Laugardalurinn sem bíllaust íþrótta- og útivistarsvæði?

Starfshópur um skipulags- og mannvirkjamál í Laugardal hefur skilað af sér tillögum og hugmyndum að framtíðarskipulagi fyrir Laugardalinn. Þar er því velt upp hvort koma megi í veg fyrir gegnumakstur um Engjaveg og fækka lítið notuðum bílastæðum.

Yfirlitsmynd af Laugardalnum úr umfjöllun starfshópsins. Hér tákna fjólubláir reitir hugmyndir að húsum.
Yfirlitsmynd af Laugardalnum úr umfjöllun starfshópsins. Hér tákna fjólubláir reitir hugmyndir að húsum.
Auglýsing

Starfs­hópur um skipu­lags- og mann­virkja­mál í Laug­ar­dal, sem skip­aður var í febr­úar árið 2021, skil­aði fyrir skemmstu af sér plaggi með ýmsum til­lögum og skipu­lags­hug­myndum um fram­tíð Laug­ar­dals­ins.

Borg­ar­ráð ræddi um til­lög­urnar á fundi sínum síð­asta fimmtu­dag og vís­aði þeim áfram til umfjöll­unar í skipu­lags- og sam­göngu­ráði, menn­ing­ar-, íþrótta og tóm­stunda­ráði og íbúa­ráði Laug­ar­dals, en einnig stendur til að borg­ar­stjóri kynni þessar til­lögur og hug­myndir á íbúa­fundi í Laug­ar­dalnum á næst­unni.

Lítið nýttum bíla­stæðum gæti verið fækkað

Í umfjöllun starfs­hóps­ins er því meðal ann­ars velt upp hvort það gæti verið „fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að sjá Laug­ar­dal­inn sem bíl­laust íþrótta- og útvist­ar­svæði og nefnt að þetta gæti gerst í skref­um, þar sem fyrst yrði lokað fyrir gegn­u­makstur um Engja­veg og svo skoðað í fram­hald­inu hvort ein­hver hluti lítið not­aðra bíla­stæða gætu umbreyst í græn almanna­rými.

Auglýsing

Fjallað er um fyr­ir­ferða­mikil bíla­stæðin sem eru við íþrótta­mann­virkin í vest­ur­hluta Laug­ar­dals og bent á að þau séu í það heila „lítið not­uð“ og í raun ein­ungis að hluta til fyrir þau til­felli sem þau voru hugsuð fyr­ir, stór­við­burði sem haldnir eru í Laug­ar­daln­um.

Á und­an­förnum árum hefur t.d. öllum bíla­stæðum beint fyrir framan Laug­ar­dals­völl verið lokað þegar þar fara fram við­burðir sem margir áhorf­endur sækja, til að koma í veg fyrir umferð­ar­teppur í nærum­hverf­inu. Áhorf­endum hefur í stað­inn verið verið bent á að nota aðra ferða­máta eða að leggja bílum sínum fjær og ganga ofan í Laug­ar­dal.

„Engja­vegur var hugs­aður sem hægakst­ur­gata í dalnum og kannski helst til að flýta fyrir rým­ingu þegar stór­við­burðir eru í daln­um. Raunin er að margir nota veg­inn til að „stytta“ sér leið og aka greitt í gegn. Oft hefur verið nefnt að loka á gegn­u­makstur í daln­um,“ segir í plaggi starfs­hóps­ins, sem var sam­kvæmt skip­un­ar­bréfi settur saman af sviðs­stjórum umhverf­is- og skipu­lags­sviðs, skóla- og frí­stunda­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­sviðs borg­ar­innar ásamt skrif­stofu­stjóra eigna­skrif­stofu og full­trúa Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur.

Ný íþrótta­höll á milli þeirrar gömlu og Suð­ur­lands­brautar

Mál­efni nýrra þjóð­ar­leik­vanga fyrir knatt­spyrnu, bolta­í­þróttir inn­an­húss og frjálsar íþróttir hafa verið mikið í umræð­unni und­an­farin ár og hafa þau verk­efni verið í sér­far­vegi í við­ræðum á milli rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í skjali starfs­hóps­ins gera hug­myndir þó ráð fyrir því að nýr Laug­ar­dals­völlur verði á sama stað og núver­andi völlur og að ný þjóð­ar­höll rúmist á milli gömlu Laug­ar­dals­hall­ar­innar og Suð­ur­lands­braut­ar, með beinni teng­ingu við borg­ar­línu­stöð á Suð­ur­lands­braut.

Þjóð­ar­leik­vangur frjáls­í­þrótta er svo fyr­ir­hug­aður á því svæði sem í dag er æfinga­svæði Þrótt­ar, með­fram Suð­ur­lands­braut­inni, en í stað­inn er Þróttur að fara að fá það svæði sem hefur verið nýtt undir frjálsar íþróttir norðan Laug­ar­dals­laug­ar.

Í umfjöllun starfs­hóps­ins má lesa að innan hans hafi orðið tal­verð umræða um hvort núver­andi göngu- og hjóla­stígar við Suð­ur­lands­braut­ina verði óbreyttir sem grænn kafli í stíga­kerf­inu eða hvort hjóla­stíg­ur­inn t.d. komi til með að fara upp að Suð­ur­lands­braut­inni er hún umbreyt­ist í borg­ar­götu með til­komu Borg­ar­línu.

Þetta svæði er ætlað undir nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á Íslandi.

Starfs­hóp­ur­inn ræddi um að stækka svæðið fyrir völl­inn og stúku, sem á að vera fyrir allt að 2.000 manns, með því að færa stíg­inn. Einnig ræddi starfs­hóp­ur­inn um hvort fram­lengja ætti akveg­inn Veg­múla inn í Laug­ar­dal­inn og hvort Engja­veg­ur­inn ætti að halda sér í óbreyttri mynd á þessum slóð­um.

„Lík­leg nið­ur­staða að Veg­múli fram­leng­ist ekki inn í dal­inn sam­kvæmt gild­andi skipu­lagi og að Engja­vegi verði lokað fyrir gegn­um­um­ferð. Veg­múli myndi fara illa saman með borg­ar­línu­stöð og gera sam­teng­ingu frjáls­í­þrótta­hallar og frjáls­í­þrótta­vallar erf­iða,“ segir um þetta í umfjöllun starfs­hóps­ins.

Mikil umhverf­is­gæði í trjá­belt­inu með­fram Suð­ur­lands­braut

Um óbyggða reit­inn á horni Engja­vegar og Suð­ur­lands­brautar er fjallað í til­lögum starfs­hóps­ins. Þar segir að áform séu um upp­bygg­ingu grænna þró­un­ar­lóða á reitnum í takt við græna ásýnd Laug­ar­dals, en jafn­framt að mik­il­vægt sé að „hugsa fyrir fram­leng­ingu trjá­ganga­stígs­ins alveg upp að Borg­ar­línu­stöð.“

Sam­kvæmt nýsam­þykktu aðal­skipu­lagi Reykja­víkur fram til árs­ins 2040 er gert ráð fyrir því að á mjóum og löngum reit sem kall­ast M2g og liggur upp við Suð­ur­lands­braut­ina bygg­ist upp lágreist byggð á 2-4 hæðum með versl­un, þjón­ustu, skrif­stofum og íbúð­um.

Starfshópurinn segir ef til vill skynsamlegt að endurskoða áætlanir um samfellda byggð meðfram Suðurlandsbrautinni norðanverðri.

Í skjali starfs­hóps­ins segir að skyn­sam­legt gæti verið að end­ur­skoða þessa sam­felldu byggð norðan við Suð­ur­lands­braut­ina, en stefna þess í stað fyrst og fremst að afmark­aðri upp­bygg­ingu í tengslum við borg­ar­línu­stöðv­ar.

„Mögu­legt bygg­ing­ar­svæði er háð því að Suð­ur­lands­braut verði end­ur­hönnuð og skal miða við að ekki verði gengið á græn úti­vistar- og íþrótta­svæði í Laug­ar­daln­um. Ljóst er að svæðið er mjög krefj­andi í útfærslu vegna þrengsla, hæð­ar­mun­ar, aðliggj­andi skjól­beltis og stofn­stígs. Mikil umhverf­is­gæði fel­ast í trjá­belt­inu með­fram Suð­ur­lands­braut og stíg­unum í skjóli þess,“ segir í umfjöllun starfs­hóps­ins.

Hús­bíla­byggð bland­ist illa við hinn almenna ferða­mann

Lang­tíma­stæði fyrir hús­bíla hafa und­an­farin ár verið á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um, í næsta nágrenni við Laug­ar­dals­laug­ina, en nokkur fjöldi fólks hefur haft þar fasta búsetu í bílum sín­um.

Í skjali starfs­hóps­ins segir að finna þurfi lang­tíma­stæði fyrir hús­bíla á ein­hverjum öðrum stað í Reykja­vík.

„Ekki í Laug­ar­dalnum þar sem þeir bland­ast illa við hinn almenna ferða­mann,“ segir í umfjöllun starfs­hóps­ins um reit­inn sem fer undir tjald­svæðið og far­fugla­heim­ilið í Laug­ar­daln­um, sem mögu­lega verður stækkað einn dag­inn, sam­kvæmt deiliskipu­lagi.

Til stendur að skoða mögulega uppbyggingarmöguleika á bakvið stúkuna við Laugardalslaug.

Mögu­leg upp­bygg­ing fyrir aftan stúk­una við Laug­ar­dals­laug

Í umfjöllun starfs­hóps­ins segir að til standi að ráð­ist verið í hug­mynda­sam­keppni um Laug­ar­dals­laug og nærum­hverfi henn­ar. Jafn­framt verði því tengt skoð­aðir upp­bygg­ing­ar­mögu­leikar norðan stúkunnar við sund­laug­ina, en þar er í dag inn­keyrsla út frá Sund­lauga­vegi, nokkur bíla­stæði og ruslagám­ar.

Einnig er minnst á að bíla­stæðið sem er næst inn­gang­inum að lík­ams­rækt­ar­stöð World Class þveri „mik­il­vægan stíg“ sem liggi með­fram Laug­ar­dals­laug, Laugum og stúku Laug­ar­dalsvall­ar. „Við­skipta­vinir og starfs­fólk Lauga reyna að finna þar stæði sem fram­kallar óæski­legt hring­sól og þverun stígs­ins í leit að stæðum og býr þannig til ákveðið óör­yggi gagn­vart gang­andi og hjólandi umferð,“ segir í umfjöllun starfs­hóps­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent