Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú kærð – aftur

Fyrri vinna Eflu við undirbúning Fossvogsbrúar og náin tengsl lykilfólks hjá Vegagerðinni við verkfræðistofuna ættu að leiða til ógildingar á hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú, að mati eins þeirra teyma sem tóku þátt í keppninni.

Tillaga Eflu, brúin Alda, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
Tillaga Eflu, brúin Alda, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
Auglýsing

Aðkoma verk­fræði­stof­unnar Eflu að und­ir­bún­ings­vinnu fyrir Foss­vogs­brú er eitt af all­nokkrum atriðum sem fundið er að, í kæru sem barst í upp­hafi árs til kæru­nefndar útboðs­mála vegna fram­kvæmdar og nið­ur­stöðu hönn­un­ar­sam­keppni um brúnna. Kæran er enn til með­ferðar hjá kæru­nefnd­inni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kæra berst vegna hönn­un­ar­sam­keppni þess­arar brú­ar, en teymið sem nú kær­ir, Úti og Inni arki­tektar og sam­starfs­að­il­ar, var annað tveggja teyma sem kærðu fyrri hönn­un­ar­sam­keppni sem boðað var til árið 2019. Kæru­nefnd útboðs­mála ógilti í kjöl­farið val á sex teymum sem höfðu verið valin til þess að taka þátt í for­vali sam­keppn­innar og hefja þurfti allt ferlið upp á nýtt.

Í kærunni sem nú er til með­ferðar er gerð krafa um að sam­keppnin og nið­ur­staða hennar verði dæmd ógild og áskilja kærendur sér rétt til þess að krefj­ast skaða­bóta og end­ur­greiðslu alls kostn­aðar yfir allt ferlið þar sem þau telja ljóst að þau hafi verið „dregin á asna­eyrum af rík­is­stofn­un­inni Vega­gerð­inni, í meira en tvö ár.“

Auglýsing

Segir „ekki í lagi“ að Efla hafi tekið þátt í útboð­inu

Vega­gerð­in, Reykja­vík­ur­borg og Kópa­vogs­bær standa að gerð hinnar fyr­ir­hug­uðu Foss­vogs­brú­ar, sem á að bera almenn­ings­vagna, gang­andi og hjólandi veg­far­endur og tengja Kár­nesið við Vatns­mýr­ina.

Nið­ur­stöður þeirrar hönn­un­ar­sam­keppni sem nú hefur verið kærð voru kynntar 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn og varð brú­ar­lausnin Alda eftir Eflu hlut­skörpust. Fram hefur komið að stefnt sé að því að hefja vinnu við land­fyll­ingar undir brú­ar­sporð­ana strax á þessu ári, en brúin er algjör lyk­il­þáttur í fyrsta áfanga Borg­ar­línu.

Kjarn­inn ræddi við Baldur Ó. Svav­ars­son arki­tekt og fram­kvæmda­stjóra Úti og Inni fyrir skemmstu og sagði hann blaða­manni að það væri ein­fald­lega „ekki í lagi“ að Efla hefði tekið í þátt í sam­keppn­inni, þar sem fyr­ir­tækið hefði verið í sam­starfi við Vega­gerð­ina og sveit­ar­fé­lögin við gerð deiliskipu­lags og að sama skapi hluti af starfs­hóp um gerð Foss­vogs­brú­ar.

Baldur sagði við Kjarn­ann að það væru „mý­mörg dæmi“ um að arki­tektar og verk­fræð­ingar ein­fald­lega haldi sig frá opnum sam­keppnum ef þeir hinir sömu hafi komið að ein­hverri for­vinnu sem varða verk­efn­in. „Við höfum haldið okkur frá sam­keppnum þar sem við höfum bara mögu­lega hugs­an­lega eitt­hvað van­hæfi,“ segir Bald­ur.

Í kærunni er bent á að lyk­il­fólk hjá Vega­gerð­inni, þau Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir, svæð­is­stjóri höf­uð­borg­ar­svæðis og Guð­mundur Valur Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs, sem bæði sitja í stjórn rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins, hafi á árum áður verið lyk­il­fólk hjá Eflu og að þátt­tak­endur í sam­keppn­inni um brúnna hafi fengið gögn sem þau tvö unnu um brúna er þau voru starfs­menn Eflu.

Full­yrt er að Vega­gerðin hafi, í andsvörum sínum vegna fyrri kæru vegna sam­keppn­inn­ar, farið með rangt mál um umfang þátt­töku Eflu í und­ir­bún­ings­vinnu fyrir brúnna og að stofn­unin hafi séð sér hag í því að „minn­ka“ hlut Eflu í und­ir­bún­ings­verk­efnum fyrir hönnun brú­ar­inn­ar.

„Það virð­ist sem umræddir rík­is­starfs­menn og til­teknir sam­göngu­mann­virkja­hönn­uðir Eflu líti á sig sem eina heild sem krossar mörk ríkis og einka­fyr­ir­tæk­is, þar sem „hóp­ur­inn“ hefur það að mark­miði í sam­ein­ingu að kló­festa flagg­skips­verk­efni, fyrir sig og eigin starfs­frama, verk­efni sem þó skal fjár­magna úr sam­eig­in­legum fjár­hirslum allra lands­manna,“ segir í kærunni.

Þar segir einnig að kærendur telji að þátt­tak­endur í sam­keppn­inni hafi „ekki verið metnir með hlut­lægum hætti“ af hæfn­is- og dóm­nefnd­ar­fólki og að „marg­vís­leg tengsl“ þeirra sem sinntu hæfn­is- og dóm­nefnd­ar­störfum og und­ir­bún­ings­verk­efnum við Eflu verk­fræði­stofu geti ekki talist til­vilj­un, auk þess sem þau skapi mikla hættu á upp­lýs­inga­leka.

„Auð­velt hefði verið að velja annað fólk, sem hefur engin tengsl við Eflu Verk­fræði­stofu, en var ekki gert, þrátt fyrir ítrek­aðar ábend­ingar kærenda um að slíkt hefði verið æski­leg­t,“ segir í kærunni.

Ráð­gjöf eða und­ir­bún­ingur leiði ekki sjálf­skrafa til úti­lok­unar

Sam­kvæmt svari vegna þessa máls sem Kjarn­inn fékk frá Vega­gerð­inni er málið í hefð­bundnum far­vegi fyrir kæru­nefnd útboðs­mála og hefur stofn­unin tekið til varna, með því að skila inn grein­ar­gerð til nefnd­ar­inn­ar.

Í svari Vega­gerð­ar­innar er einnig bent á að sam­kvæmt 46. grein laga um opin­ber inn­kaup leiði ráð­gjöf eða þátt­taka fyr­ir­tækis í und­ir­bún­ingi inn­kaupa ekki sjálf­krafa til úti­lok­unar þess frá inn­kaupa­ferli, sem síðar fari í hönd.

„Þess í stað hvíla ríkar skyldur á kaup­anda að hann geri nauð­syn­legar ráð­staf­anir til að tryggja að fyrri aðkoma eða ráð­gjöf raski ekki sam­keppni, m.a. með því að láta öðrum þátt­tak­endum og bjóð­endum í té upp­lýs­ingar sem máli skipta og setja hæfi­legan til­boðs­frest,“ segir einnig í svari frá Vega­gerð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent