­inni yrði tek­in.

Bryn­dís segir að framundan sé frekara sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila er deiliskipu­lags­til­lög­urnar verða lagðar fram, en blaða­maður hafði á orði að fremur fáar umsagnir hefðu borist um svo­kall­aða skipu­lags­lýs­ingu sem lögð var fram síð­asta vet­ur.

Bryn­dís sam­sinnir því og segir raunar að allt frá því að frum­drögin voru lögð fram fyrir rúmu ári, eða í febr­úar 2021, hafi þau hjá Vega­gerð­inni og búist við „miklu meiri umfjöllun og gagn­rýni“ sem hafi svo ekki látið á sér kræla. „En það gæti komið í deiliskipu­lags­ferl­inu, það er ekk­ert úti­lok­að,“ segir Bryn­dís.

Arn­dís bætir því við að það sé gott að fá athuga­semdir fram. „Því þá getur maður unnið úr þeim og tekið sam­tölin og þá eru meiri líkur á að við sjáum alla vinkla.“

Happa­fengur frá Dan­mörku

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu er teymi innan Vega­gerð­ar­innar og vinnur náið með sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Strætó, Veit­um, Betri sam­göngum og fleiri aðil­um, en starfs­menn sveit­ar­fé­laga og þess­ara opin­beru fyr­ir­tækja geta gengið að vinnu­að­stöðu í höf­uð­stöðvum Vega­gerð­ar­inn­ar.

Arn­dís segir að alla jafna séu 10-20 manns að störfum við þau verk­efni sem unnin eru hjá verk­efna­stofu Borg­ar­línu, sem einnig vinnur náið með verk­fræð­ingum Vega­gerð­ar­innar sem eru í stofn­vega-, stokka- og hjóla­stíga­hlutum sam­göngusátt­mál­ans. Enda hanga fram­kvæmd­irnar víða sam­an.

Borg­ar­línu­verk­efnið er það fyrsta sinnar teg­undar hér­lendis og í raun öðru­vísi verk­efni en Vega­gerðin hefur tek­ist á við áður. Bryn­dís og Arn­dís segja frá því að mikil þekk­ing komi inn með erlendum ráð­gjöfum sem hafa verið fengnir að borð­inu.

„Við erum mjög hepp­in, við erum komin með danskan verk­efna­stjóra með okkur í lið sem er nýkom­inn úr Ála­borg­ar­verk­efn­inu sem er nú komið í fram­kvæmd,“ segir Bryn­dís og á þar við Plus­bus í Ála­borg, sem er hrað­vagna­kerfi rétt eins og Borg­ar­lín­an.

„Þetta er í raun nákvæm­lega eins kerfi og Borg­ar­lín­an, svo við erum heppin að fá hann um borð, alveg ferskan úr sam­bæri­legu verk­efn­i,“ sam­sinnir Arn­dís og blaða­maður spyr hvort danski verk­efna­stjór­inn viti ef til vill hvað eigi að var­ast í verk­efnum af þess­um.

Framkvæmdir standa yfir við Plusbus í Álaborg, en þar er um að ræða 12 kílómetra langt hraðvagnakerfi, þar sem strætisvagnar aka um í sérrými að hluta.
Plusbus

Arn­dís játar því og nefnir sem dæmi að í Ála­borg­ar­verk­efn­inu hafi „þau lent í því að vagn­arn­ir, sem eru raf­magns­vagn­ar, hafi verið þyngri en gert var ráð fyr­ir“ og því hafi þurft að ráð­ast í styrk­ingu veg­anna á ákveðnum stöð­um, sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í hönn­un­ar­ferl­inu. Þurfti því að leggja meira slit­lag og styrkja suma kafla leið­ar­innar sem Plus­bus á að aka eft­ir. Nú er borg­ar­línuteymið hins vegar með­vitað um þetta og mun skoða þetta þegar orku­gjafi vagna verður val­inn.

Ákvörðun um vagna liggi fyrir í haust

Talandi um vagna, þá segja Arn­dís og Bryn­dís að það stytt­ist í að ákvarð­anir liggi fyrir um það nákvæm­lega hvers­konar vagnar verði not­aðir hjá Borg­ar­línu. Sú ákvörðun liggur hjá Strætó, en gengið er út frá því að Strætó verði rekstr­ar­að­ili Borg­ar­lín­unn­ar.

„Kosn­ing­arnar settu smá töf á svona ákvörð­un­ar­töku, en ég geri ráð fyrir að þetta verði komið með haustin­u,“ segir Bryn­dís og vísar til þess að í aðdrag­anda og eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar hafi orðið smá hiksti í störfum stjórna og nefnda á vegum sveit­ar­fé­lag­anna.

Arn­dís segir að það sé „rosa­lega mik­il­vægt“ að ákvörðun um hvernig vagna eigi að nota liggi fyr­ir, svo að það liggi fyrir í hönn­un­ar­ferl­inu.

Engin stefnu­breyt­ing eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar

Arn­dís og Bryn­dís eru sam­mála um að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor hafi ekki orðið til þess að stefnu­breyt­ing hafi orðið hjá sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í garð Borg­ar­línu, en eig­in­lega öll sveit­ar­fé­lögin hafa óskað eftir því að fram­kvæmdum á þeim lotum sem liggja „inn til þeirra“ verði flýtt.

Þegar ég var að fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni og fannst mér eng­inn tala á móti Borg­ar­línu nema einn flokk­ur, almennt. Fólk var kannski að tala um að það vildi skoða útfærslur og þess hátt­ar, en það var eng­inn bein­línis á móti, alla­vega svo að ég tæki eftir því. Við höfum ekki fengið nein merki frá sveit­ar­fé­lög­unum um að það séu ein­hverjar breyt­ingar í vænd­um,“ segir Bryn­dís.

Arn­dís segir að henni þyki umræða um Borg­ar­línu vera búin að „breyt­ast og þroskast“ á und­an­förnum miss­er­um. „Ég bjóst við því, þegar ég fór að halda fyr­ir­lestra fyrir hina ýmsu hópa, að þurfa að vera að útskýra hvað Borg­ar­lína er og útskýra „konsept­ið“ og af hverju verið væri að gera þetta, en sam­talið er meira um rekstur og útfærslu,“ segir hún.

„Svo eru öll sveit­ar­fé­lögin búin að senda okkur áskor­anir um að byrja á þeirra leggjum fyrr. Sem er jákvætt, þó maður geti ekki alltaf orðið við því,“ segir Bryn­dís og hlær, en Arn­dís skýtur því þá inn að þess sé ekki langt að bíða að hönn­un­ar­ferli seinni lotna Borg­ar­línu fari af stað sam­hliða því sem hönnun fyrstu lotu vindur fram.

„Horft er til þess að hefja vinnu við lotu númer tvö næsta vet­ur, en það er legg­ur­inn frá Hamra­borg og upp í Lind­irn­ar,“ segir Bryn­dís.

„Það er verk­efni hausts­ins og vetr­ar­ins að horfa á hinar lot­urnar – og fara að tíma­setja þær,“ bætir Arn­dís við.

Hún kom sjálf úr veitu­geir­anum inn í það að stýra verk­efna­stofu Borg­ar­línu og segir að hún hafi fengið hálf­gerða upp­ljómun eftir að hún hóf störf í upp­hafi árs og fór að umgang­ast sam­göngu­verk­fræð­ing­ana sem starfa með henni hjá Vega­gerð­inni.

„Það eru ótrú­lega fáir staðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem þú getur búið og átt bara einn bíl á heim­ili án þess að það sé vesen. Svo er fólk pirrað yfir umferð­inni. Af hverju ertu ekki bara pirr­aður yfir því að búa á stað sem er þannig skipu­lagður að þú verðir að eiga tvo bíla? Því þetta kostar pen­ing, það kostar pen­inga að reka bíl,“ segir Arn­dís.

Nánar verður rætt við þær Bryn­dísi og Arn­dísi í Kjarn­anum á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal