Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað

Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.

Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Auglýsing

Tíma­á­ætl­anir fram­kvæmda vegna Borg­ar­línu hafa verið end­ur­skoð­aðar að und­an­förnu og nú miða áætl­anir við að fram­kvæmda­lok við fyrstu lotu verk­efn­is­ins verði tví­skipt og ljúki á árunum 2026 og 2027. Þetta kemur fram á vef borg­ar­línu­verk­efn­is­ins í dag.

Er skýrsla með frum­drögum fyrstu lot­unnar var kynnt í upp­hafi síð­asta árs var reiknað með því að hægt yrði að taka fyrstu borg­ar­línu­leið­irnar í notkun árið 2025, sam­hliða heild­stæðri inn­leið­ingu nýs leiða­nets Strætó. Áður hafði verið svo jafn­vel verið rætt um að fyrsta lotan gæti verið tekin í notkun árið fyrir árs­lok 2024. Tíma­lín­unni hefur því seinkað nokkuð frá því sem lagt var upp með.

Fram kemur í til­kynn­ingu á vef Borg­ar­línu að fyrstu fram­kvæmdir sem tengj­ast Borg­ar­línu hefj­ist í haust, þegar byrjað verður á land­fyll­ingu við brú yfir Foss­vog. Tíma­á­ætl­unin gerir ráð fyrir því að brúin verði til­búin í lok árs 2024 og segir í til­kynn­ing­unni að vagnar Borg­ar­lín­unnar muni byrja að aka á milli Hamra­borg og Háskóla Íslands þegar árið 2025.

Mynd: Af vef Borgarlínu

Þá verður fram­kvæmdum á þeim kafla leið­ar­innar þó ekki lok­ið, en upp­færðar áætl­anir miða við að fram­kvæmdum á milli Hamra­borgar og mið­borg­ar­innar verði lokið árið 2026 og að fram­kvæmdum á kafl­anum á milli Ártúns­höfða og mið­borg­ar­innar ljúki árið 2027.

Far­ald­ur­inn og Úkra­ínu­stríðið á meðal áhrifa­þátta

Í til­kynn­ingu á vef Borg­ar­línu segir að „nokkur veiga­mikil atriði“ hafi haft áhrif á tíma­á­ætl­an­irn­ar. Í fyrsta lagi sé verk­efnið tækni­lega flókið og stilla þurfi ýmsa þætti þess saman með öðrum verk­efnum sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fram undan eru eða eru þegar haf­in.

Auglýsing

Dæmi um slíkt verk­efni er til dæmis Sæbraut­ar­stokk­ur, en eins og Kjarn­inn sagði frá í síð­ustu viku gerir til­laga sem Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg hafa lagt fram að fram­kvæmda­á­ætlun Sæbraut­ar­stokks ekki ráð fyrir því að því verki verði að fullu lokið fyrr en árið 2027. Borg­ar­lína á sam­kvæmt áætl­unum að aka ofan á stokknum er hann verður til­bú­inn og þvera þannig Sæbraut­ina.

Í öðru lagi segir svo í til­kynn­ingu frá Borg­ar­línu að COVID-19 far­ald­ur­inn og stríðið í Úkra­ínu hafi haft áhrif á virð­is­keðj­ur.

Fram kemur í til­kynn­ing­unni á vef Borg­ar­línu að und­ir­bún­ingur við aðrar lotur Borg­ar­lín­unnar sé að hefj­ast og að sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borg­ar­lín­unnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. „Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinn­ast sam­hliða lotu eitt,“ segir í til­kynn­ingu Borg­ar­línu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent