Yfirgáfu heimili sín í þriðja skipti á innan við mánuði

Hundruð íbúa í Sydney yfirgáfu heimili sín í dag og margir í þriðja skiptið á einum mánuði. Nú bíða þeir milli vonar og ótta um hvort árnar Hawkesbury og Nepean flæði aftur yfir bakka sína líkt og þær gerðu í mars og þar áður árið 1988.

Síðustu vikur hafa einkennst af gríðarlegum rigningarveðrum í Sydney.
Síðustu vikur hafa einkennst af gríðarlegum rigningarveðrum í Sydney.
Auglýsing

Það rignir og það rign­ir. Og rignir svo­lítið meira. Stundum heil­mikið meira. Jarð­veg­ur­inn er löngu orð­inn mett­aður af vatni og ef úrkoman heldur áfram að aukast, eins og spáð hefur ver­ið, gætu orðið svokölluð skyndi­flóð.

Þannig var ástandið í Sydney í Ástr­alíu í dag. Veð­ur­stofan ótt­ast að flóðin ánum Hawkes­bury og Nepean verði meiri en þekkst hafa hingað til. Úrkoman í Sydneyhefur þegar náð árs­með­al­tali – og apríl er rétt að byrja.

Rign­ing­unum miklu á sam­kvæmt spám að slota á morg­un, föstu­dag, og á sunnu­dag er von á sól­skini. En þangað til eru nokkrar klukku­stundir sem gætu skipt sköpum fyrir marga. Og í næstu viku er aftur spáð mik­illi úrkomu.

Auglýsing

Simone Baluch var meðal þeirra sem þurftu að yfir­gefa heim­ili sitt í dag. Hún býr í hverfi sem kall­ast Chipp­ing Norton – í húsi sem afi hennar og amma keyptu á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Á öllum þeim tíma sem fjöl­skyldan hefur búið þar hefur aðeins þurft að rýma það tvisvar áður. En á síð­ustu vikum hefur Baluch þurft að flýja undan vatn­inu í þrí­gang. Hún lýstir því í sam­tali við dag­blaðið The Sydney Morn­ing Herald hvernig hún hafi verið að færa hluti milli hæða, til að forða þeim frá skemmd­um, er vatnið hóf að flæða inn og það mun hraðar en hún átti von á. Geor­ge-áin er skammt frá heim­ili hennar og hún flæddi yfir bakka sína í dag. Og veð­ur­stofan ótt­ast að hún eigi eftir að verða enn vatns­meiri í kjöl­far þrumu­veð­urs sem vænt­an­legt er í nótt.

Sydney í Ástralíu. Mynd: EPA

Veðrið í og við Sydney í Nýja Suð­ur­-Wa­les á aust­ur­strönd Ástr­al­íu, hefur ein­kennst af miklum öfgum í úrkomu síð­ustu vik­urn­ar. Sem dæmi þá hafði vatns­borð Nepean-ár­innar við Men­ang­le-brúna náð 16,75 metrum í morgun sem er sam­bæri­leg hæð og áin náði í ham­fara­veðri árin 1988. Og enn vex vatn­ið.

Íbúar hafa verið beðnir að vera sér­stak­lega á varð­bergi, vera ekki á ferð um vegi og brýr og til­búnir að yfir­gefa heim­ili sín ef ástandið heldur áfram að versna. Jarð­veg­ur­inn er þegar orð­inn full­mett­aður af vatni og síð­degis í dag átti enn eftir að bæta í sem gæti þýtt hættu­leg skyndi­flóð. Slík flóð hafa þegar orðið og þar sem vatnið á enga leið niður í jörð­ina þá flæðir það inn á milli húsa og fram af klettum í hverf­unum við sjáv­ar­síð­una.

Árlega falla að með­al­tali rúm­lega 1.213 mm af úrkomu í Sydn­ey. En á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hefur úrkoman þegar mælst 1.226 mm.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent