Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt

Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.

Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Auglýsing

Nokkrir rekstr­ar­að­ilar og fast­eigna­eig­endur í nágrenni við Suð­ur­lands­braut sendu inn athuga­semdir og ábend­ingar við svo­kall­aða skipu­lags­lýs­ingu vegna legu Borg­ar­línu frá Steina­hlíð að Katrín­ar­túni, sem lögð var fram til kynn­ingar af hálfu borg­ar­yf­ir­valda í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

Kjarn­inn óskaði eftir og fékk þessar athuga­semdir afhentar á dög­un­um, en þær voru kynntar í umhverf­is- og skipu­lags­ráði borg­ar­innar í síð­ustu viku. Áform um mögu­legar breyt­ingar á Suð­ur­lands­braut­inni leggj­ast fremur illa í þá aðila sem sendu inn athuga­semd­ir.

Unnið að gerð skipu­lags­til­lögu

Skipu­lags­lýs­ing er und­an­fari vinnslu deiliskipu­lags sem felur í sér lýs­ingar á því sem fyr­ir­huguð skipu­lags­til­laga á að snú­ast um og þeim mark­miðum sem á að ná fram. Þegar þessi skipu­lags­lýs­ing var lögð fram var boðað að deiliskipu­lags­til­laga fyrir svæðið myndi líta dags­ins ljós í febr­úar á þessu ári. Það gerð­ist þó ekki og ekk­ert bólar á henni enn, en borg­ar­full­trúar í síð­ustu borg­ar­stjórn voru ekki á eitt sáttir um ágæti þess að leggja fram skipu­lags­lýs­ing­una til að byrja með, eins og Kjarn­inn sagði frá fyrir rösku hálfu ári.

Fækkun akreina og bíla­stæða í deigl­unni

Í tengslum við upp­bygg­ingu Borg­ar­línu hefur verið horft til þess að breyta Suð­ur­lands­braut­inni tölu­vert mik­ið, sam­fara því sem sér­rými yrði sett fyrir miðju veg­ar­ins. Í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem horft er mikið til í skipu­lags­vinn­unni, var lagt upp með að akreinum fyrir almenna akandi umferð yrði fækkað um tvær.

Það mál er þó enn óút­kljáð – og segir í skipu­lags­lýs­ing­unni að ljóst sé að breyt­ingin sé „stór“ og „ekki óum­deild“.

Auglýsing

Við breyt­ing­arnar sem gera á í götu­mynd­inni er stefnt að því að fækka bíla­stæðum við Suð­ur­lands­braut­ina tölu­vert, en nokkur hluti bíla­stæð­anna við braut­ina standa á landi sem er í eigu borg­ar­innar og utan lóða versl­un­ar- og atvinnu­hús­næð­is­ins sem stendur við Suð­ur­lands­braut­ina. Þessi áform voru viðruð í skipu­lags­lýs­ing­unni, auk ann­arra aðgerða sem sagðar eru til þess fallnar að „auka gæði umhverf­is­ins og bæta aðgengi við göt­una“, ekki síst með virka ferða­máta og teng­ingar nær­ligg­andi hverfa við Suð­ur­lands­braut­ina í huga.

Sjá fram á mikið tekju­fall vegna umferð­ar­öng­þveitis og minni umsvifa

Með því að leggja fram skipu­lags­lýs­ing­una var Reykja­vík­ur­borg þannig að hefja form­legt sam­tal við hags­muna­að­ila á svæð­inu um fyr­ir­hug­aðar breyt­ing­ar. Það sam­tal fer hressi­lega af stað, sam­kvæmt því sem lesa má í athuga­semdum við skipu­lags­lýs­ing­una.

Fyr­ir­tækið Sjón­varps­mið­stöð­in, sem á fast­eign­ina við Suð­ur­lands­braut 26 sem hýsir meðal ann­ars fyr­ir­tækin Heim­il­is­tæki og Tölvu­list­ann sem eru syst­ur­fé­lög fyr­ir­tæk­is­ins, sagði hug­myndir um fækkun akreina, bíla­stæða og aflögn vinstri­beygja á Suð­ur­lands­braut­inni „al­gör­lega óásætt­an­leg­ar“.

Í nokkuð ítar­legu bréfi sem lög­fræði­stofa sendi fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins sagði að það væri afstaða Sjón­varps­mið­stöðv­ar­innar að fyr­ir­huguð lega Borg­ar­línu í mið­rými göt­unnar myndi leiða til þess að „um­ferð­ar­öng­þveiti“ skap­að­ist á göt­unni með til­heyr­andi töfum og vand­ræðum fyrir við­skipta­vini versl­ana við Suð­ur­lands­braut­ina.

Eigendur og rekstraraðilar í verslunarhúsnæðinu við Suðurlandsbraut 26 telja fækkun akreina og bílastæða verða til mikils tjóns. Mynd: Af Facebook-síðu Heimilistækja.

„Mun þetta óhjá­kvæmi­lega hafa það í för með sér að við­skipta­vinum fækkar eða leita frekar til sam­keppn­is­að­ila, með til­heyr­andi fjár­hags­legu tjóni fyrir versl­un­ar­eig­end­ur. Telja versl­un­ar­eig­endur að um veru­legt fall á veltu geti verið að ræða,“ segir í bréf­inu frá Sjón­varps­mið­stöð­inni. Einnig segir í bréf­inu að fyr­ir­tækið telji að hús­næði sitt, sem ein­ungis er versl­un­ar­hús­næði, muni falla í verði ef breyt­ing­arnar verði að veru­leika, auk þess sem mögu­leikar á útleigu rýmis í hús­inu muni skerð­ast og vænt leigu­verð lækk­a.

Sjón­varps­mið­stöðin telur að með þessum til­lögum sé „al­gjör­lega litið fram­hjá því að versl­anir við Suð­ur­lands­braut, sem og í aðliggj­andi götum svo sem Ármúla og Skeif­unni, eru margar hverjar stór­versl­an­ir, sem valið hafa versl­unum sínum stað út frá þeirri stað­reynd að þar sé aðgengi fyrir fjölda við­skipta­vina með til­heyr­andi umferð­ar­að­gengi og bíla­stæð­um“ og að skipu­lags­lýs­ingin muni valda algjörum for­sendu­bresti fyrir versl­anir eins og þær sem reknar eru í hús­næð­inu við Suð­ur­lands­braut.

Í bréf­inu er bent á að „norðan við Suð­ur­lands­braut, í Laug­ar­daln­um“ sé nægt svæði til að leggja Borg­ar­línu við hlið núver­andi götu, sem þá gæti verið áfram í óbreyttri mynd. Einnig er fyr­ir­hug­aðri fækkun bíla­stæða mót­mælt harð­lega og því komið á fram­færi að fyr­ir­tækið telji að nú þegar sé skortur á bíla­stæðum við Suð­ur­lands.

Fyr­ir­tækið vísar einnig til þess sem fram kemur af hálfu borg­ar­innar í skipu­lags­lýs­ing­unni, að áformin um fækkun akreina séu ekki „óum­deild“. Fram kemur í bréf­inu að fyr­ir­tækið telji óhætt að „taka mun dýpra í árinni og segja að mikil and­staða sé meðal fast­eigna- og versl­un­ar­eig­enda sem og ann­arra atvinnu­rek­enda við Suð­ur­lands­braut við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á deiliskipu­lag­i“.

Fleiri fast­eigna­eig­endur ósáttir

Fast­eigna­eig­endur við Suð­ur­lands­braut 4 og 4a sögðu í tveimur svip­uðum bréfum að nú þegar væri „mik­ill skortur á bíla­stæð­um“ við Suð­ur­lands­braut­ina, og mikil umferð við göt­una. „Því gerum við alvar­legar athuga­semdir við hug­myndir Reykja­vík­ur­borgar að fækka bíla­stæðum við ofan­greind hús og í nágrenni sem og að fækka akreinum á Suð­ur­lands­braut­inn­i,“ sagði í bréfi fast­eigna­eig­end­anna, sem einnig bentu á að á svæð­inu væru ýmsir reitir í þróun og að búast mætti við „mun meiri og þétt­ari byggð á svæð­in­u“.

„Það er jákvætt að efla sam­göngur á svæð­inu en við höfnum því að það ger­ist á kostnað bíla­stæða við húsin og fækkun akreina,“ sagði í báðum bréf­unum frá eig­endum eign­anna við Suð­ur­lands­braut 4 og 4a.

Eig­endur húss­ins við Suð­ur­lands­braut 16 mót­mæltu einnig fyr­ir­hug­aðri fækkun bíla­stæða og sögðu að með þeim áformum yrði „nán­ast ómögu­legt að reka núver­andi fyr­ir­tæki í hús­inu áfram“ en í hús­inu er auk ann­ars raf­tækja­versl­unin Rafha.

Tann­læknir með böggum hildar

Tann­læknir sem verið hefur með rekstur að Lauga­vegi 163 allt frá árinu 1986 rit­aði skipu­lags­yf­ir­völdum einnig bréf vegna skipu­lags­lýs­ing­ar­innar og dró upp dökka mynd af stöðu mála á svæð­inu. Sagði hann að með því „gíf­ur­lega bygg­inga­magni“ sem borgin hefði heim­ilað á Höfða­torgi hefði umferðin um svæðið auk­ist mikið og „slags­mál um bíla­stæði“ hefðu sífellt auk­ist og aldrei hefði verið „verra að leggja einka­bíl“.

Auglýsing

„Í dag myndi mér aldrei detta í hug að hefja rekstur á þessu svæði vegna vönt­unar á bíla­stæð­um. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá til­kynnið þið um Borg­ar­línu, þó að aðeins brot af við­skipta­vinum mínum noti strætó. Þið eruð með hug­myndir að fækka akreinum í eina sem eykur enn bið­tíma. Nær væri að nýta plássið til að auka bíla­stæði á svæð­inu. 95% af við­skipta­vinum koma á einka­bíl. Það er búið að ræna öllum stæðum við Skúla­götu sem voru þar til staðar áður en nýjasta fram­kvæmdin á Höfða­torgs­reitnum fór í gang. Það eru lík­lega um 330 þús­und einka­bílar í land­inu eða næstum einn bíll á hvern íbúa. Ímyndið þið ykkur hjá Reykja­vík­ur­borg að þessir eig­endur einka­bíla ætli að taka strætó eða Borg­ar­línu? Það er útópía. Það er búið að reyna að troða íslend­ingum í strætó í 40-50 ár og það hefur aldrei tek­ist. Ímyndið þið ykkur að það muni takast nú?“ sagði auk ann­ars í bréfi tann­lækn­is­ins.

Hann spurði einnig hvort borgin teldi að það þýddi eitt­hvað fyrir hann að halda messur yfir við­skipta­vinum sínum og skipa þeim að taka strætó eða Borg­ar­línu. „Þeir myndu telja mig eitt­hvað skrít­inn og vera fljótir að flytja sig um set til ann­ars sér­fræð­ings sem býður upp á bíla­stæð­i,“ sagði einnig í athuga­semd tann­lækn­is­ins.

Meiri­hlut­inn seg­ist vilja skipu­lags­til­lögur sem fyrst

Á fundi umhverf­is- og skipu­lags­ráðs í síð­ustu viku lögðu full­trúar meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisnar fram bókun þar sem sagði að það væri „stefna meiri­hlut­ans að flýta Borg­ar­línu“ og því legðu full­trú­arnir áherslu á að hratt og vel yrði unnið úr athuga­semd­unum sem komu fram, svo fyrstu drög að deiliskipu­lagi gætu litið dags­ins ljós sem fyrst.

„Mik­il­vægt er að huga að sem hæstri flutn­ings­getu Borg­ar­lín­unnar og miklum gæðum umhverfis hennar þegar end­an­leg ákvörðun um útfærslu hennar á svæð­inu er tek­in,“ sagði einnig í bókun meiri­hluta­flokk­anna fjög­urra.

Sam­kvæmt upp­færðri og seink­aðri tíma­línu um fram­kvæmdir vegna Borg­ar­línu sem birt var í vik­unni er ekki ráð­gert að borg­ar­línu­vagnar fari að aka þessa leið fyrr en árið 2027.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent