Saknar einhver fjögurra akreina Skeiðarvogs?

Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur segist hafa „tröllatrú“ á því að skynsamlegast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suðurlandsbraut samfara uppbyggingu sérrýmis Borgarlínu. Hann segir dæmin sýna að fólk sakni ekki akreina þegar þær fara.

Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Hrafn­kell Á. Proppé skipu­lags­fræð­ing­ur, sem lét af störfum sem for­stöðu­maður Verk­efna­stofu Borg­ar­línu hjá Vega­gerð­inni í haust, segir að hann telji að skyn­sam­leg­ast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suð­ur­lands­braut úr fjórum niður í tvær sam­hliða breyt­ingum á göt­unni með lagn­ingu sér­rýmis undir Borg­ar­línu.

„Ég hef trölla­trú á því að sú til­laga sem lögð var fram í frum­drög­un­um, sem gerir ráð fyrir einni bíla­akrein í hvora átt sé skyn­sam­leg­asta lausn­in. Við skoð­uðum hina leið­ina, að vera með tvær, en það kom ekki jafn vel út,“ sagði Hrafn­kell í sam­tali við Kjarn­ann skömmu fyrir jól, en ítar­legt við­tal við Hrafn­kel birt­ist síð­asta mið­viku­dag.

Hann segir að horfa þurfi á þróun Suð­ur­lands­braut­ar­innar í sam­hengi við annað sem til standi að gera í umferð­ar­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum. „Til lengdar erum við að auka afkasta­get­una bíla­lega séð á Miklu­braut­inni og Sæbraut­inni þannig að það er svig­rúm til að draga aðeins úr bíla­af­köstum á Suð­ur­lands­braut­inni. En heild­ar­af­köstin eru miklu betri með því að ráð­stafa pláss­inu með skýr­ari hætti og í örugg­ara umhverfi fyrir þá sem eru að velja almenn­ings­sam­göngur og aðra vist­væna ferða­máta,“ segir Hrafn­kell.

Hann bætir við að hann telji það í reynd bara tíma­spurs­mál hvenær ráð­ist verði í útfærslu Suð­ur­lands­braut­ar­innar með þessum hætti. „Ef það er verið að fara núna í fram­kvæmd­irnar er skyn­sam­legt að gera þetta núna, í stað þess að fara í ein­hvern milli­leik og gera hluta nú og breyta seinna, því það liggja nú þegar til plön um að efri hluti Lauga­vegar sé að fara að breyt­ast með þessum sama hætt­i,“ segir Hrafn­kell, sem segir að Suð­ur­lands­brautin væri „rök­rétt fram­hald af því“ og heild­ar­af­s­kasta­geta göt­unnar sé að aukast mik­ið, þrátt fyrir að tvær akreinar undir bíla hverfi á braut.

Alltaf „læti“ þegar akreinar eru fjar­lægðar

„En ég get alveg haft skiln­ing á að fólki finn­ist þetta skrítið til­hugs­unar og sjái þetta ekki alveg ger­ast. Það hefur alltaf verið í öllum verk­efnum þar sem hafa verið teknar akrein­ar,“ segir Hrafn­kell og spyr hvort blaða­maður muni þegar Skeið­ar­vog­ur­inn var þrengdur úr fjórum akreinum í tvær.

Því man blaða­maður ekki eft­ir, en það var gert skömmu fyrir alda­mót í kjöl­far ákalls íbúa í Voga­hverfi og for­eldra barna við Lang­holts­skóla sem höfðu áhyggjur af hraðri þunga­um­ferð í gegnum hverf­ið.

Hrafn­kell segir að það hafi orðið dálítið „læti“ þegar þessi ákvörðun var tekin í stjórn­ar­tíð R-list­ans. Stutt leit í greina­safni Morg­un­blaðs­ins stað­festir það, en þar var þreng­ing göt­unnar meðal ann­ars kölluð „skemmd­ar­verk“. „Það er eng­inn að biðja um að Skeið­ar­vogur verði aftur fjög­urra akreina gata,“ segir Hrafn­kell.

Auglýsing

Hið sama segir hann að gildi um Grens­ás­veg, en akreinum á hluta hans var fækkað árið 2016. „Það voru ægi­leg læti, en ég hef ekki séð að það sé ákall um það að akreinum á Grens­ás­vegi verði fjölgað úr tveimur í fjór­ar. Þetta er eitt­hvað sem virð­ist vera ómögu­legt, en þegar búið er að taka ákvörð­un­ina og fram­kvæma, þá er ekki ákall um að fara til baka. Þessu má líkja við þegar reyk­ingar inni á skemmti­stöðum voru bann­að­ar. Þá voru tals­verð læti en varla nokkur sem vill svo breyta til bak­a,“ segir Hrafn­kell.

Þegar blaða­maður sett­ist niður sum­arið 2020 með Hrafn­keli og Lilju G. Karls­dótt­ur, sem þá voru bæði tvö í for­svari fyrir Verk­efna­stofu Borg­ar­línu, kom fram í máli þeirra að afar mik­il­vægt væri að Borg­ar­lína gæti orðið í sér­rými að eins miklu leyti og hægt væri, til að tryggja áreið­an­leika almenn­ings­sam­gangna.

Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjáv­ar, frum­drög að fyrstu lotu Borg­ar­línu voru birt í febr­úar síð­ast­liðnum og blaða­manni lék for­vitni á að vita hvernig Hrafn­kell teldi að það væri að ganga eftir að tryggja sem greið­asta för almenn­ings­vagna um Stór-Reykja­vík í hönn­un­ar­vinn­unni.

Hrafn­kell segir að í frum­drögum hafi verið gert ráð fyrir því að Borg­ar­línan yrði í algjöru sér­rými um 75 pró­sent leið­ar­inn­ar, en að það séu áskor­anir sem bíði varð­andi útfærsl­una, til dæmis á Hverf­is­götu og á öðrum svæðum í hinu þrönga mið­bæj­ar­um­hverfi Reykja­víkur og á Kárs­nes­inu í Kópa­vogi.

Teikning: Borgarlína

„Ég held að tím­inn og trendin muni hjálpa til, því það verður erf­ið­ara og erf­ið­ara að kom­ast á bíl í mið­bæ­inn. Svo ég hef ekk­ert ofsa­legar áhyggjur af þessu. Flókni hlut­inn er svo það sem er eft­ir, því borg­ar­línu­leið­irnar tvær sem aka eftir þess­ari fyrstu lotu verða með enda­stöðvar í Spöng­inni ann­ars vegar og hins vegar uppi í Kór­a­hverfi og þar verða áskor­anir við að kom­ast fram hjá ein­hverjum ákveðnum flösku­háls­um. Hvað verður hægt að gera með snjall­tækni ljósa­stýr­inga og hvað kallar á ein­faldar flösku­hálsa­að­gerð­ir, því hefur ekki verið enn svarað almenni­lega, en það eru verk­efni sem bíða Vega­gerð­ar­innar og Betri sam­gangna að leysa úr,“ segir Hrafn­kell.

Margir hafa vænt­ingar um „al­vöru almenn­ings­sam­göng­ur“

Hann seg­ist ekki hafa sér­stakar áhyggjur af greið­færni Borg­ar­lín­unn­ar, ef frum­drög Borg­ar­línu gangi eft­ir. „En það má ekki fara að gefa mikla afslætti af þeim. Hálf­kák er aldrei gott, og lík­lega betra að hætta við en að fara hálfa leið fjölga for­gangs­reinum hér og þar. Það eru margir sem hafa vænt­ingar um alvöru almenn­ings­sam­göngur og not­enda­hóp­ur­inn mun ekki stækki að ráði nema að um raun­veru­legar betrumbætur verði um að ræða.“

Hann seg­ist þó ekki hafa áhyggjur af því að ákvarð­anir verði teknar sem dragi úr áreið­an­leika kerf­is­ins, þar sem sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins dragi mjög skýrt fram að það eigi að „stefna að auknu jafn­ræði milli sam­göngu­máta, það á að ná að breyta ferða­venjum og stefna að kolefn­is­hlut­lausu borg­ar­sam­fé­lag­i.“

„Þó að þetta séu svona hig­h-­level mark­mið hljóta þau að hjálpa til við að taka ákvarð­anir sem geta verið erf­iðar þegar kemur að því að klára ein­staka útfærsl­ur,“ segir Hrafn­kell.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent