Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú kærð – aftur

Fyrri vinna Eflu við undirbúning Fossvogsbrúar og náin tengsl lykilfólks hjá Vegagerðinni við verkfræðistofuna ættu að leiða til ógildingar á hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú, að mati eins þeirra teyma sem tóku þátt í keppninni.

Tillaga Eflu, brúin Alda, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
Tillaga Eflu, brúin Alda, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
Auglýsing

Aðkoma verk­fræði­stof­unnar Eflu að und­ir­bún­ings­vinnu fyrir Foss­vogs­brú er eitt af all­nokkrum atriðum sem fundið er að, í kæru sem barst í upp­hafi árs til kæru­nefndar útboðs­mála vegna fram­kvæmdar og nið­ur­stöðu hönn­un­ar­sam­keppni um brúnna. Kæran er enn til með­ferðar hjá kæru­nefnd­inni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kæra berst vegna hönn­un­ar­sam­keppni þess­arar brú­ar, en teymið sem nú kær­ir, Úti og Inni arki­tektar og sam­starfs­að­il­ar, var annað tveggja teyma sem kærðu fyrri hönn­un­ar­sam­keppni sem boðað var til árið 2019. Kæru­nefnd útboðs­mála ógilti í kjöl­farið val á sex teymum sem höfðu verið valin til þess að taka þátt í for­vali sam­keppn­innar og hefja þurfti allt ferlið upp á nýtt.

Í kærunni sem nú er til með­ferðar er gerð krafa um að sam­keppnin og nið­ur­staða hennar verði dæmd ógild og áskilja kærendur sér rétt til þess að krefj­ast skaða­bóta og end­ur­greiðslu alls kostn­aðar yfir allt ferlið þar sem þau telja ljóst að þau hafi verið „dregin á asna­eyrum af rík­is­stofn­un­inni Vega­gerð­inni, í meira en tvö ár.“

Auglýsing

Segir „ekki í lagi“ að Efla hafi tekið þátt í útboð­inu

Vega­gerð­in, Reykja­vík­ur­borg og Kópa­vogs­bær standa að gerð hinnar fyr­ir­hug­uðu Foss­vogs­brú­ar, sem á að bera almenn­ings­vagna, gang­andi og hjólandi veg­far­endur og tengja Kár­nesið við Vatns­mýr­ina.

Nið­ur­stöður þeirrar hönn­un­ar­sam­keppni sem nú hefur verið kærð voru kynntar 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn og varð brú­ar­lausnin Alda eftir Eflu hlut­skörpust. Fram hefur komið að stefnt sé að því að hefja vinnu við land­fyll­ingar undir brú­ar­sporð­ana strax á þessu ári, en brúin er algjör lyk­il­þáttur í fyrsta áfanga Borg­ar­línu.

Kjarn­inn ræddi við Baldur Ó. Svav­ars­son arki­tekt og fram­kvæmda­stjóra Úti og Inni fyrir skemmstu og sagði hann blaða­manni að það væri ein­fald­lega „ekki í lagi“ að Efla hefði tekið í þátt í sam­keppn­inni, þar sem fyr­ir­tækið hefði verið í sam­starfi við Vega­gerð­ina og sveit­ar­fé­lögin við gerð deiliskipu­lags og að sama skapi hluti af starfs­hóp um gerð Foss­vogs­brú­ar.

Baldur sagði við Kjarn­ann að það væru „mý­mörg dæmi“ um að arki­tektar og verk­fræð­ingar ein­fald­lega haldi sig frá opnum sam­keppnum ef þeir hinir sömu hafi komið að ein­hverri for­vinnu sem varða verk­efn­in. „Við höfum haldið okkur frá sam­keppnum þar sem við höfum bara mögu­lega hugs­an­lega eitt­hvað van­hæfi,“ segir Bald­ur.

Í kærunni er bent á að lyk­il­fólk hjá Vega­gerð­inni, þau Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir, svæð­is­stjóri höf­uð­borg­ar­svæðis og Guð­mundur Valur Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs, sem bæði sitja í stjórn rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins, hafi á árum áður verið lyk­il­fólk hjá Eflu og að þátt­tak­endur í sam­keppn­inni um brúnna hafi fengið gögn sem þau tvö unnu um brúna er þau voru starfs­menn Eflu.

Full­yrt er að Vega­gerðin hafi, í andsvörum sínum vegna fyrri kæru vegna sam­keppn­inn­ar, farið með rangt mál um umfang þátt­töku Eflu í und­ir­bún­ings­vinnu fyrir brúnna og að stofn­unin hafi séð sér hag í því að „minn­ka“ hlut Eflu í und­ir­bún­ings­verk­efnum fyrir hönnun brú­ar­inn­ar.

„Það virð­ist sem umræddir rík­is­starfs­menn og til­teknir sam­göngu­mann­virkja­hönn­uðir Eflu líti á sig sem eina heild sem krossar mörk ríkis og einka­fyr­ir­tæk­is, þar sem „hóp­ur­inn“ hefur það að mark­miði í sam­ein­ingu að kló­festa flagg­skips­verk­efni, fyrir sig og eigin starfs­frama, verk­efni sem þó skal fjár­magna úr sam­eig­in­legum fjár­hirslum allra lands­manna,“ segir í kærunni.

Þar segir einnig að kærendur telji að þátt­tak­endur í sam­keppn­inni hafi „ekki verið metnir með hlut­lægum hætti“ af hæfn­is- og dóm­nefnd­ar­fólki og að „marg­vís­leg tengsl“ þeirra sem sinntu hæfn­is- og dóm­nefnd­ar­störfum og und­ir­bún­ings­verk­efnum við Eflu verk­fræði­stofu geti ekki talist til­vilj­un, auk þess sem þau skapi mikla hættu á upp­lýs­inga­leka.

„Auð­velt hefði verið að velja annað fólk, sem hefur engin tengsl við Eflu Verk­fræði­stofu, en var ekki gert, þrátt fyrir ítrek­aðar ábend­ingar kærenda um að slíkt hefði verið æski­leg­t,“ segir í kærunni.

Ráð­gjöf eða und­ir­bún­ingur leiði ekki sjálf­skrafa til úti­lok­unar

Sam­kvæmt svari vegna þessa máls sem Kjarn­inn fékk frá Vega­gerð­inni er málið í hefð­bundnum far­vegi fyrir kæru­nefnd útboðs­mála og hefur stofn­unin tekið til varna, með því að skila inn grein­ar­gerð til nefnd­ar­inn­ar.

Í svari Vega­gerð­ar­innar er einnig bent á að sam­kvæmt 46. grein laga um opin­ber inn­kaup leiði ráð­gjöf eða þátt­taka fyr­ir­tækis í und­ir­bún­ingi inn­kaupa ekki sjálf­krafa til úti­lok­unar þess frá inn­kaupa­ferli, sem síðar fari í hönd.

„Þess í stað hvíla ríkar skyldur á kaup­anda að hann geri nauð­syn­legar ráð­staf­anir til að tryggja að fyrri aðkoma eða ráð­gjöf raski ekki sam­keppni, m.a. með því að láta öðrum þátt­tak­endum og bjóð­endum í té upp­lýs­ingar sem máli skipta og setja hæfi­legan til­boðs­frest,“ segir einnig í svari frá Vega­gerð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent